Eurovision 2012 - Dómar fyrir lög í fyrri forkeppni | Skoðun stjórnenda
1. Svartfjallaland: Rambo Amadeus –Euro Neuro
S: Mér fannst fyrstu sekúnturnar alveg rosalega áhugaverðar! Þjóðlegur bragur með smá óhugnalegum 
keim –en síðan breyttist þetta í nútíma rapp-popp og þá missti ég áhugann. Samt sem áður mjög  sérstakt framlag hjá Svartfjallalandi þar sem frekar sjúskaður maður syngur lagið og ferðast út um allt með asnann sinn. Takið eftir enska hreimnum, hann er mjög fyndinn! Annars er þetta lag svosem ekkert sérstakt..sem er fínt þar sem við erum næst á svið! -4,5 stig.
L: Til að byrja með er þetta rosalega spennandi. Þetta hefur einstaklega skemmtilegan þjóðlegan stíl en verður seinna einstaklega leiðinlegt og ég get eiginlega ekki ýmindað mér hvernig lagið verður flutt vel á sviði - 3
P: 0 - Það er mjög lítið hægt að segja um þetta lag annað en að það sé lélegt. Svartfjallaland hefur tekið þátt þrisvar áður (sem sjálfstætt ríki) og hefur aldrei náð betri árangri heldur en fjórtánda sæti í undankeppni. Þetta lag er án efa versta lag sem þeir hafa sent út áður og er kvalarfullt að þurfa að hlusta á í heild sinni. Í tónlistarmyndbandinu kemur asni helst við sögu og fylgir hann flytjanda lagsins og ég veit ekki hvernig þeir ætla að flytja lagið á sviðinu. Þetta lag fer fyrst á svið og verður fljótt gleymt eftir að Ísland, Grikkland, og Lettland flytja lög sín öll beint á eftir. Ég spái þessu lagi síðasta sæti.

2. Ísland: Gréta Salóme & Jónsi - Mundu Eftir Mér
S: Ég var strax mjög hrifin af þessu lagi þegar ég heyrði það í söngvakeppni sjónvarpsins. Ég vissi strax að þetta væri lagið sem við ættum að senda út og var því mjög glöð þegar sú var raunin. Myndbandið við þetta góða lag er líka ofboðslega flott! Ég er mjög stolt og er fullviss um að við eigum eftir að gera góða hluti í Baku! Áfram Gréta Salóme og Jónsi! -10 stig
L: Úff, ég veit ekki hvar skal byrja. Það er alltaf frekar erfitt að dæma sinn eigin fulltrúa, sérstaklega þegar maður lifir í þeirri vin um að vinna keppnina einn daginn. Myndbandið er einstakt og ekki oft að svona gífurlegum tíma sé eytt í tónlistarmyndband á Íslandi. Gréta Salóme er skemmtileg söngkona og Jónsi er ekkert síðri. Lagið hefur notið mikilla vinsælda og ég hef trú á því - 10
P: 10 - Ég efast ekki augnablik um að lagið komist áfram úr undankeppninni vegna þess að flytjendurnir eru frábærir og lagið mjög grípandi. Því miður verður Ísland númer tvö í röðinni, en sú tala hefur oft verið kölluð bölvuð í Eurovision en hægt verður að kjósa á meðan að þau flytja lagið. Þau hafa notið mikilla vinsælda á YouTube og ég held að það hjálpi að fara á svið eftir að lag á borð við Euro Neuro er búið að kvelja áhorfendur. Ég hafði vonast eftir því að þau myndu syngja kannski eitt vers á íslensku, en þýðingin yfir á ensku er mjög vel heppnuð. Áfram Ísland!

3. Grikkaland: Eleftheria Eleftheriou – Aphrodisiac
S: Grikkland er ein af uppáhalds þjóðunum mínum í Eurovision. Ég er því alltaf mjög spennt að heyra  framlag þeirra. Grikkir eiga mjög erfitt núna fjárhagslega séð og sést það á myndbandinu þeirra, lagið er tekið upp á litlu sviði í verslunarmiðstöð, myndgæðin eru ekki unnin neitt sérstaklega o.s.frv. Það finnst mér alveg í góðu lagi og vel skiljanlegt, enda er það lagið og framkoman á sviðinu sem skipir mestu máli. Lagið er ágætt en samt sem áður ekki alveg nógu sterkt, það verður samt sem áður gaman að sjá þetta á sviðinu í Baku. 7 stig.
L: Grikkland hefur síðustu ár sent flott og vinsæl lög út síðustu ár ásamt ekki síður glæsilegum flytjendum. Í ár mátti gera ráð fyrir að það yrði ekki eins mikið spreðað í keppnina í ár vegna fjárhags landsins svo ég varð ekki fyrir vonbrigðum. Lagið og flytjandinn heldur staðalímynd sinni og ég hef trú á þessu lagi þótt það sé ekkert sem stendur sérstaklega upp úr – 7
P: 6 - Grikklandi hefur gengið mjög vel á síðustu árum og þeir hafa verið mjög duglegir í því að senda fallegt fólk í keppnina til þess að syngja ágætis lög með flottum dansatriðum. Lagið "Aphrodisiac" er ekki sérstakt en það er grípandi og mun eflaust komast áfram í aðalkeppnina. Í tónlistarmyndbandinu flytur Eleftheria lagið í verslunarmiðstöð, en upprunalega hljóðið hefur verið klippt út og upptaka úr hljóðveri hefur verið sett inn í staðinn. Dansatriðin eru nokkuð flókin og Eleftheria er mjög mikið á ferðinni og oft virðist eins og hún sé ekki að syngja með laginu. Mér heyrðist meira að segja að það væri búið að nota auto-tune í laginu og þess vegna veit ég ekki hvernig henni mun ganga að flytja lagið á sviðinu í Bakú.

4. Lettland: Anmary –Beautiful song
S: Skemmtilegt myndband og ágætis lag en aftur er ég hrædd um að án myndbandsins verði lagið ekkert sérstakt. Það fer náttúrulega eftir framkomunni á sviðinu. Það lítur samt út fyrir að lagið sé samið í kringum myndbandið, það er erfitt að sjá það fyrir sér bara á sviði. Ég er hrædd um að án  myndbandsins sé mjög lítið eftir. Það venst þó furðu vel og verður betra eftir fleiri hlustanir. 7 stig.
L: Lögin frá Lettlandi hafa verið nokkuð sveiflukennd, stundum góð, stundum vond. Í ár senda þeir nokkuð glæsilegt tríó. Myndbandið er kannski ekki beint sérstakt en lagið er nokkuð fínt. Þó finnst mér mega nota kraftinn í söngkonunum betur – 7
P: 7 - Viðlag lagsins er mjög grípandi og lagið sjálft er ekki svo slæmt, þó að bæði textinn og sérstaklega myndbandið sé hlægilegt. Söngkonan Anmary er góður flytjandi og mun eflaust standa sig vel á sviðinu. Lettlandi hefur gengið mjög illa á síðustu árum í keppninni og hefur ekki komist upp úr undankeppninni síðan árið 2008 og ef að það kemst áfram upp úr undankeppninni mun það vera í 7-10. sæti. Þetta lag er samt langt frá því að vera með verstu lögunum í ár.

5. Albanía: Rona Nishliu – Suus
S: Já...hér kemur svaka power-ballaða frá Albaníu. Myndbandið er voða listrænt en það er spurning  hvernig þetta verður sett fram á sviði. Þetta er voðalega tilfinningaþrungið lag en það hefur engin  áhrif á mig. Fyrir mér er þetta mest svona öskur hjá söngkonunni. Persónulega finnst mér þetta bara  hundleiðinlegt. 2,5 stig.
L: Myndbandið við lagið er einstaklega listrænt þó svo að það sé ekki upp á marga fiska. Þarna kemur greinilega krafturinn sem vantaði í síðasta lag en lagið er samt eiginlega bara hundleiðinlegt - 3
P: 4 - Söngkonan virðist vera ansi góð, en lagið fer mjög hægt og er aðallega bara hundleiðinlegt. Albanía hefur tekið þátt í Eurovision síðan 2004 og hafa aðeins einu sinni lent ofar heldur en sextánda sæti. Ég efa að þeir komist upp úr undankeppninni.

6. Rúmenía: Mandinga – Zalieilah
S: Rúmenía kemur með skemmtilegan sumarsmell inn í keppnina sem á eflaust eftir að vera mikið  spilaður í sumar. Mér finnst þetta bara mjög skemmtilegt lag og gaman að fá svona stuð lag inn í keppnina. 8 stig.
L: Rúmenar koma öðru hverju með mjög skemmtileg lög í keppnina. Hér er eitt þeirra. Lagið er mjög hresst, skemmtilegtog sumarlegt svo ég dreg ekki í efa að það muni verða mikið spilað hjá FM957. Annars er fátt annað að segja um lagið - 8
P: 6 - Rúmenar komast alltaf í aðalkeppnina. Þetta lag er ekki með betri lögum þeirra en viðlagið er nógu gott og nógu grípandi til þess að koma þeim upp úr undankeppninni. Lítið er sérstakt við söngkonuna annað en að hún sé mjög kynæsandi og þeir munu eflaust beita kynþokka hennar á sviðinu í Bakú.

7. Sviss: Sinplus – Unbreakable
S: Sviss er líka með mínum uppáhaldsþjóðum í Eurovision. Ég elskaði t.d. framlag þeirra árið 2009 þegar þeir sendu rokksveitina Lovebugs. Mér leið þó eins og ég væri sú eina sem fílaði þá því þeir lentu frekar neðarlega. Enn á ný senda svisslendingar rokk í keppnina, þetta lag minnir mig mikið á U2. Mér finnst þetta mjög skemmtilegt og verður örugglega betra og betra eftir því sem maður hlustar á það oftar. Það eina er að mér finnst endirinn ekki nógu góður, það endar bara mjög snögglega. Það er eins og þeir hafi ekki nennt að búa til almennilega endi. En allt hitt er mjög fínt! -8,5 stig.
L: Ekki oft er þegar rokklög ná til mín en þessu tekst það greinilega. Þetta eru flottir og krafmiklir drengir sem eiga vonandi eftir að komast áfram – 7,5
P: 7 - Við fyrstu hlustun var ég mjög hrifinn af þessu lagi, en ég er orðinn ansi þreyttur á því eftir að hafa hlustað á það í útvarpinu og á netinu. Þetta er ágætis rokklag og ég á von á því að það komist áfram.

8. Belgía: Iris - Would You?
S: Mér finnst ég hafa heyrt þetta lag og þennan texta hundrað sinnum áður. Það er nákvæmlega ekkert sérstakt eða spennandi við þetta og lagið gleymist fljótt. Söngkonan er ekki einu sinni sérstökt og ég hef meira að segja pínu áhyggjur af því hvort hún geti flutt þetta sómasamlega á sviðinu. -2,5  stig.
L: Það er alltaf gaman að fá ungar og efnilegar söngkonur í keppnina. Annars stendur voða lítið eftir því það stendur ekkert upp úr - 4

9. Finnland: Pernilla Karlsson - När Jag Blundar
S: Finnar koma með mjög fallega ballöðu. Það sem mér finnst best við hana er að hún er á sænsku. Mjög fallegt hjá þeim! -8 stig.
L: Að mínu mati hafafinnar ekki komið með skemmtileg lög síðstu ár en mér finnst þetta lag ofboðslega fallegt með ótrúlega skemmtilegum stíl. Einnig er skemmtilegt að lagið sé á svo fallegu tungumáli eins og sænsku og geta skilið textann.Ég vona bara að þeim komist langt – 9
P: 9 - Mér finnst finnska lagið í ár alveg frábært. Lagið er mjög fallegt og textinn líka. Söngkonan er mjög góð og hreimurinn hennar og sænskan gera lagið mjög áhugavert. Ég held mjög mikið með þessu lagi í ár, þó ég efast um að það komist mjög langt. Samt, vegna þess að atkvæði dómnefndar gilda 50% ætti laginu að ganga ágætlega.

10. Ísrael:  Izabo –Time
S: Fyrst þegar lagið byrjaði fannst mér það svolítið skemmtilegt og bara nokkuð gott. En svo þegar 
viðlagið kom fannst mér það aðeins verra. Síðan fór það alltaf versnandi þegar leið á og undir 
lokin var ég komin með hundleið á þessu lagi. Því miður. Sirkus- og trúða „elementið“ í myndbandinu er sniðugt en lagið alls ekki nógu gott fyrir þetta. Ég hugsa að þetta fari ekki langt. -3,5 
stig.
L: Myndbandið er mjög ögrandi en lagið er ekki við mitt hæfi – 3
P: 0 - Lagið er leiðinlegt, sérstaklega viðlagið. Mér finnst hebreska líka vera með ljótustu tungumálum heims þannig að það skemmir líka fyrir laginu.

11. San Marion: Valentina Monetta – The Social Network Song
S: Haha vá. Ég veit bara ekki hvað ég á að segja um þetta lag. San Marino kemur með lag um facebook. Það fjallar um unga stúlku, sem hefur að því virðist bara samskipti við fólk í gegnum internetið (facebook réttara sagt). Hún er semsagt bara í tölvunni og lætur sig dreyma um að gera ýmislegt, sem hún gerir síðan bara í gegnum tölvuna. Mér finnst sérstaklega athyglisvert að hvað hún sjálf og yfirborð myndbandsins er gert saklaust miðað við textann. En já, þrátt fyrir allt finnst mér þetta eiginlega bara brjálæðislega fyndið og ég horfi bara á þetta sem -4 stig.
L: Ég hef pælt djúpt í þessu lagi síðan það kom á  yfirborðið. Myndbandið er einstaklegt, þó ekki á sérstakan hátt. Lagið er með fremur skemmtilegum takti svo það er synd að skemma það með svo lélegum texta – 4
P:  2 - Þetta lag fær tvo bara út af því að það er svo hlægilegt. Þetta lag er svo ótrúlega lélegt að ég neyddist til að hlusta á það tvisvar til að vera viss um að mér hefði ekki verið að dreyma. Aðal vandamálið (fyrir utan textann) er söngkonan. Hún getur ekki sungið og á mjög erfitt með það að bera fram orðin á ensku. Einnig virðist hún njóta sín of mikið þegar hún talar um "cyber sex" og "click me with your mouse." San Marínó mun enn einu sinn enn vera eftir í undankeppninni.

12. Kýpur: Ivi Adamou - La La Love
S: Mér finnst myndbandið sjálft rosalega flott en lagið passar samt engan vegin við það að mínu mati. Finnst fannst mér lagið bara frekar ömurlegt, síðan fannst mér það strax skárra við aðra hlustun. Nú þegar ég er búin að hlusta á það oftar finnst mér það bara mjög fínt. Ég held það hafi farið mest í taugarnar á mér hvað mér fannst lagið ekkert passa við myndbandið. En myndbandið sjálft finnst mér nefnielga sjúklega flott! Ég er forvitin að sjá hvernig þetta kemur út á sviði. 8 stig.
L: Mér hefur alltaf fundist Kýpur verið fremur skemmtileg þjóð í keppninni og það er greinilegt að þeir hafa lagt mikið í myndbandið sitt þótt það minni svolítið á skemmtilega skrítna útgáfu á Twilight.  Þó er fremur erfitt að ákveða hvað skal segja um lagið – 7
P: 7 - Þetta lag er alveg ágætt, og viðlagið er mjög grípandi. Kýpur mun án efa komast í aðalkeppnina og þó að ég eigi ekki von á því að það mun vinna munu þeir vera í topp tíu sætunum. Það mun eflaust vera mikið um að vera á sviðinu og dansarar í bakgrunninum sem mun ekki skemma fyrir.

13. Danmörk: Soluna Samay - Should've Known Better
S: Ég er því miður ekkert sérstaklega hrifin af framlagi Danmerkur í ár. Þetta er ágætislag en skilur svosem ekki mikið eftir sig. -6 stig
L: Danirnir virðast vera svolítið að festa sig í svipuðum stíl. Lagið hefur þó aðeins bætt í síðan í fyrra en ég sé þrátt fyrir það ekkert spes við lagið – 6
P: 8 - Það er mikill sjarmi yfir söngkonunni og lagið er mjög fínt. Danmörk hefur næstum því alltaf komist upp úr undankeppninni og var í topp 5 síðustu tvö árin. Lagið í fyrra var betra og meira grípandi, en ég held að þeir munu ná að minnsta kosti fimmtánda sæti í aðalkeppninni í ár.

14. Rússland: Buranovskiye Babushki – Party for Everybody
S: Rússland er með mjög áhugavert framlag í ár! Þjóðlegar eldri konur byrja á mjög þjóðlegu lagi en breyttist svo fljótlega í nútímapopp þar sem textinn er: „Come on and dance! Come on and boom  boom“. Ég hreinlega veit ekki hvort Rússlandi er alvara með þessu framlagi. Ég skiptist á því að fá 
kjánahroll í þessu lagi yfir að þykja eldri konurnar krúttlegar, sérstaklega þessi sem er minnst af þeim. Lagið sjálft skorar ekki hátt, en konurnar eru krútt. -4,5 stig.
L: Fremur spes lag. Fannst titill lagsins fremur kaldhæðnislegur miðað við byrjunina en það lagaðist talsvert. Lagið er einstaklega þjóðlegt en ég efast um að það nái mjög langt – 5
P: 5 - Það kemur mér mikið á óvart að þessar ömmur skyldu hafa unnið þegar að fyrrverandi sigurvegari Dima Bilan hafi keppt ásamt Yuliu Volkova sem lenti í þriðja sæti árið 2003. Það lag var mun betra, en þessar ömmur eru þó ansi krúttlegar. Grín gengur samt sjaldan í Eurovision þó að það hafi virkað ágætlega fyrir Litháen árið 2006. Ég býst ekki við velgengni fyrir þessu lagi.

15. Ungverjaland: Compact Disco - Sound Of Our Hearts
S: Þetta myndband er rosalega vel gert og flott! Ég hálfpartinn gleymdi laginu því ég var svo upptekin 
af myndbandinu. Mér fannst samt sem áður lagið mjög flott þegar ég fór að hlusta á það. Síðan horfði ég á það þar sem hann söng það live á sviðinu og mér fannst það alls ekk eins gott þá. – 7 stig.
L: Myndbandið er einstaklega glæsileg, ekki öll lönd sem leggja slíkan metanað í myndbönd í dag. Ungverjaland er þekkt fyrir að flytja lögin sín á leiðinlegu tungumáli sem ég hef ekki skilning á og því finnst mér þetta lag vera stórt skref til batnaðar fyrir þjóðina. Myndbandið grípur mann svo mikið að ég man ekki eftir neinu textabroti úr laginu þóttþ að hafi verið flott – 7,5
P: 6 - Alveg allt í lagi lag. Ekkert sérstakt, ekkert sem að við höfum ekki heyrt áður.

16. Austurríki: Trackshittaz - Woki Mit Deim Popo
S: Austurríki er í rappinu og partý stuði. Þetta er nokkuð grípandi lag sem maður fær auðveldlega á heilann. Þetta er ekki alveg mín tegund af tónlist en ég er oftast ekki mikið fyrir rapp. Þetta er samt örugglega eitthvað sem yngri kynslóðin verður hrifin af. Þó þetta væri eitthvað sem ég væri ekki hrifin af hljómaði lagið mjög vel í stúdíó-útgáfuninni . Síðan horfði ég á þetta „live“ og „úiin“ voru vægast sagt hræðileg! Þetta lag var nú ekki gott fyrir en þarna skemmdist það algjörlega. Prófiði bara að hlusta á bæði útgáfurnar og heyrið 
muninn! -3 stig.
L: Lagið hefur fremur skemmtilegan stíl sem hrífur mig á allan hátt og er án efa á leið inn í tónlistarspilarann minn. Þó hefur rapp yfirleitt ekki komist mjög langt í keppninni - 8
P: 1 - Austurríki hefur í ár boðið okkur upp á frábært tækifæri til þess að fara á klósettið svo maður þurfi ekki að missa af neinu góðu lagi og fyrir það fær það eitt stig.

17. Moldavía: Pasha Parfeny -Lᾰutar
S: Framlag Moldavíu í ár er alls ekki svo slæmt. Bara nokkuð skemmtilegt og glaðlegt lag! Ég er að fíla fötin sem söngvarinn er í! -7 stig.
L: Einstaklega sérstakur stíll. Lagið gefur frá sér mjög jákvæð áhrif en ég sé ekki neitt sérstaklega skemmtilegt við lagið – 7
P: 6 - Þetta er mjög la-la lag, og annars er ekki neitt sem hægt er að segja um þag. Söngur er ágætur. Lagið er ágætt. Textinn er ágætur. Framburður er agalegur.

18 Írland: Jedward – Waterline
S: Írland sendir Jedward-tvíburana strax aftur í Eurovison. En í fyrra voru þeir með lagið lipstick sem ég var ekkert sérstaklega hrifin af. Þeir eru þó mjög hressir og gefa af sér mikla orku. Mér finnst persónulega þetta lag miklu, miklu betra heldur en í fyrra! Þetta er bara nokkuð skemmtilegt og ég fíla þá miklu betur heldur en í fyrra. Þetta er allavegana eitt af fáum lögum í þessari keppni sem mig langar til að hlusta strax á aftur. Upptakan er samt frekar mikið unnin og audo-tunuð. Ég vona að þeir geti sungið þetta 
life - 9 stig
L: Jedward hefur frá því í fyrra verið í miklu uppáhaldi hjá mér og mér fannst það æðislega fréttir þegar ég komst að því að þeir myndu snúa aftur. Þó ert oft mikil hætta að þegar sömu þáttakendur eru sendir tvö ár í röð en í  ár eru þeir ekki síður glæsilegir í fyrra – 9
P: 8 - Mér fannst þeir vera algjör snilld í fyrra og mun án efa kjósa þá í ár. Jedward bræður eru mjög skemmtilegir flytjendur og það er alltaf gaman að horfa á þá. "Waterline" er ekki eins sterkt og "Lipstick" var í fyrra, en þetta er algjört Eurovision lag og aðdáendur þeirra frá því í fyrra munu kjósa þá í ár.
Sviðstjóri á hugi.is