"Tylft ástæða fyrir því að við vinnum Eurovision!" Fann svolítið skemmtilega grein á menn.is eftir Hjálmar Örn Jóhannsson þar sem hann telur upp ástæðurnar fyrir því að við vinnum Eurovision:

Hjálmar Örn Jóhannsson hjá menn.is
Eftir að hafa farið vandlega fyrir málavexti, þá eru þetta ástæðurnar fyrir því að við vinnum Eurovision.

1. Hollendingar og Bretar munu hefna sín með því að kjósa okkur til sigurs þar sem það kostar miklu meira að halda keppnina en að borga Icesave.

2. Við fengum Leoncie til að flytja aftur heim. Evrópa skuldar okkur.

3. Við hótum að senda næst Leoncie með „Engan þríkant hér“ í keppnina.

4. Samkvæmt fjölmiðlum erum við eiginlega eina þjóðin sem heldur skemmtilega blaðamannafundi (eins og alltaf). Allir hinir líkjast bara einhverri líkvöku.

5. Gríðarlega margir Íslendingar eru fluttir til Póllands að vinna og því koma pottþétt tólf stig þaðan.

6. Við lofum því að leyfa öðrum þjóðum að vinna okkur í handbolta einu sinni. Og ef Frakkarnir fara eitthvað að tuða, þá þykjumst við ekki skilja þá.

7. Matti er tilbúinn að fara aðeins lengra enn koss á kinnina í flutningnum á laginu næst. Við gerum það sem til þarf.

8. Við erum eina þjóðin sem fer í stuttbuxur í 10 stiga hita, og það telur drjúgt þegar það kemur að stigagjöf.

9. Ef við vinnum þá lofum við því að setja ekki allan heiminn á hausinn aftur. Og ef við skyldum einhvern tímann eignast pening þá opnum við bara svona litla banka í útlöndum með gömlum konum sem gjaldkerum. Ekki einhverja svona netvitleysu eins og Icesave.

10.Við erum eina þjóðin sem borgar fyrir restina af rándýru tónlistarhúsi sem viðskiptamaður sem setti þjóðina á hausinn klúðraði . Og bjóðum honum svo á opnunina. Svona þjóð á bara skilið tólf stig. Alvörur rokkarar.

11. Ólafur Ragnar Grímsson mun koma með yfirlýsingu á BBC að hann fresti Kötlu-gosi um eitt ár ef við vinnum.

12. Við eigum sterkustu karlmennina, fallegasta kvenfólkið , besta vatnið , hreinasta loftið , fallegustu náttúruna og núna besta lagið. Ólafur Ragnar you said it: Europe you aint seen nothing yet!
Sviðstjóri á hugi.is