Eurovision 2011 - Seinni forkeppni + forgangslöndin | Skoðun stjórnenda Stjórnendur ákváðu að skrifa sameiginlega grein með sínum skoðunum á lögunum. P er skoðun pinkpajamas, S er skoðun stjarna4 og L er skoðun lindal.

Bosnía og hersegóvina:
L: Líkt og venjulega er lagið í rólegri stíl en seinna í laginu er aðeins bætti í tempo-ið með góðum takti. Ekki of hresst og sérstakt, sérstaklega sviðsframkoman: 6,5
P: Mér líkar vanalega ekki við lögin frá Bosníu og Hersegóvínu þó að þó fari oft langt. Ég er enginn sérstakur aðdáandi þessa lags en það er svo sem ekkert slæmt. Kemst pottþétt áfram! - 6
S: Já, ég er að fíla þetta lag! Mjög skemmtilegt :) 8,5
Austurríki:
L: Góð hjá rödd hjá söngkonunni en hún nær ekkert til mín fyrr en líður á lagið: 6,8
P: Ekki er þetta lag að gera neitt fyrir söngkonuna. Hún syngur víst vel en það er ekki verið að taka neina sénsa með þessu og mér finnst það eiginlega hálfklárað. 4.5
S: Söngkonan er með flotta rödd og syngur vel. Hinsvegar finnst mér lagið mjög leiðinlegt og gleymist fljótt. -4
Holland:
L: Hresst og flott lag en vafasamt hvernig því mun ganga í keppninni: 8
P: Hollendingar hafa ekki verið í topp 10 síðan ‘99 og ekki unnið síðan ’75 og ekki held ég að þetta muni breyta miklu. Ég verð nú samt að segja að mér finnst þetta lag vera mjög gott en það mun koma mér mikið á óvart ef það kemst áfram. 6
S: Þetta lag er ekki slæmt, en ég held það muni ekki virka í eurovision. Mér fannst þetta lag frekar leiðinlegt þegar ég heyrði það fyrst en það verður alltaf betra og betra eftir því sem maður hlustar meira á það. 6
Belgía:
L: Lagið er með góðum takti og beatboxið sem kemur fyrir í laginu er ekki til að skemma álit mitt á laginu: 8,5
P: Belgar hafa oft verið mjög “kreatívir” þegar að það kemur að Eurovision enda hafa þeir tvisvar búið til sitt tungumál á síðasta áratugi. Í ár er lag sungið án hljóðfæra og það kemur bara vel út. Ég efast samt um að það nái langt. 7
S: Í þessu lagi er einungis notast við raddir en ekkert hljóðfæri. Ég hef alltaf verið mjög hrifin af svoleiðis lögum ef vel tekst til. Mér finnst þetta mjög skemmtilegt hjá þeim. Það veltur samt algjörlega á því hvort þeim takist að láta þetta hljóma vel á sviðinu! -7,5
Slóvakía:
L: Ekki er oft ef ekki í fyrsta skiptið sem eineggja tvíburar taka þátt í keppninni. Mér persónulega líka vel við lagið en það hljómar eins og eitthvað lag sem hefur verið spilað nýlega á FM957: 8,3
P: Mér þótti eins og ég hafði heyrt þetta lag áður einhverstaðar um leið og ég spilaði það. Mér líkaði mjög vel við það við fyrstu hlustun en því meira sem ég hlusta á það því meira fæ ég leið á því. -7
S: Ég veit eiginlega ekki hvað mér á að finnast um þetta lag. Fyrst þegar ég heyrði það fannst mér það hundleiðinlegt, í annað skipti heyrði ég eitthvað gott í því og við þriðju hlustun varð það enn betra. Ég er samt ekki viss um að þetta komi vel út á sviðinu. 6,5
Úkraína:
L: Þetta er með einfaldari dómum sem ég hef skrifað en það er einfaldlega leiðinlegt og enganvegin spennandi: 3
P: Lagið er ekki sterkt og ekki er söngkonan það heldur. Hefði talið það pottþétt að hún myndi komast áfram en eftir úrslitin í fyrri undankeppninni gæti ég alveg trúað því að Úkranar kæmust ekki áfram í ár. 4.5
S: Þetta lag finnst mér frekar óspennandi og leiðinlegt…því miður. 3,5
Moldavía:
L: Mér hefur aldrei fundist rokk vera spennandi í Eurovision og er það ekki undanteknin núna: 4
P: Ekkert nýtt eða spennandi við þetta lag, samt eru þetta skemmtilegir flytjendur sem að kepptu líka fyrir Moldavíu árið 2005 og ég hef alveg trú á því að maður hafi gaman á því að horfa á þetta. Er samt svartsýnn um hversu langt þetta mun ná. .6.5
S: Alltaf gaman að fá rokk í keppnina. Það er stuð í þessu lagi og bara nokkuð skemmtilegt. Samt sem áður held ég að þeim muni ekki ganga neitt sérstaklega í keppninni. 7
Svíþjóð:
L: Eric Saade hefur verið mjög vinsæll meðal stúlkna, sérstaklega ungra svo hann er mjög sigurstranglegur. Þegar hann kom fram fyrir Svíþjóð í fyrra til að segja stigin sá maður ófá statusana um hann auk þess að þegar ég var að dæma þá heyrðist ,,Jesús hann er svo heitur". Sviðframkoman er framúrskarandi en hún er svipað framúrskarandi og sviðsframkoma grikkja er oft: 9,5
P: Það er ekki spurning um það að þetta lag komist upp úr undanúrslitunum, og það kemst pottþétt í topp 10. Þetta lag snýst meira um showið heldur en lagið og meira um lúkkið á söngvaranum heldur en hæfileika hans. Ég verð nú samt að segja að lagið er grípandi og festist um leið í hausnum á manni. 8
S: Þetta á án efa eftir að fara hátt! Söngvarinn Eric Saade á eftir að bræða margar stúlkur (og suma menn líka ;)) Sviðsframkoman er líka fullkomin að mínu mati! Mér finnst dansararnir æðislegir og ég mun hafa fulla athygli við skjáin þegar þetta verður sýnt. Lagið er samt sem áður ekki nógu stert þó það sé skemmtilegt, það er aðeins of einhæft og í raun ekkert nema sami frasin aftur og aftur. En hverjum er ekki sama þegar atriðið er svona flott? Sviðsframkoman bætir lagið allavegana algjörlega upp, og ég hald það skipti meira að segja ekki máli þó hann yrði pínu falskur á sviðinu. 8
Kýpur:
L: Voðalega dramatískt þrátt fyrir að ég skilji ekki orð en það er einstaklega leiðinlegt Þegar ég var að dæma það gafst ég upp og spólaði yfir restina: 3
P: Þetta lag er bara leiðinlegt, svo einfalt er það. -4
S: Mér finnst yfirbragðið á laginu flott en hinsvegar finnst mér lagið sjálft ekki nógu gott. Það gleymist strax….6
Búlgaría:
L: Finnst bara ekkert hægt að segja um lagið. Það er einhvern vegin ekkert við það en samt er það ekki skelfilega leiðinglegt: 4,5
P: Þetta kemst eflaust í úrslitin. Lagið er alveg ágætt, ekkert sérstakt við það en langt frá því að vera versta lagið í ár. 6
S: Æ…mér finnst þetta frekar litlaust og leiðinlegt. 4
Makedonía:
L: Makedonía hefur alltaf verið með frekar sérstök lög og flytja lögin sín næstum alltaf ef ekki alltaf á móðurmáli sínu auk þess að þeir eru oft með létt popprokk yfirbragð. Árið í ár er ekki undanskilið en það er hlutlaust: 5
P: Lagið er ágætt. Þetta er svona týpískt lag þar sem að flytjendurnir heilla meira en lagið og ef að þeim gengur vel á sviðinu þá munu þeim alveg ganga ágætlega. 6
S: Mjög flott video lagið er þó ekki eins gott. Þetta er samt nokkuð skemmtilegt og ef sviðsframkoman verður góð gæti þetta bara verið fínt hjá þeim. -7
Ísrael:
L: Dana International hefur nú snúið aftur eftir 14 ára pásu. Lagið er frekar litlaust miðað við síðasta lag hennar, Diva. Ég hef heyrt af mikilli vinnu við lagið en mér finnst vanta meiri frumleika í nafnið þar sem að það gefur helst í skyn að lagið sé grínlag: 7
P: Ég sá um leið hversu mikil vinna var á bak við þetta lag um leið og ég heyrði að það er kallað “Ding Dong”. Þetta er langt frá því að vera eins gott og Diva, en það þýðir samt ekki að það sé slæmt. 7
S: Gaman að sjá Dönu International en eins og flestir vita vann hún keppnina árið 1998 með Diva. Persónulega finnst mér nýja lagið hennar, Ding Dong alls ekki nógu sterkt. Sérstaklega miðað við sigurlag hennar 1998. Finnst líka frekar lélegt að það heiti „Ding dong“ þetta hljómar eins og eitthvað grínlag sem það er ekki. Lagið er samt ekki alslæmt en gæti verið svo mikið betra, það fer ekki neitt með mann, maður er alltaf að bíða að eitthvað gerist sem gerist svo ekki. 7
Slóvenía:
L: Líkt og ég hef áður sagt er rokk ekki beint fyrir þessa keppni nema að það sé eitthvað sérstakt við það eins og þegar Lordi kom sá og sigraði með þungarokkið sitt. Lagið er frekar leiðinglegt og Slóvenía hefur aldrei átt gott af sínu vali: 3
P: Ég skil nú ekki alveg afhverju allir eru að fíla þetta lag svona mikið. Mér finnst lítið varið í bæði lagið og söngkonuna. Það er ekki neitt við þetta lag sem grípur athygli mína og þetta er einmitt lagið sem að gefur mér séns að fara á klósettið á meðan að keppninni stendur. 2.5
S: Æ, þetta þykir mér frekar leiðinlegt. Það er ekki fyrr en 2 mínútur eru liðnar að mér fer að þykja eitthvað varið í þetta lag, þar finnst mér undirspilið mjög flott, en svo finnst mér hún eyðileggja það með trilljón slaufum í lokinn. Þetta er allavegana ekki minn tebolli. 5
Rúmenía:
L: Þetta er frekar eðlilegt Eurovisionlag. Það hefur þennan venjulega takt en til þess að það sé ekki gleymt þarf að vera eitthvað við það sem á ekki við í þessu tilfelli: 8
P: Þetta er nú alveg skemmtilegt lag. Ekkert sem að ég muna eftir í framtíðinni, en samt alveg ágætt lag. Held að þetta sé þriðja lagið í ár sem að fjallar um það að breyta heiminum og ekki er þetta nærri því eins gott og Danmörk eða Finnland. -7.8
S: Ég held að þetta sé svolítið vanmetið lag. Ég er allvegana hrædd um að það eigi eftir að gleymast. Mér finnst þetta mjög flott lag, bæði jákvætt og skemmtilegt. Það verður líka alltaf skemmtilegra eftir því sem maður oftar á það. Vona að sviðsframkoman verði skemmtileg því þá gæti þetta allveg orðið gott vinningslag að mínu mati. 9
Eistland:
L: Flott lag. Takturinn í viðlaginu gerir allt nema skemma og er svolítið grípandi. Þrátt fyrir að Eistland sé ekki farsælt í keppninu spái ég því góðu gengi: 8
P: Það er mjög góður taktur í viðlaginu og þetta er eitt af lögunum sem að festist í hausnum á mér um leið og ég heyrði það fyrst. Þetta kemur mjög vel út á sviði og það kemst pottþétt í topp 12. 8
S: Mér finnst byrjunin rosalega flott en síðan finnst mér það missa marks eftir því sem líður á lagið. Það er hinsvegar mjög grípandi og allveg skemmtilegt þó ég vilji nú ekki að það vinni. 7,5
Hvíta-Rússland:
L: Lagið er svolítið egó þegar sungið er “I love Belarus”. Textinn þykir umdeildur en við við getum víst ekki dæmt lagið. Góður taktur og gott lag en “I love Belarus” setningin skemmir textann en ef það væri önnur setning myndi þetta örugglega fá góða einkunn hjá mér: 7,5
P: Mér hefur alltaf þótt gaman að lögum sem að snúast um þjóðarstolt, bara út af því að það eru oftast mjög þjóðarlegir taktar í þeim (eins og í Hora din Moldova árið 2009). Þetta lag er víst talið sigurstranglegt og mér finnst það bara fínt. Það eina sem ég skil ekki er textinn, ég fatta að hún elski Hvíta-Rússland en það vantar allt vit í afganginn af textanum. 8
S: Textinn í þessu lagi er mjög umdeildur en söngkonan syngur „I love Belarus“. Ég held nú að við íslendingar getum ekki sagt mikið, með okkar mikla þjóðarstolt. Ég er ekki vissum að þetta falli samt í kramið hjá Evrópu. Þetta er ágætis popplag en ekkert meira en það. 6,5
Lettland:
L: Lagið hefur góðan takt og myndar góða stemmingu. Þegar það líður á lagið verður það pínu þreytt: 7
P: Viðlagið sjálft er alveg ágætt en það er ekkert varið í restina af laginu. -6
S: Mér finnst viðlagið mjög flott en allt hitt er hundleiðinlegt, og rappið dregur þetta lag enn meira niður. 5
Danmörk:
L: Flott lag. Mætti hafa textan aðeins lengri, þ.e. að viðlagið er ekki endurtekið svona oft: 8,5
P: Þetta er held ég eitt af uppáhalds lögunum mínum í ár. Margir spá því að það nái langt og ég myndi alveg trúa því. Þetta lag verður betra og betra því meira sem ég hlusta á það. 9
S: Skemmtilegt og flott lag. Á örugglega eftir að lenda ofarlega. Eini gallinn við það er að það gæti orðið fljótt leiðigjant. Eða er það kannski bara hjá mér? :) 7,5
Írland:
L: Flottur taktur, lagið er svolítið “Ke$ha style” (best er að geta þess að Ke$ha er ein af uppáhald tónlistarmönnunum mínum). Oft er lukka teng við tvíbura auk þess að Google völvan spáir laginu sigri og hef ég alveg trú á því: 9,5
P: Eitt af uppáhalds lögunum mínum í ár. Hinir írsku Jedward finnst mér vera frábærir og virðast verða betri og betri því oftar sem ég sé þá. Þeir virðast vera að nota sviðið vel og taka heljarstökk fram og til baka þarna í Dusseldorf. Eina er að bakraddasöngvararnir eru ekki að gera neitt fyrir lagið og mér finnst að þeir hefðu bara átt að syngja þetta sjálfir. 9
S: Haha, æ ég veit ekki hvað ég á að segja um þetta framlag! Þetta er skemmtilegt popplag…en það býr nú ekki mikið að baki! Og þessir tvíburar! Ég hélt samt að þetta gæti farið mjög langt, því þetta er kröftugt popplag en síðan horfði ég á þá live…þeir þurfa mikið að bæta sig greyin, því ef þetta er ekki vel flutt þá kemst þetta lag ekkert. Og ekki voru nú bakraddasöngvararnir að hjálpa til…mér fannst nú eigilega ein bakraddasöngkonan gera þetta mikið verra, hún var nú bara ramfölsk. Vona það verði bætt úr þessu því annars komast þeir ekki neitt. 7
*****
Frakkland:
L: Ópera hefur aldrei verið vel metin innan míns tónlistarsmekks þrátt fyrir að textinn sé fínn: 5
S: –Frakkar senda ungan tenor í ár. Mjög gaman að því, mér finnst þetta lag rosalega flott og vona svo innilega að hann syngi vel á sviðinu! Það væri mjög gaman ef frakkar myndu vinna ár, kannski er komin tími á klassík í Eurovision :) 9,5
Ítalía:
L: Flott að Ítalir komi aftur í Eurovision eftir u.þ.b. 15 ára hlé. Mér finnst þetta vera pínu “Pink Panhter style” í byrjun og á vissum köflum í laginu. Mér finnst þetta vera frekar óheðbundið lag: 5,5
S: –Mér fannst mjög gaman að heyra að ítalir ætluðu að verða aftur með í Eurovision! Var líka mjög spennt að heyra þeirra framlag. Mér finnst það bara mjög fínt, óhefðbundið (fyrir eurovision) og skemmtilegt. Hinsvegar fæ ég samt alltaf smá í magan þegar hann fer upp á háu tónana…ég vona líka að hann sé nógu sterkur söngvari til að syngja þetta live. En það verður bara að koma í ljós :) 8
Stóra-Bretland:
L: Mér finnst þetta rosalega flott lag og er búið að vera inn á iTunes-inu mínu í nokkurn tíma. Hef ekki verið áberandi aðdáandi blue. Lög þeirra hafa ekki verið mjög áberandi en ég man eftir þegar eitt af lögum þeirra var í Singstar sem mér líkaði vel. Það heldur vel í áhorfandann og er í takt við tónlistina í dag: 10
P: Ég hef aldrei verið neinn sérstakur Blue aðdáandi en ég er alveg að fíla þetta lag og tel að það geti komið mjög vel út á sviðinu. Þetta getur nú ekki kallast frumlegt en það er óumdeilanlegt að þetta sé það besta sem að Bretar hafa sent frá sér í mörg ár. 9
S: Ég var aldrei neinn sérstakur Blue aðdáandi eins og margar vinkonur mínar. Þetta lag heillar mig þá ekkert sérstaklega. Þetta er samt fínt hjá þeim og gaman að sjá breta senda eitthvað vandað í keppnina. Lagið venst líka ágætlega. 7,0
Þýskaland:
L: Mér líkaði ekki lagið í fyrra. Mér persónulega fannst Frakkland vera hinn eini sanni sigurvegari. Hún er fyrsti keppandinn í sögu Eurovision sem reynir að verja titilinn sinn á heimavelli. Mér persónulega myndi alveg finnast í lagi að kerfið myndi vera þannig að sigurvegarinn myndi verja titilinn á heimavelli þar sem að það er nægur kostnaður við keppnina fyrir en hvað þá að þurfa líka að halda forkeppni. Mér finnst þetta flott lag. Það er frekar drungaleg sem er ekkert að skemma fyrir: 9
P: Fyrstu skiptin sem ég hlustaði á þetta fannst mér það ekkert sérstakt. Mér fannst Satellite í fyrra vera frábært og fattaði ekki alveg hugsunina á bak við þetta lag. Ég hef heyrt þetta meira og meira núna og finnst það bara verða betra og betra því meira sem ég hlusta á það. Ég hef séð æfingarnar hennar Lenu á sviðinu sem hafa allar gengið vel þó að ég sé ekki alveg að fíla þessa dansara hennar. Ég held að henni muni ganga vel í Dusseldorf! 9
S: Ég var ekki hrifin af laginu í fyrra og fannst Lena pínu pirrandi . Þessvegna bjóst ég ekki við miklu þetta árið en þegar ég heyrði lagið hennar og sá videoið varð ég mjög hissa! Vá, ég sat algjörlega heilluð við skjáinn. Þetta lag er öðruvísi heldur en flest lögin í keppninni, það er meira „inn á við“ og núna heyri hversu flotta rödd Lena hefur. Þetta video er líka með því flottara sem ég hef séð. Klárlega svalasta lag sem hefur komið í Eurovision ever. Ég vona svo innilega að þetta verði flott á sviðinu því ef svo er vona ég innilega að hún vinni aftur! Mér finnst mjög leiðinlegt hvað hún hefur fengið neikvæða gagnýni á sig fyrir að keppa aftur, það er ekki það sem við eigum að fara eftir þegar við dæmum í Eurovision allveg eins og við eigum ekki að láta það hafa áhrif á okkur hvaðan lagið er. Áfram Lena segi ég! 10
Spánn:
L: Mér finnst myndbandið vera of svipað laginu sem keppti í fyrra en lagið er aðeins hressara en annars á svipuðu róli: 7
S: –Mér finnst þetta ekkert sérstakt. Skemmtilegt yfirbragð en lagið er bara alls ekki nógu sterkt. 7
Sviðstjóri á hugi.is