Eurovision 2011 - Fyrri forkeppni | Skoðun stjórnenda Stjórnendur ákváðu að skrifa sameiginlega grein með sínum skoðunum á lögunum. P er skoðun pinkpajamas, S er skoðun stjarna4 og L er skoðun lindal.

Pólland:
P: Margir eru víst mjög hrifnir af þessu lagi en mér finnst það ekki vera neitt útistandandi. Söngkonan er ekkert sérstök heldur og það eru engar háar nótur í öllu laginu. 5
S: Frekar óspennandi, gleymist fljótt. -6
Noregur:
P: Ekki með uppáhalds lögunum mínum í ár en það er alveg fast í hausnum á mér. 7
S: Skemmtilegt og hresst lag. Kemur örugglega mjög vel út á sviði: 8
Albanía:
S: Af einhverjum ástæðum er ég að fíla þetta lag, mér finnst það mjög flott en hinsvegar er það ólíklegt til að vinna. Fer líka mjög eftir því hvernig þetta verður á sviðinu og í þessu lagi er mjög mikilvægt að söngkonan sé sterk. -8
Armenía:
P: Armeníu hefur alltaf gengið vel í Eurovision enda senda þeir oftast frá sér mjög skemmtileg lög, en hið sama getur ekki verið sagt um lagið þeirra í ár. Ekkert sérstök söngkona syngur ekkert sérstakt lag. 6
S: Mér bæði lagið og söngkonan vera mjög undir áhrifum frá þýska sigurlaginu. Hún var meira að segja í svörtum kjól svipuðum eins og Lena var í. Þetta lag er samt ágætt en það er aðeins of einhæft fyrir minn smekk. 7
Tyrkland:
S: Alltaf gaman aðf á rokk inn í Eurovision, þetta lag er ekki nærri því eins sterkt og það gæti verið en mér finnst það samt sem áður bara fínt. Ágætis lag –en er samt ekki að fara að vinna. 7,5
Serbía:
S:Litríkt og skemmtilegt myndband, söngkonan er líka mjög sæt og syngur vel, hinsvegar er lagið hundleiðinlegt og skilur ekkert eftir sig. 4,5
Rússland:
P: Þó að viðlagi sé ekki svo slæmt er lagið ekki svo slæmt. Textinn er hlægilega einfaldur og ekkert sérstakt við söngvarann. 3.5
S: Þetta er mjög skemmtilegt og grípandi lag. Aðalsöngvarinn er líka sjúklega flottur og ég er líka að fíla dansarana ;) Ég hlakka mjög til að sjá þetta á sviði í forkeppninni sjálfri, mér finnst þetta lag mjög líklegt til að vinna! Sérstaklega miðað við það að einhver rússneksur hjartaknúsari vann keppnina árið 2008 með lagi sem enginn man eftir. Hérna er sætur strákur með flott lag og æðislega dansara í kringum sig! Ég get svo svarið það ég get horft á þetta endalaust…söngvarinn mætti samt sleppa þessum háa tóni í lokinn: 9,5
Sviss:
S: Krúttlegt lag, bara mjög sætt og fínt hjá þeim -8
Georgía:
S:Viðlagið er grípandi og það er eitthvað gott í þessu lagi, hinsvegar fannst mér rappið í því hundleiðinlegt og á heildina litið ekkert sérstakt: 5
Finnland:
P: Þetta er frábært lag! Ég fíla allt við það, textann, taktinn, söngvarann. Enginn flókin dansatriði eða sprengjur á sviðinu og þetta er eitt af bestu lögunum í ár. 9.5
S: Þetta lag finnst mér yndislegt! Góð stemmning í laginu en einnig finnst mér textinn frábær og videoið æðislegt. Ég er næstum því búin að ákveða að kjósa þetta! Ég vona svo innilega að strákurinn muni standa sig vel á sviðinu. -9,5
Malta:
S: Þetta lag er ekki nærri því eins gott það gæti verið. Að mínu mati vantar eitthvað í lagið, meira stuð og svona. Ég er viss um að þetta lag hefði verið gott ef Páll Óskar hefði fiktað eitthvað í því ;) 6
San Marino:
S: Þetta er í fyrsta skipti sem San Marino keppir með og spennandi fannst mér að heyra þeirra lag. Því miður er ég samt ekki hrifin af því, mér finnst þetta lag bara ekki neitt –hvorki fugl né fiskur. Það er ekkert sérstaklega lélegt en ekkert gott heldur. Þetta lag gleymist ótrúlega fljótt: 5.
Króatía:
S: Þetta lag hefði getað orðið svo gott en það vantar allan kraft í það. Ef þetta átti að vera stuðlag mistókst það. Stúlkan er heldur alls ekki sannfærandi í söng sínum. 5,5
Ísland:
S: Ég veit að strákarnir eiga eftir að standa sig vel á sviðinu, þetta er fallegt lag og við getum verið stolt af okkar framlagi. -8,5
Ungverjaland:
P: Þetta er með uppáhalds lögunum mínum í ár. Það er mjög grípandi og skemmtilegt og söngkonan sem að syngur það er bæði sjálfsörugg og virðist vita um hvað lagið er. 8.5
S: Hérna nær stuðið í gegn og söngkonan er sannfærandi í sínum söng! Mjög flott og skemmtilegt lag. Hlakka til að sjá það á sviðinu :) -8,5
Portúgal:
L: Þetta er eina grínlagið í ár. Pælingin á bak við það er góð og er það ekki líktlegt til vinsælda: 4
S: Portúgal eru með mjög áhugavert atriði í ár! Skemmtilegt að sjá svona „venjulegt“ fólk í keppninni og minna þau mig mjög á áhugaleikfélag að setja einhvern söngleik upp. Þau syngja líka mjög venjulega. Þetta hefði verið sniðugt ef lagið hefði verið gott…sem það er því miður ekki. -4
Litháen:
L: Lagið er svolítið disney-style sem grípur mig en síðan er þetta líka eitthvað að breyta um stíl. Gott lag, góð söngkona en textinn finnst mér ekki góður: 4
S: Mér finnst ég hafa heyrt þetta lag milljón sinnum áður og nennti ekki að hlusta á það aftur eftir fyrstu hlustun. 4
Azerbaijan:
L: Gott lag en mikið af effect-um. Grípandi. Myndbandið er frekar út í hött, það er bæði eintómt og söngur og tjáning er langt frá því að vera á sama tíma. Frekar vafasamt lag: 7
P: Lagið er bæði gott og grípandi en ég sá eina af æfingum þeirra og þá syngja þau bæði mikið verr en í myndbandinu. Það vantar líka alla tenginguna á milli þeirra. -7
S: Svona ekta fm957-lag. Mér finnst þetta samt bara fínt lag, grípandi viðlag og svona. Samt sem áður mikilvægt að þetta komi vel út á sviðinu hjá þeim, lagið dugir ekki bara eitt og sér. -7,5
Grikkland:
L: Grikkir halda áfram sínum stíl með að vera ekki með of róleg en ekkert rokk ásamt sínum ómissandi sykursætu karlmönnum. Það hefur einskonar grískan stíl sem hrífur mig. Í miðju lagi er rappari sem rappar. Það getur bæði komið vel út en það fylgir samt nútímanum: 9
S: Ég er oft rosalega hrifin af framlagi grikka í Eurovision svo ég var mjög spennt að heyra framlag þeirra í ár. Ég varð þó fyrir gífurlegum vonbriðum. Fyrstu sekúntunar lofuðu góðu en þá byrjaði rapp-kafli sem mér finnst mjög leiðinlegt. Hinsvegar kom flottur kafli eftir rappið. Síðan þurfti rappið að koma aftur í miðju lagi og þar af leiðandi algjörlega skemma þetta lag fyrir mér. Ég er að fíla sönginn en finnst rappið engan vegin passa og draga lagið niður. 5,5
Sviðstjóri á hugi.is