Eurovision staðreyndir Sögulegar staðreyndir:
- Keppnin hófst árið 1955 með því að EBU (European Broadcasting Union) fékk þá hugmynd að halda alþjóðlega söngvakeppni en fyrst keppnin var haldin árið 1956 og hefur verin haldin hvert ár eftir það.
- Fyrst hét keppnin “Le Grand-Prix Eurovision de la Chanson Européenne”.
- Fyrsta lagið sem var flutt í keppnini heitir “De vogels van Holland” og er eftir Jetty Pearl.
- Í Hollenski úrslitunum árið 1956, 1957 og 1958 fengu sjónvarpsáhorfendur að velja uppáhaldslagið sitt, en sú atkvæðagreiðsla varð ekki gerð með símtali eða sms-i heldur tölvupósti.

Almennar staðreyndir:
- Á hverju ári er áætlað að það séu 125 milljónir áhorfenda. Til samanburðar þá er þetta rúmlega 25% of öllum íbúum í Evrópu og u.þ.b. 400 sinnum íbúafjöldi Íslands.
- Noel Kelehan hefur átt fimm vinningslög í keppninni (árið 1980, 1987, 1992, 1993 og 1996).
- Hollenski höfundurinn Dolf van der Linde hefur tekið þátt fyrir sjö mismunandi löng (Fyrir Belgíu, Þýskaland, Írland, Lúxemborg, Holland, Svíþjóð og Sviss).
- Johnny Logan hefur unnið keppnina þrisvar sinnum. Árið 1980 og 1987 var hann valinn fulltrúi Írlands og vann í bæði skiptin. Árið 1992 skrifaði hann vinningslag fyrir Lindu Martin.
- Pólland átti glæsilegustu frumraun í keppninni árið 1994 þegar Edyta Gorniak komst í annað sæti með lagið “To Nie Ja”. Þetta met er því miður brostið en þegar Serbíu & Svartfjallalandi sem höfðu aðeins tekið þátt tvisvar áður var skipt upp en árið 2007 vann Serbía Eurovision með laginu “Molitva”.
- Noregur hefur verið neðst á stigatöflunni tíu sinnum. Þessi óheppilegu ár eru 1963, 1969, 1974, 1976, 1978, 1981, 1990, 1997, 2001 og 2004. Hins vegar hefur Noregur unnið keppnina þrívegis (árið 1985, 1995 og 2009).
- Írland hefur unnið keppnina sjö sinnum, Lúxemborg, Frakkland og Stóra-Bretland hafa öll unnið keppnina fimm sinnum og Svíþjóð og Holland hafa unnið keppnina fjórum sinnum.
- Árið 2001 var stærsti hópur áhorfenda sem mætti á keppnina en næstum því 38,000 manns mættu í Parken höllina í Kaupmannahöfn.
- Árið 2008 tóku flestar þjóðir þátt en þá kepptu 43 þjóðir.
- Árið 2011 ákveður Lena, sigurvegari ársins 2010 að verja titilinn sinn á heimavelli en það er eitthvað sem aðeins tveir aðrir hafa gert.
- Þýski textahöfundurinn og tónskáldið Ralph Siegel tók þátt átján sinnum, oft með Brend Meinuger.
- Flest vinningslög sem hafa verið flutt á ensku. Lög á ensku hafa unnið tuttugu og tvö sinnum, lög á frönsku hafa unnið fjórtán sinnum. Lög á hollensku og hebresku hafa unnið þrisvar sinnum.
- Sex mismunandi kerfi hafa verið notuð til þess að velja sigurvegara í keppninni.
- Hljómsveitin ABBA hefur átt farsælasta sigur í keppninni. Þessi sænska popphljómsveit vann keppnina árið 1974 og er ennþá þekkt í ár.
- Lagið sem hefur verið oftast endurútgefið af þeim sem hafa unnið keppina er “Domenico Mudugno's Nel Blu Di Pinto Di Blu” sem er líka þekkt sem Valare. Það hefur m.a. verið gefið út af stjörnum á borð við Dean Martin, Cliff Richard, David Bowie ásamt mörgum til viðbótar.
- Marokkó hefur tekið einusinni þátt í keppninni en það var árið 1980. Því miður gekk þeim ekki vel og þeir hættu.
Sviðstjóri á hugi.is