Góðan daginn.

Þetta er kannski ekki mikið efni í grein, en ég er með hálfgerða fyrirspurn.

Ég tók nýlega við stjórn tónlistarklúbbsins í fjölbrautaskólanum mínum, og eitt af verkefnum okkar er að halda forkeppni innan skólans fyrir söngvakeppnina.

Nú hef ég ekki hugmynd um hvort að upplýsingar eru til um þetta á netinu, en þær sem ég fann eru af skornum skammti.

Það sem ég þarf að vita er hvenær þessi keppni er haldin (í hvaða mánuði nægir þessvegna), hvar hún verður haldin næst og hvort það séu einhverjar reglur í keppninni.

Fyrirfram risastórt takk,
Marinó Raven / Tónlistarklúbbur FVA