Ég hef undanfarin ár skrifað langar og leiðinlegar greinar sem spá minni og eigin skoðunum á lögunum. Ég ákvað á spá líka í þetta í ár en ekki eins ítarlega og ég hef gert undan farið því þetta voru alltof langar greinar held ég.
Núna ætla ég meira að bera mína spá saman við spá „spekingana“ hans Páls Óskars og svo verður gaman að sjá hvort ég eða þeir spáumréttara.

Ég byrja þá bara núna á fyrri forkeppninni sem er núna á þriðjudaginn.

Þau lönd sem ég spái áfram:
Belgía
Grikkland
Ísland
Lettland
Makedónía
Moldóvía
Portúgal
Rússland
Serbía
Slóvakía

Þetta er samt bara spá og það eru alveg lög sem ég spái áfram en finnst samt hundleiðinleg, þetta eru lönd eins og Grikkland, Lettland, Makedónía og Serbía.

Svo eru náttúrulega lög líka sem ég fíla en hugsa að komist ekki áfram. Það eru lönd eins og Slóvakía og Malta. Finnland reyndar gæti alveg komist áfram en ég þori samt ekki að spá því að það gerist en mér finnst þeir svona líklegastir af þeim sem ég spái ekki áfram.

„Spekingarnir“ spáðu hins vegar þessum löndum áfram:
Belgía
Eistland
Finnland
Grikkland
Hvíta-Rússland
Ísland
Lettland
Moldóvía
Portúgal
Slóvakía

3 sæti hérna sem að við erum ekki sammála um. Ég spái Rússlandi, Serbíu, Makedóníu en „spekingarnir“ Eistlandi, Finnlandi og Hvíta-Rússlandi.

Skrítnustu spár þessara „spekinga“ hljóta að vera að Rússar komist ekki áfram en Hvít Rússar komist áfram. Þurfum nú ekki að hugsa mjög skýrt til að sjá að það er ekki að fara að gerast. Skil líka ekki hvað þau sáu við Eistland en Finnland aftur á móti skil ég alveg og spáði þeim upphaflega áfram en skipti þeim út fyrir Slóvakíu á loka stundu þannig ég verð ekkert endilega mjög hissa ef að Finnar komast áfram .
What if this ain't the end?