Eurovision 2010 dómar við fyrstu hlustun Ég ætla halda í venjur og skrifa hérna eitt stykki grein þar sem ég dæmi öll lögin sem munu keppa í Söngvakeppni Evrópskra Sjónvarpsstöðva. Ég hef gert þetta núna í nokkur ár og sé enga ástæðu til þess að hætta því núna. Ég mun gefa öllum lögunum einkunn á bilinu 0 uppí 5. Sum lög munu örugglega fá 0 og sum örugglega 5. Í ljósi fyrri ára vil ég einnig taka það fram að þetta eru dómar við fyrstu hlustun og því eru þeir alls ekki alltaf sannspáir. T.d. í fyrra fór ég ekkert mjög fögrum orðum um Alexander Rybak og hans lag. Með tímanum varð ég hins vegar mjög hrifinn að laginu (þó að álit mitt á söngvaranum er enn það sama). En jæja af stað. Það er klárt að ekki verða allir sammála mér en til þess er leikurinn gerður. Ég byrja umræðuna og svo takið þið þátt. Hægt er að hlusta á öll lögin á http://www.youtube.com/user/eurovision .

Fyrri undanúrslit

Moldavía
Run Away - Sunstroke Project & Olia Tira
Til að byrja með MEGA props fyrir að hafa saxófón í laginu. Lagið er langt frá því að vera leiðinlegt og nær alla vega athygli manns. Ég er ekki viss hvort lagið nái að halda athyglinni þegar að hlustanir verða fleiri en við fyrstu hlustun er þetta bara hresst popplag en ekki of mikið Eurotrash. Þetta er örugglega ekki að fara að standa upp úr en engu að síður gott lag.
3/5

Rússland
Lost and Forgotten - Peter Nalitch & Friends
Ái….Þetta lag var ósköp litlaust, býsna hallærislegt og söngvarinn alveg hörmung. Ekki gott.
1/5

Eistland
Siren – Malcolm Lincoln
Ekki mjög týpískt Eurovisionlag og eiginlega bara mjög undarlegt. Það greip mig alls ekki og held ég að ég verði að sjá það á sviði til að dæma það almennilega.
2/5

Slóvakía
Horehronie - Kristina Pelakova
Slóvenar halda í hefðir og syngja á sínu tungumáli og fá props fyrir það. Lagið er mjög flott og hin gullfallega Kristina skilar því mjög vel frá sér. Hins vegar sé ég ekki að þetta lag eigi eftir að skara fram úr en samt bara gott lag.
3/5

Finnland
Työlki Ellää - Kuunkuiskaajat
Þetta lag fellur í þá gildru sem mörg lög gera. Þegar lönd senda þjóðleg lög eru þau oftast býsna flott en mjög oft leiðinleg og ógrípandi ef það er ekkert gert til að kippa þeim upp. Hér hefur ekkert auka verið gert því er þetta bara eitt enn þjóðlegt harmonikkulag.
2/5

Lettland
What for? – Aisha
Flottur söngur og viðlagið alveg ágætt. Restin Zzzzzzzzz
2/5

Serbía
Ovo Je Balkan - Milan Stanković
Fyrir utan flottan brasshljóm var þetta bara hundleiðinleg. Ég myndi segja meira um þetta lag en það er bara ekkert meira að segja.
2/5

Bosnía & Herzegovína
Thunder and Lightning - Vukašin Brajić
Flott lag og flottur hljóðfæraleikur. Lagið hefur flottan takt og skemmtilegan poppfíling en ég hefði persónulega viljað sjá kröftugri söngvara sem hefði hugsanlega geta gert meira úr viðlaginu. Annars býsna gott.
3/5

Pólland
Legenda - Marcin Mroziński
Mér leið eins og þetta væri söngleikjalag sem væri alltaf að skipta um stíl. Stundum var það poppað, stundum var þjóðlegt og stundum rólegt og tilfinningaþrungið. Væri ég að sjá þetta á leiksviði gæti þetta verið mjög flott en í Eurovision held ég að þetta sé bara ruglandi.
2/5

Belgía
Me and My Guitar – Tom Dice
Sem trúbadúr þá heillar þetta lag mig algjörleg uppúr skónum. Titillinn, textinn, laglínan og svo þrusugóður söngvari gefur klárlega fullt hús. Það kæmi mér ekki á óvart að öðrum fyndist þetta kannski litlaust en ég hlusta á svona tónlist svo að þetta skorar hátt hjá mér.
5/5

Malta
My Dream – Thea Garrett
Lagið hæfir alla vega titlinum mjög vel. Ég elska róleg lög svo að þetta grípur mig alveg og er þetta svona lag sem ég myndi hlusta á rétt fyrir svefninn. Mjög vel flutt af söngkonunni og skemmtileg sviðsframkoma undir lokin en eins og með flest róleg lög þá mun þessu lagi líklega ekki ganga illa en heldur ekki ná mjög ofarlega.
4/5

Albanía
It‘s All About You – Juliana Pasha
Það kom að því. Þetta lag hef ég heyrt margoft áður og það grípur mig ekki. Ekki alveg sami taktur en þetta minnir rosalega á þýska lagið frá 2003. Alla vega var greip þetta mig ekki.
2/5

Grikkland
OPA - Giorgos Alkaios & Friends
Spes sviðsframkoma og sungið af tvífara Bono. Lagið er í rauninni bara nokkuð gott en svona heldur manni kannski ekki alveg út allt lagið nema þá kannski sviðsframkoman. Þannig að þetta er bara ágætislag en ekkert rosalega eftirminnilegt.
2,5/5

Portúgal
Há Dias Assim - Filipa Azevedo
Jæja þá er komið að hinu árlega stressi sem fylgir þessari keppni…..Portúgalar *ýtir á play“ Yes, Yes! YES!!! Loksins!!! Portúgalar hafa alla tíð frá því að ég byrjaði að fylgjast með keppninni verið útá þekju og send viðbjóð á eftir viðbjóði. Í fyrra sendu þeir vel sunginn viðbjóð svo þetta var allt að koma og svo núna senda þeir svona bombu. Lagið er alveg rosalega flott og minnir dáldið tilfinningaþrungnu Disney-lögin eins og Reflection úr Mulan. Söngkonan er alveg með‘etta og flytur það rosalega vel. Hún var kannski á köflum að gera aðeins of mikið en það er alveg fyrirgefanlegt. Portúgalar velkomnir í keppnina!
4/5

Former Yugoslavian Republic of Macedonia
Jas Ja Imam Silata - Gjoko Taneski
Lagið byrjaði voðalega leiðilega en svo fór nú að lifna yfir og alltaf gaman að sjá rapp í Eurovision. Í heildina litið er ég bara nokkuð hrifinn af þessu lagi en ég hefði engu að síður skipt aðalsöngvaranum út.
3,5/5

Hvíta-Rússland
Butterflies – 3+2
Myndbandið var alveg hræðilega væmið en það annað mál. Lagið var rosalega fallegt og rosalega skemmilegur leikur fimm radda. Spurning hvort að þetta sé of væmið fyrir sumar en fyrir mig er þetta bara virkilega virkilega flott.
4/5

Ísland :D
Je Ne Se Quoi – Hera Björk
Jæja þá erum það við. Ég er kannski ekki alveg maðurinn í það að dæma þetta lag fyrst að ég var harður stuðningsmaður Hvanndalsbræðra í undankeppninni en jújú maður getur reynt að vera hlutlaus. Alla vega þá dæmdi ég undankeppnina hjá okkur þannig að ekkert af lögunum myndi ná neinum árangri úti og ég stend enn við það. Til að byrja með er lagið augljóslega nauðalíkt This is My Life sem er bæði jákvætt og neikvætt. Lagið er alveg gott og vel dansvænt en þetta er bara svo mikið eurotrash að það bara heillar mig ekki. Það er þó einn ljós punktur í laginu sem engu að síður gleður mig ekkert of mikið og það er söngkonan. Loksins sendum við Heru Björk sem er án nokkurs vafa ein besta söngkona landsins en á sama tíma finnst mér neðar hennar virðingu að syngja einhverja technotuggu. Þannig að í heildina litið er þetta gott lag með helling af göllum.
3/5

Síðari undanúrslit

Litháen
East European Funk – InCulto
Alveg einstaklega athyglisverður titill. Alveg einstakleg athyglisvert lag. Ég hef kannski enga almennilega skoðun á því hversu gott lagið er en ég hafði rosalega gaman af því og það hélt mér allt lagið. Þetta er bara góð skemmtun.
3/5

Armenia
Apricot Stone – Eva Rivas
Aftur pínu spes titill en rosalega flott lag engu að síður. Lagið byrjar rólega og eykur síðan taktinn og kraftinn hægt og rólega. Söngkonan er með geðveikt flott rödd og syngur rosalega mjúkt sem gefur laginu mjög flottan keim. Ég vona innilega að þau eyðileggi lagið ekki á sviði því að danstakturinn sem færist undir lokin á laginu býður alveg uppá ofnotkun en við sjáum til. Klárlega með flottari lögum sem ég hef heyrt hingað til.
4/5

Ísrael
Milim ¬– Harel Skaat
Í heildina litið er þetta mjög flott lag. Ég elska þegar lög byrja rólega og stigmagnast eins og Armenía gerði hér á undan og Ísrael notar þetta líka nema þeir taka sér alveg sinn tíma í það og byrja kannski full rólega. Söngvarinn er rosalega flottur þegar krafturinn gýs upp síðustu mínútuna og er óhætt að segja að hann heldur laginu uppi. Þetta er samt örugglega ekki að fara að gera neitt en ég get vel hlustað á það án þess að leiðast.
3/5

Danmörk
In A Moment Like This - Chanée & N'evergreen
Danir eru uppáhaldsþjóðin mín í Eurovision því að síðan að ég byrjaði að fylgjast með hafa þeir alltaf verið með góð lög. Framlag þeirra í ár er engin undantekning en lagið er ósköp fallegt með þrusu viðlagbombu. Söngparið stendur sig rosalega vel og það eina sem ég hef út á lagið að setja er að einstaka kaflar hljómar býsna kunnulega. En annars en eitt gott lag frá Danmörku.
3,5/5

Sviss
Il Pleut de L'Or - Michael von der Heide
Æji þetta var bara hundleiðilegt. Það er eiginlega ekkert mikið meira að segja. Ég nennti ekki hlusta á restina eftir að mínúta var liðin af laginu er gerði það nú ef eitthvað myndi gerast en nei nei þetta var bara sama sorpið í gegn. Með breyttri tóntegund og öðrum söngvara væri þetta kannski ásættanlegt en þetta er bara rugl.
0/5

Svíþjóð
This Is My Life – Anna Bergendahl
Fyrstu tvær mínúturnar hjá mér fóru einungis í það að reyna að ákveða hvort í víbrandi rödd söngkonunnar væri flott eða ******* pirrandi. Síðasta mínútan fór svo í að berjast við að hlusta á hana svo þið sjáið hvort ég valdi. Lagið er ekki það slæmt en það skildi ekkert eftir sig.
2/5

Azerbaijan
Drip Drop ¬– Safura
Lagið er alveg rosalega flott og söngkonan fær alveg njóta sín með sína dúndurrödd. Viðlagið grípur mann alveg rosalega eða þá kannski frekar flutningurinn á viðlaginu því það sem stendur uppúr í öllu laginu er þessi þvílíka rödd. Lagið er svonar tvistur en hún Safura kippir því uppí þristinn
3/5

Úkraína
Sweet People – Alyosha
Annað lagið í röð sem hefur svona magnaða söngkonu. Þetta lag verður eiginlega að fá sama dóm og lagið á undan því að lagið er alveg flott en samt ekki masterpiece en flutningurinn bara kippir því uppá hærra stig.
3,5/5

Holland
Ik Ben Verliefd (Sha-la-lie) – Sieneke
Það verður erfitt fyrir hana Sieneke að þurfa að fylgja tveimur hörkusöngkonum en það sem bjargar henni er það hversu gjörólíkt þetta lag er hinum. Þetta er svona ekta feel good lag og skilar sínu alveg. Lagið nær einhvern veginn að dáleiða mann og maður er bara kominn með bros á vör og farinn að dilla sér í sætinu. Einnig með fleiri hlustunum held ég þetta sé svona ekta viðlag til að fá á heilann nema kannski fyrir utan það að það er ekki sungið ensku. En í heildina litið bara skemmtilegt lag.
3/5

Rúmenía
Playing With Fire – Paula Seling & Ovi
Ok, margt við þetta lag. Númer eitt skemmtilegt hljóðfæri og þó að það kannski sé engin svakaleg sviðs“framkoma“ þá er gaman að fylgjast með þeim. Númer tvö lagið var eiginlega ekkert spennandi nema í viðlaginu sem var rosalega flott og maður datt alveg inní. Oooog númer þrjú í viðlaginu enduðu þau á búti sem er bara tekinn beint úr Pokeface og svo fær söngkonan þarna smá falsettu part til að láta ljós sitt skína (sem undir lokin skar bara í eyrun) og mér fannst ég líka hafa heyrt þann part áður. Þannig að það var margt þarna sem ég var rosalega hrifinn af og svo margt sem var að gera mig brjálaðan.
2,5/5

Slóvenía
Narodnozabavni Rock - Ansambel Žlindra & Kalamari
Þetta lag mun krefjast frekari hlustunar til að mynda almennilega skoðun því í fyrstu fannst mér bara leiðinlegt hvernig þau flökkuðu á milli tónlistastíla á 15 sekúndna fresti en svo eftir tvær mínútur var ég alveg dottinn inní lagið.
2,5/5

Írland
It‘s For You – Niamh Kavanagh
Rólegu lögin eru að koma sterk inn í ár og Írar hafa alltaf verið meistarar í rólegum lögum. Þessi dómur mun ekki koma þeim á óvart sem þekkja mig en þett lag var eins og samið fyrir mína hlustun. Svona flott rödd að syngja rólegt lag grípur mig gjörsamlega og það var geðveikt að fá heyra írska blæminn á köflum. Þetta er náttúrulega algjörlega persónulegt mat en þetta er klár fimma.
5/5

Búlgaría
Angel Si Ti – Miro
Það var alveg hægt að hlusta á þetta og þetta var bara ágætt á köflum en þetta var voðalega inn um annað út um hitt.

Kýpur
Life Looks Better In Spring - Jon Lilygreen & The Islanders
Mjög fallegt lag. Pínu Enrique Iglesias keimur á köflum og annars bara hefðbundið popplag. Þetta er lag sem ég held að gæti alveg fangað suma. Laglínan nær alveg að grípa mann og bara mjög flottur flutningur.
4/5

Króatía
Lako Je Sve – Feminnem
Fínasta lag en náði ekki að fanga mig. Veit ekki alveg af hverju en vantaði eitthvað fútt í þetta. Hlakka samt til að sjá þetta á sviði.
2,5/5

Georgía
Shine - Sofia Nizharadze
Flott rödd að syngja ágætt lag. Það svo sem stendur ekki það mikið uppúr fyrir utan flutninginn. Ég var alla vega farinn að hugsa um eitthvað annað sem segir sjaldan gott.
3/5

Tyrkland
We Could Be The Same – maNga
Töff lag og svona ekta popp/rokk fílíngur sem að í Eurovision nær oft að grípa mann meira heldur en techno lögin. Textinn er einnig mjög flottur á köflum en það er ekki oft sem maður tekur eftir honum. Viðlagið er mjög grípandi og í heildina litið finnst mér þetta vera með betri lögum í keppninni.
4,5/5

Úrslitin

Löndin 5 sem voru örugg áfram.

Spánn
Algo Pequeñito – Daniel Diges
Það er mikill karakter í þessu lagi en það er að stórum hluta vegna þessa hversu stór karakter söngvarinn er. Lagið byrjaði hundleiðinlega en svo þegar það var hálfnað fór það að grípa mig enda var söngvarinn þá farinn að sýna hvað hann hafði til lagsins að legga. Þetta er með betri lögum sem ég hef heyrt koma frá Spáni og bara mjög vel heppnað.
3,5/5

Noregur
My Heart Is Yours – Didrik Solli-Tangen
Fyrstu sekúndurnar leið mér eins og ég væri að horfa á Moulin Rouge …. Það er ekki af ástæðulausu því að lagið er voðalega söngleikjalegt og er það mjög jákvætt. Lagið er alveg gífurlega fallegt og flutningurinn algjörlega fullkominn. Það er líka alveg snilldarlega útsett og maður er bara límdur við það út allt lagið. Held bara uppáhaldslagið mitt í keppninni (Reyndar eru þarna nokkur móment sem mér finnst ég hafa heyrt áður en lagið er bara svo flott að í þetta sinn er mér nákvæmlega sama)
5/5
(Við frekar hlustun tók ég eftir því að nokkrir tónar þarna er nákvæmlega eins og í laginu Blakkur sem var m.a. á hestalagaplötunni hans Helga Björns. Það breytir þó ekki áliti mínu á laginu)

Bretland
That Sounds Good to Me – Josh Dubovie
Yndislegir bolir sem dansararnir eru í. Alveg ágætis viðlag en þetta svona var ekki alveg my cup of tea. Veit ekki alveg af hverju en mér fannst þetta lag vera að reyna vera eitthvað annað en það er….. Get ekki útskýrt það…. Alla vega hefði mátt vera betra.
3/5

Frakkland
Allez, Ola, Ole – Jessy Matador
Held klárlega mesta stuðlagið í keppninni. Þetta eru kannski engar gríðalega tón- og textasmíðar en bara skemmtilegt lag og ég myndi ekkert yfirgefa dansgólfið ef þetta lag kæmi á djamminu. Algjörglega ekki vinningslag (held ég) en bara skemmtilegt lag.
4/5

Þýskaland
Satellite – Lena
Alls ekki hörmung en bara….æji nei takk.
2/5

Svona til að taka allt saman þá er ég ekki viss hvaða lag muni vinna keppnina en svona miðað við fleiri hlustanir og frekari spekúleringar þá kæmi mér það ekki á óvart þótt að Belgía myndi vinna þetta. Ég hef heyrt fólk spá Danmörku eða Lettlandi sigri en hvorugt lagið grípur mig það mikið að ég sjái vinningslag þarna á ferð. Annars myndi ég vilja sjá Belgíu eða Noreg vinna en eins og sannaðist árið 2001 þá er ólíklegt að sama landið vinni tvisvar í röð. Meina voru Danir ekki með langbesta lagið árið 2001? Alla vega hefur það lag náð miklu meiri spilun en öll hin. En já nú er ég búinn að dæma. Hvað segið þið?