Í fyrra sendi ég inn 3 greinar þar sem ég renndi í fljótheitum yfir lögin í Eurovision með hvorn riðil fyrir sig og svo úrslitin í sér grein. Ég bæði sagði mína persónulegu skoðun á lögunum og raðaði þeim í þá röð sem ÉG myndi vilja sjá. Svo spáði ég líka í spilin með það að leiðarljósi að reyna að finna lögin sem mér finndust líklegust til árangurs burt séð frá mínum smekk. Ég ætla að gera þetta aftur núna og senda inn grein um hvert kvöldið fyrir sig og byrja á fyrsta kvöldinu sem verður 12. maí næst komandi.

MÍNAR SKOÐANIR:

Hérna ætla ég að renna í gegnum lögin í réttri röð og segja það sem mér finnst persónulega um þau og enda svo á að raða þeim í þá röð sem ég vil sjá þau enda í.

1. Svartfjallaland - Meðalmennskan er allsráðandi í þessu fyrsta lagi keppninnar og mér finnst það eiginlega bara allt í lagi í þessu tilviki. Viðlagið er frekar kjánalegt en samt sem áður er ég alveg að kaupa það og ég eiginlega skil það bara ekki. Á voðalega erfitt með að átta mig á þessu öllu en samt fíla ég þetta. Þetta er annað tveggja laga sem ég á erfitt með að ákveða hvort ég vil að fari áfram sem tíunda lag. Held ég velji frekar hitt

2. Tékkland - Sígunahljómsveit að gera grín. Lagið er ekki gott, myndbandið er hræðilegt. Hvað er hægt að segja annað um þetta lag en að ég bara vil ekki sjá þetta koma einu sinni nálægt Eurovision.

3. Belgía - Þessi Elvis wannabe er nú held ég bara betri en allt. Fær mig allavega til að brosa allan hringinn og jafnvel aðeins meira. Lagið er einfalt og gott og fanta flutningur. Brúin er reyndar alveg hræðileg og eftir hana er eins og lagið fletjist út og verði í raun að engi. Vona innilega að kattarhljóðið í byrjun fái að njóta sín til fullnustu í Moskvu því það gerir gæfumuninn. Ég segi Elvisinn í úrslitin.

4. H-Rússland - Hið svo kallaða rússarokk er ákaflega tilbreytingar laus tónlist og mörgum finnst hún í besta falli hundleiðinleg. Ég er hins vegar ekki sammála því, allavega ekki alltaf. Lagið “Eyes that never lied” sem er reyndar eitt af bestu rússarokk lögum sem ég hef heyrt er með mínum uppáhalds í ár og er mjög vel sungið af Petr Elfimov sem er ungur söngvari með mjög stóra rödd. Hiklaust eitt af þeim lögum sem ég vil sjá áfram í ár.

5. Svíþjóð - Ég var ekki ýkja hrifinn þegar ég heyrði þetta framlag svía í fyrsta skipti en það skánaði töluvert þegar ég sá það inn á Youtube. Blanda af óperu og danstónlist er það sem Malena Ernmann bíður okkur uppá og finnst mér takast bara nokkuð vel upp hjá henni. Verður nokkuð spennandi að sjá þetta á sviði í Moskvu og vil ég helst fá að sjá þetta tvisvar.

6. Armenía - Ég er búinn að fá svo mikið meira en nóg á svona lögum. Ég fæ hreint út sagt bara hausverk á að hlusta á þetta. Þjóðleg Austantjaldstónlist/Trommupopp/Vesturpopp bandan skorar ekki hátt hjá mér.

7. Andorra - Ef að meðalmennskan var allsráðandi í Svartfjallalands laginu þá er hún jafnvel sterkari hérna en samt finnst mér lagið betra. Hvernig sem það samt fer saman. Allt rosalega fyrirsjáanlegt og bjánalegt en þetta er lag sem ég vil sjá áfram samt sem áður.

8. Sviss - já það kemur kannski ekki mörgum á óvart að lagið frá Sviss er alveg hræðilegt eins og reyndar megnið af framlögum svisslendinga seinustu árin. Iðnaðarrokk sveitin Lovebugs með lagið the Highest Heights skítur langt yfir markið hjá mér enda er um mikið wannabe Coldplay lag að ræða sem rís hvergi en missir flugið fljótlega eftir ræsingu. Finnst þetta einfaldlega ekki eiga heima í úrslitunum

9. Tyrkland - Þetta er bara orðið þreytt. Allavega er ég orðinn þreyttur á þessu. Nei takk Tyrkland.

10. Ísrael - Ég er farinn að halda að ég sé með ofnæmi fyrir framlögum Ísraela. Mér bara finnst þetta lag vera alveg glatað og línan sem er sungin á ensku fær mig til að fá grænar bólur. Já nei takk ég vil ekki sjá þetta áfram.

11. Búlgaría - Búlgaría hafa yfirleitt verið að skora hátt hjá mér og gera aftur í ár. Ég veit ekkert hvað þessi tónlistarstefna heitir en þetta er allavega dansvænt og söngurinn er töff ef að gaurinn púllar þetta live. Sem hann reyndar gerir ekki en þetta er samt ágætis lag sem mér finnst eiga heima í úrslitunum.

12. Ísland - Ég var nokkuð sáttur þegar það var tilkynnt að Jóhanna Guðrún færi fyrir okkar hönd í Eurovision. Þetta var ekki mitt uppáhald en það vex og dafnar með tímanum. Tíma sem reynar Evrópa fær ekki til að láta það vaxa og dafna en ég er nokkuð ánægður með framlag okkar í ár og vil sjá það fara uppúr þessum annars sterka riðli.

13. Makedónía - Ef mér skjátlast ekki þáer þetta í fyrsta skipti sem að Makedónar reyna að rokka samkomuna aðeins upp og miðað við þá get ég ímyndað mér að Rokk hefðin sé ekki mjög sterk hjá þeim. Ekki mjög sterkt útspil en samt langt frá því að vera eitthvað glatað. Þetta er annað tveggja laga sem ég á erfitt með að ákveða hvort ég vil að fari áfram sem tíunda lag. Held að þetta verði fyrir valinu

14. Rúmenía - Syngjandi um stelpurnar á Balkan skaganum hittir hún Elena beint í mark hjá mér. Stuð og góður húkkur er gulli betri í Eurovision. Fyrir utan það að hún Elena er þrusuheit og á örugglega eftir að spreða kynþokkanum eins og enginn sé morgundagurinn á sviðinu 12. maí. Mín skoðun er samt sú að hún eigi að búast við morgun degi því að ég vil sjá hana komast áfram í úrslitin. Fyrirfram er þetta mitt uppáhalds lag.

15. Finnland - Ég er nú kannski þekktur fyrir að fíla flest annað en svona tónlist sama hvað hún nú heitir. Framlag finna “Lose Control” er virkilega grípandi og með skemmtileg element í sér. Nokkuð sáttur með þetta annars mikla rokkland. Eitt af þeim sem ég vil sjá fara áfram

16. Portúgal - Stolið er eitt af því sem ég hugsaði meðan þetta rann í gegn. Átta mig samt ekki alveg á því hverju þetta er svona rosalega líkt. Ekki bara í hljómagangi heldur líka í allri ytri umgjörð. Mér finnst þetta frekar slappt og fyrst þeir þurftu að vera að senda stolið lag hefðu þeir allt eins mátt stela góðu lagi.

17. Matla - Chiara er núna komin í 3 skipti að keppa fyrir hönd Möltu og enn og aftur kemur hún með þrusulag. Frábær ballaða sem er svo sunginn eins og vel og hægt er að syngja held ég. Alveg frábært og ég vil svo sannarlega að Malta komist áfram og lendi í toppbaráttunni í úrslitunum og jafnvel vinni bara.

18. Bosnía - Ég talaði illa um Bosníska lagið í fyrra en endaði svo á að bara elska það. Efast eiginlega um að það eigi eftir að endurtaka sig í ár. Enda er lagið frekar lélegt og ekki er það neitt einstakt nema kannski bara einstaklega lélegt og vil það ekki í úrslit.

Þá er ég búinn að renna í gegnum öll lögin í þessum riðli og segja mína persónulegu skoðun. Svona er þá listinn hjá mér

Áfram (raðað í stafrófsröð)
Andorra
Belgía
Búlgaría
Finnland
H-Rússland
Ísland
Malta
Makedónía
Rúmenía
Svíþjóð

11. Svartfjallaland
12. Armenía
13. Tyrkland
14. Sviss
15. Bosnía
16. Portúgal
17. Tékkland
18. Ísrael


SPÁIN MÍN:

Hérna ætla ég að renna í gegnum lögin og spá í möguleikana sem ég held að þau hafi. Byrja á þeim sem ég tel alveg örugg og svo tek ég þau sem ég tel vera á gráu svæði og enda svo á þeim sem eiga enga möguleika. Geri svo sambærilegan lista og er hérna fyrir ofan.

Eins og vanalega þá eru nokkur lönd sem eru alveg örugg áfram sama hvernig þetta fer allt saman á sviðinu hjá þeim. Í ár held ég að þetta verði og þori svo gott sem að hengja mig uppá það:

Armenía, Malta, Svíþjóð og Tyrkland

Armenía - Persónulega er ég ekki hrifinn af Armeníu en það hefur sýnt sig að þeir eiga marga vini sem að styðja vel við bakið á þeim og þetta lag er líka ekkert hræðilegt þannig séð.

Malta - Malta er eitt að þeim löndum sem fær ekkert gefinst í þessari keppni. Þeir eiga enga svaka vini sem að eru að tryggja þeim í úrslit ár eftir ár og þess vegna þeir að treysta á að koma með nógu sigurstrangleg lög og það gera þeir í ár. Þetta lag á eftir að hala stig víða úr álfunni og fljúga í úrslit.

Svíþjóð - Þeir tefla djarft frændur okkar Svíar enda árangurinn verið að dala undanfarin ár eftir mörg feit ár. Að senda þessa blöndu af óperusöng og danstónlist er frekar djarft en ég er á því þetta útspil þeirra tryggji þeim beint í úrslit og þeir séu í engri hættu á að sitja eftir með sárt ennið.

Tyrkland - Þó svo að þetta lag sé frekar slappt og eitt af þeim sem hljómar alveg eins og svo alltof mörg önnur sem hafa keppt í þessari keppni þá eru tyrkjir ekki í neinni kreppu þegar það kemur að því að hala inn stig í Eurovision. Bæði er örugglega fullt af fólki sem gleipir við þessu sem ferskri og grípandi tónsmíð og svo er bara fullt af tyrkjum útum allt. Eini plúsinn sem ég séð við þetta er að það stefnir allt í að kynþokkanum verði beitt af mikilli innlifum.

Næsti hópur eru lönd ég tel annað hvort eiga góða eða sæmilega möguleika á að komast áfram. Þetta er lang stærsti hópurinn og er voðalega erfitt að sjá út hvað kemur til með að gerast. Þetta eru löndin:

Andorra, Belgía, Bosnía, Finnland, H-Rússland Makedónía, Ísland, Portúgal, Rúmenía, Svartfjallaland og Tékkland

Andorra - Þetta lag er hvorki fugl né fiskur þó svo að mér finnist það kjánalega skemmtilegt. Það mun algjörlega velta á því hversu vel tekst til á sviðinu hvort þetta eigi einhverja möguleika. Sagan er reyndar ekki með þeim og ég segi nei held ég.

Belgía - Það er eiginlega ómögulegt að spá fyrir um örlög vinar míns hans Elvis. Það er mikil hætta á að það floppi illa en svo er líka möguleiki að fólk fíli hann í tætlur og sendi hann beina leið í úrslitin, það veltur soldið á því hvað atriðið verður spennandi á keppninni. Ég er samt meira á því að hann floppi greyjið.

Bosnía - Ég hennti laginu í fyrra aftur heim til Bosníu en endaði svo á að verða stór aðdáandi þegar ég sá það live. Aftur hef ég ekki mikla trú á þeirra framlagi en Bosnía er eitt af þessum löndum sem maður verður hissa á. Þeir einhvern vegin virðast komast oftast í gegn. Eiginlega ómögulegt að giska á þetta en ég veðja á að þeir fari áfram..

Finnland - Ég þori ekki að lofa Finnum sæti í úrslitunum en ég tel það samt rosalega líklegt. Lagið er það grípandi að maður þarf bara að heyra fyrsta viðlag til að falla fyrir því. En þrátt fyrir að svona tónlist sé oft grípandi og ætti þess vegna að eiga fína möguleika í keppninni þá vill oft bregða til beggja vona vegna þess að live flutningurinn er oft frekar slappur. Aðal ástæðurnar fyrir því að svona eurotrash lög hljóma oft illa þegar þau eru sungin live eru yfirleitt tvær. Önnur er að á upptökunum eru allar raddir margfaldaðar svo mikið til að ná upp þessum mikla þéttleika sem næst varla með í mesta lagi 6 mikrafónum. Hin er að oft er bara frekar tæpir söngvarar að syngja sem að þurfa mikla hjálp í studio-um, hjálp sem að þeir fá ekki þegar á hólminn er komið. Það held ég að sé samt ekki tilfellið hjá finnum, heyrist allavega á live upptökum á þessu að þau séu vel syngjandi en þéttleikinn er ekki eins mikill og á upptökunni sem er náttúrulega bara eðlilegt. Ég leyfi mér að spá Finnum áfram.

H-Rússland - Þetta lag er þrælfínt og ef að hann er jafngóður söngvari og mér heyrist hann vera þá hef ég í sjálfu sér ekki miklar áhyggjur af Hvít Rússum. Þeir eru samt angt frá því að vera eitthvað öruggir við skulum muna það að þeim hefur ekki gengið neitt voðalega vel að komast uppúr forkeppninni hingað til. En ég trúi því að þeir geri góða hluti og komist áfram

Makedónía - Það hefur ekki mistekist hjá Makedónum að komast í úrslit og ég hef eiginlega bara enga trú á að það klikki í ár. Lagið er frekar slappt og flutt af soldilli meðalmennsku sem að er alveg nóg fyrir þá til að komast áfram en fyrir fram sé ég þá ekki fyrir mér gera neinar rósir í úrslitunum en þeir komast áfram held ég.

Ísland - Persónulega er ég á því að okkar mesta von í ár sé söngkonan okkar hún Jóhanna. Lagið sjálft er alls ekki besta ballaðan en ég hef trú á því að Jóhanna geti snúið þessu okkur í hag. Bæði er hún fantasöngkona sem bara virðist ekki gera mistök live, með alveg fáránlega mikla stórn á röddinni sinni. Eins er hún bráðhugguleg og með réttri myndvinnslu og klæðnaði gæti yfirvegaður og fágaður kynþokki hennar skilað okkur einhverjum stigum + söngurinn. Það má ekki skilja það svo að ég hafi enga trú á laginu það er ágætt á sinn hátt nokkuð grípandi en ég hef meiri trú á söngkonunni en laginu sjálfu. Það er erfitt fyrir mig að ákveða hvort ég segi af eða á en er ekki voðalega íslenskt að segja að við förum áfram og fara svo bara í fílu ef það mistekst.

Portúgal - Persónulega finnst mér þetta lag vera hundleiðinlegt og með þeim stolnari sem ég hef heyrt. En þrátt fyrir það þá hef ég heyrt marga tala vel um þetta lag og ég tel það eiga alveg sæmilega góða möguleika, ekki kannski góða en sæmilega. Ég samt spái Portúgal ekki áfram

Rúmenía - Ég vil trúa að Elena með stúlkurnar af Balkanskaganum komist beint í úrslitin því það er margt sem mér finnst hún hafa með sér blessunin. Lagið er þrælgott af svona tónlist að vera og mjög grípandi, ef ég miða við upptökuna af forkeppninni í Rúmeníu þá getur hún vel sungið og tekst að skila þessu merkilega þéttu af sér. Síðast en alls ekki síst er Elena löðrandi í kynþokka og ef fylgdar meyjar hennar verða eitthvað í líkingu við það sem hún hafði með sér heima fyrir, verðum við karlþjóðin ekki fyrir vonbrigðum. Ég spái Rúmeníu í úrslit.

Svartfjallaland - Svartfellingar hafa ekki verið að ríða feitum hesti frá keppninni undanfarin ár og ég hugsa að svo verði ekki í ár heldur. Lagið er ekkert spes þannig og alls ekki eftirminnilegt. Ég hugsa að þeir komist ekki áfram þó ég sé alls ekki til í að útiloka það alveg.

Tékkland - Það er svo gott sem ómögulegt að spá til um örlög Tékkana í ár. Þeim hefur gegnið hræðilega í þessi 2 skipti sem þeir hafa keppt enda í bæði skiptin mep hræðileg atriði. Þetta stefnir nú í eitthvað betra í ár enda er grínið í farteskinu en það má nú ekki gleyma því að svoleiðis atriði hafa oft setið eftir með sárt ennið og ég hugsa að sú verði raunin núna.

Í þessum riðli eru bara 3 lög sem ég hef nákvæmlega enga trú á að komist áfram þau lendi ekki endilega í neðstu 3 sætunum. Þetta eru:

Búlgaría, Ísrael og Sviss

Búlgaría - Þó lagið sjálft sé ekkert svo rosalega glatað þá getur þessi gaur ekki sungið það live fyrir fimm aura. Ég hafði það ekki af að hlusta á alla live upptökuna á youtube svo glatað var það. Falskur fyrir allan penging og Evrópa mun hunsa hann.

Ísrael - Það er ekki flókið að Ísraelar eru algjörlega vinalausir en eiga “óvini” í bunkum þessa dagana og með ekki merkilegra lag en þessa pólitískuhörmung sé ég ekki hvernig Ísrael á að lifa af undankeppnina.

Sviss - Ef að það kemst eitthvað lag af þessum þremur sem ég segi að séu örugglega ekki að komast áfram þá tel ég þetta lag líklegast. Það er samt glatað og ákaflega auðvelt að steingleyma því. Það er í rauninni svo auðvelt að ég hugsa að næsta lag verði ekki byrjað þegar fyrsta fólkið verður búið að gleyma hvernig þetta hljómar. Svo plús vinaleysi er von svisslendinga engin að mínu mati

Þá er ég búinn að renna í gegnum öll lögin í þessum riðli og beyta spádómsgáfunni minni til að reyna að sjá þetta aðeins út. Svona er þá listinn hjá mér


Áfram (raðað í stafrófsröð)
Armenía
Bosnía
Finnland
H-Rússland
Ísland
Makedónía
Malta
Svíþjóð
Rúmenía
Tyrkland

11. Svartfjallaland
12. Portúgal
13. Sviss
14. Búlgaría
15. Belgía
16. Andorra
17. Ísrael
18. Tékkland

Ef að einhver nennti að lesa þetta væri gaman að fá svör og skoðanir ykkar.

Næsta grein um keppnina 14.maí ætti að koma fljótlega.

Apoppins
What if this ain't the end?