Eurovision spá 2009 Ég prófaði Eurovision Simulator á escnation.com um daginn og valdi hvaða lög mér finnst góð og eigi góða möguleika á því að ná langt. Ég notaði líka Neighbour voting á því og þetta eru niðurstöðunar. Ég hef verið að fylgjast með því sem að fólk er að spá á youtube.com og breytti niðurstöðunum aðeins miðað við það.

1. Norway (221)
2. Azerbaijan (219)
3. Greece (217)
4. Finland (176)
5. Malta (155)
6. Ukraine (122)
6. Turkey (122)
8. Iceland (119)
9. Armenia (119)
10. Spain(118)
11. Belarus (107)
12. Sweden 101)
13. France(89)
14. United Kingdom (87)
15. Israel (79)
16. Russia (74)
17. Germany (68)
18. Slovakia (53)
19. Croatia (53)
20. Poland (49)
21. FYR Macedonia(49)
22. Estonia (24)
23. Ireland (12)
24. Bosnia and Herzegovina (2)
25. Estonia(1)

Hér eru svo álit mín á nokkrum lögum í ar.
Svartfjallaland – Fyrsta skoðun - Þetta er grípandi og skemmtilegt sem líklega mun ná langt í keppninni, ég hef hlustað svona þrisvar á lagið en það er samt orðið fast í hausnum á mér. Ég á líklega eftir að kjósa Svartfjalla land í ár.
Önnur skoðun – Myndbandið er flott og grípandi og lagið er nokkuð gott en á sviðsæfingum hefur söngurinn
Tékkland – Afhverju? Land sem er þekkt fyrir fallega tónlist kann ekki að taka þátt í söngvakeppni. Fyrst koma þeir með einhvern eldgamlann kall sem að syngur þungarödd með alveg svakalegri rödd og nú í ár er þetta super gypsy lag. Ég vona að þetta lag komist ekki upp úr undankeppninni.

Belgía – Hjá Páli Óskari í Alla leið voru þeir að niðurlægja lagið Copycat, en ég verð að segja að mér finnst lagið bæði nokkuð sniðugt og grípandi. Maður verður samt að viðurkenna það að grínlög ná aldrei neitt langt í keppninni og ég á ekki von á Belgíu að ná langt í ár.

Hvíta-Rússland – Að hlusta á lagið er ekki svo slæmt og finnst það ekki svo slæmt en gæjinn kemur svo illa fram á sviði. Hárið hans er svo svakalega slétt að það bara grípur athyglimanns frá laginu. Fínt lag samt.

Svíþjóð – Svíar eru með dálítið sniðugt á ferðinni í ár með því að láta óperusöngkonu syngja popplag. Mér finnst það nokkuð sniðugt en samt mætti hafa nokkrar nótur þar sem að söngkonan syngur venjulega.

Armenía – Ég þoldi þetta lag alls ekki til að byrja með en það venst samt aðeins ef maður hlustar oftar á það. Samt ekki neitt sem að stendur upp úr.

Andorra – Ekkert sérstakt og bara venjulegt og stelpan sem syngur hefur rödd eins og maður gæti ýmindað sér að barbídúkka hefði. Kæmi mér mjög á óvart ef það væri langt fyrir ofan 15 sæti í forkeppninni.

Sviss – Lagið er svo leiðinlegt að það er bara niðurdrepandi að tala um það.

Tyrkland – Venjulegt tyrskt lag og ekkert nýtt hér á ferðinni. Á samt líklega eftir að ná ágætlega langt í keppninni.

Israel – Mér finnst herbreska vera leiðinlegt tungumál þannig að sá hluti lagsins fannst mér leiðinlegur en allt í einu fara konunar að syngja á ensku og þá allt í einu grípur lagið mitt. Það er líka svo sem ágætt.

Búlgaría – Þegar ég hlusta á lagið er alveg ómögulegt fyrir mig að greina hvort það er kall eða kona sem syngur. Mér finnst lagið líka voða leiðinlegt og það er nú bara hávaði ef það ætti að flokka það í eitthvað.

Ísland – Mér finnst lagið Is It True? Vera fallegt, og söngur Jóhönnu Guðrúnar frábær sem er eitthvað sem ég get ekki sagt um aðra keppendur í ár. Textinn ruglar mig stundum en annars er Ísland með flott lag í ár.

Makedónía – Nei Nei Nei. Austurlandamafíukosninginn getur allavega ekki vera nógu sterk til að kjósa þetta. Þetta er hundleiðinlegt og ég nenni bara ekki að hlusta á meira en tvær sekúndur af þessum látum.

Azerbaijan – Dúet AySel og Arash er fáranlega skemmtilegur og ég vona að þeim muni ganga vel. Lagið passar vel inní Eurovision keppnina þar sem að það er grípandi og mun þá laða að sér stig úr símakosningunni.

Grikkland – Þegar að ég heyrði lagið fyrst þá hataði ég það, en það venst voða vel og er svona týpískt grísk og þeir kunna keppnina utan af og hvað virkar í keppnina og þetta gerir það greinilega.

Noregur – Fyrsta skoðun - Stórt nei nei, músíkin er ekki nógu grípandi svo að ég neiðist til að hlusta á textann eins og í sögu. Norðmenn eru að gera stór mistök í ár að mínu mati.
Önnur skoðun – Lagið er voða flott og ég gæti alveg trúað því að Norðmenn verði í fyrsta sæti.