Saga Íslands í Eurovision - Partur eitt - Árin 1986 - 1990 - 80 % vonbrigði og 20 % hamingja Ég ætla hér að fara yfir storma sama sögu vorar þjóðar í stærstu söngvakeppni heims. Hvert einasta ár ætlum við að sigra en náum fáum ekkert nema vonbrigði en höldum svo sigurvís í keppnina að ári.
En öðru hvort skjótumst við á toppinn sem lætur okkur halda í vonina.

Sagan verður sögð í nokkrum hlutum. Hluti eitt fer yfir árin 1986 - 1990 og nefnist “80 % vonbrigði 20 % hamingja”.
Lesið alla greinina til að finna út hvað heiti greinarinnar táknar.

Við byrjum að sjálf sögðu á Gleðibankanum.

1986.
Eurovision hafði verið sent á Íslandi áður og mikill áhugi hafði skapast fyrir keppninni svo að ákveðið var að taka þátt. Sönghópurinn ICY var sendur út til Bergen í Noregi þar sem keppnin fór fram það árið. ICY skipuðu Pálmi Gunnarsson, Helga Möller og Eiríkur Hauksson sem átti eftir að keppa bæði fyrir Noreg og aftur Ísland seinna.
Íslendingar gerðu sér miklar vonir og margir spáðu Gleðibankanum sigri. Gleðibankinn var nokkur skonar gleðibanki Íslands.
En allt kom fyrir ekki og við lentum í 16. sæti af 20 með 19 stig.
Þar fengum við aðeins 2 stig frá Svíþjóð sem var eina Norðurlandaþjóðin sem gaf okkur stig.

1987.
Það ár sendum við Höllu Margréti út með lagið Hægt og hljótt. Árangurinn það árið var töluvert betri en árið áður, við fengum 28 stig, þar á meðal 10 frá Þjóðverjum. En við lentum í 16. sæti eins og árið áður en það var þó hlutfallslega betri árangur því að þar árið tóku 22 lönd þátt.
Írar unnu það árið með 172 stig.

1988.
Þetta árið sendum við út Stefán Hilmarsson og Sverrir Stormsker í bandinu Beathoven með lagið Þú og þeir (Sókrates), betur þekkt með Sókrates.
Þeir félagar voru fyrstir á svið en lentu í 16. sæti með 20 stig. Það hæsta sem dómnefndirnar gáfu okkur voru 8 stig frá Portúgal.
Það árið vann hin kanadíska Celine Dion fyrir Sviss. Hún varð síðar heims fræg.

1989.
Eftir þessu árið viljum við sennilega ekki muna mikið eftir. Við sendum Daníel Ágúst með lagið “Það sem enginn sér” og lenti hann í 22. sæti af 22 með engin stig. Hef ekki mikið meira um það að segja.
Þess má geta að það árið vann Júgóslavía með lagið “Rock Me”.

1990.
Já nú erum við að tala saman! Við sendum Siggu Beinteins og Grétar Örvarsson sem saman mynduðu Stjórnina með lagið Eitt lag enn. Þau enduðu í 4. sæti með 124 stig. Gaman er að greina frá því að “einungis” vantaði 25 stig upp á sigur.
Ítalar sigruðu það árið með 149 stigum.

Vonandi hafið þið haft gaman af þessari grein og skiljið afhverju hún heitir “80 % vonbrigði og 20 % hamingja”.

Næsti hluti greinaflokksins fjallar um árið 1991 - 1995.

Endilega komið með ábendingar.

Bestu kveðjur :)

uPhone
Það er nefnilega það.