Ákvað aðeins að leika mér í Excel og setja upp stigatöfluna ÁN landanna sem að duttu út, úrslitin hefðu ekki breyst mikið við það en sumt hefði orðið áhugavert.

1. Rússland 152
2. Úkraína 143
3. Noregur 131
4. Armenía 121
5. Grikkland 116
6. Tyrkland 88
7. Serbía 81
8. Ísrael 77
9. Bosnía-Hersegóvína 68
10. Aserbaídsjan 59
11. Ísland 58
12. Georgía 48
13. Danmörk 44
14. Lettland 39
15. Portúgal 33
16. Spánn 31
17. Svíþjóð 30
18 Frakkland 30
19. Króatía 29
20. Rúmenía 26
21. Albania 21
22. Finnland 21
23. Pólland 4
24. Þýskland 0
25. Bretland 0

Ísland hefði semsé hoppað um 3 sæti (endað í 11. sæti og Noregur upp um 2 (endað í 3. sæti). Þýskaland og Bretland hefðu verið endað án stiga…

Það sem ég er að skoða með þessu er HVORT það ætti að leyfa öllum þjóðum að kjósa sem tóku þátt eða hvort það ætti aðeins að leyfa þeim sem keppa hverju sinni að kjósa.

Mitt álit er að þau lönd sem komast ekki áfram eigi EKKI að fá að kjósa á úrslitakvöldinu, það þarf að breyta fyrirkomulaginu ennþá meira, spurningin er bara: Hvernig?