Ég hef skrifað skoðanir mínar á lögunum sem komust uppúr úrslitunum og hvar ég á von að þau lendi. Endilega commentið með ykkar álitum og topp tíu.

Azerbaijan: Azerbaijan eru nýjir í ESC í ár og mæta með mjög….sérstakt lag. Það fer ekki framhjá neinum að þetta lag er með einhvern stóran söguþráð þar sem englar og djöflar koma við sögu. Flytjendurnir hafa báðir alveg svaka rödd og hafa reynt að ver að kaupa sigur með því að segja að þeir ættleiði munaðarleysingja ef að þeir vinn. Gæti vel hugsað að þetta lag kæmist inná topp tólf listann.

Bosnía og Herzegóvínu: Ég er ekki viss um hvort að lag Bosníu og Herzegóvínu sé bara ófyndið grín eða alvara. Þetta lag er búið að sitja í kollinum á mér frá því að ég heyrði það fyrst og ég get ekki hugsað mér að það komist hærra en tíunda sæti, nema að nágrannalöndin þeirra kjósi.

Finnland: Þetta lag er svona ágætis rokklag sem að nær ekki Lorda. Þetta er lag sem endar annað hvort hátt uppi í keppninni eða mjög lágt.

Ísrael: Ég bara skil ekki hvernig þetta lag komst upp úr undankeppninni. Mér finnst þetta alveg sko hundleiðinlegt lag, þó að aðrir haldi dálítið uppá það. Held að þetta lag verði bara í skugganum á lögum eins og Úkraínu og Armeníu.

Noregur: Það kom mér ekkert á óvart þegar að Norðmenn komust áfram úr undankepninni. Lagið er ekkert sérstakt en mér finnst söngkonan alveg frábær og haldi laginu uppi. Ekkert ólíklegt að Noregur fái nokkur tólf stig á morgun.

Rúmenía: Dúet Rúmeníu er bara alveg ágætur. Þetta er ekkert svona sérstakt og ég átti frekar von á því að Belgía færi upp en annars er þetta bara skemmtilegt að hlusta á.

Pólland: Þetta er eitt af þessum lögum í keppninni sem að ég hef enga trú á en einhvernveginn kemst áfram. Þetta er alveg ágætt lag, en það er bara eitthvað sem er ekki að virka með þetta.

Armenía: Veðbankar segja að þetta lag vinni í ár og það gæti alveg staðist. Þetta er alveg fínt lag og svakalegt atriði. Finnst lagið vera eins og blanda af lögum Grikkja síðustu ára eins og Yassou Maria.

Grikkland: Þetta lag er svona í sama poppstíl og Grikkir hafa verið að senda síðustu ár, og þú veist bara fyrirfram að þetta kemst áfram og lendir hátt uppi, en vinnur ekki.

Rússland: Rússar eru ákveðnir að vinna í ár. Þeir senda Dima Bilan aftur sem að lenti í öðru sæti árið 2006. Senda með honum fiðluleikara og verðlaunaðann listdansara á skautum. Þetta lag er samt ekki nálægt því að vera jafn gott og Never Let You Go.
Ísland: Alveg síðan að kynnt var að Eurobandið færi fyrir Íslands hönd í Eurovision hef ég verið mjög bjartsýnn, og glaður fyrst að Merzedes Club fóru ekki enda höfum við séð að grín er ekki vinsælt í ár.

Svíþjóð: Þó að við Íslendingar séum ekki miklir aðdáendur Charlotte Perrelli síðan að hún vann Selmu fyrir níu árum. Þó þá taka allir eftir að Bótox dúkkan er alveg með ágætt lag í ár og nær augljóslega upp á topp þrjú listann.

Úkraína: Karolina frá Úkraínu eða Ani Lorak eins og hún kallar sig keppir fyrir Úkraínu með lagið Shady Lady sem er bara nokkuð gott. Kjóllinn sem hún er í á sviðinu er samt mjög líkur kjól Charlotte Perrelli.

Albanía: Það verður að segjast að það kom mér á óvart þegar að Albanir komust upp úr undankeppninni. Mér fannst þessi ballaða ekki slæm en heldur ekki standa uppúr á neinn sérstakann þátt. Flytjandinn fannst mér koma mjög vel út í myndbandinu en á sviðinu fansst mér atriðið og lagið bara ekki passa saman.

Danmörk: Lag Dana í ár, All night long, er bara partýlag sem endurtekurs sig aftur og aftur en er ekki samt eins og lag Búlgaríu. Þetta lag gæti vel náð 9. sæti.

Króatía: Aldraðir götuleikarar taka þátt fyrir Króata í ár og það kom mér voðalega á óvart þegar að það komst áfram. En aðalflytjandi bandsins 75 cents hefur heillað alla upp úr skónum síðan að hann kom til Belgrad og gerði það líka á sviðinu. 12 sæti kæmi mér ekki á óvart.

Lettland: Pirates of the Sea frá Lettlandi eru eina grínbandið, fyrir utan Bosníu, sem hafa náð úrslitin enda var lagið þeirra ágætt. Það er eiginlega bara eina leiðin til að útskýra atriði þeirra.

Portúgal: Ólíkt næstum því hverju ári síðan 1964, fær Portúgal góða dóma í ár. Atriði þeirra í gær þótti mjög flott og ég er nokkuð viss um að þeir voru á topp 5 í undankeppninni.

Tyrkland: Tyrkneskt rokkhljómsveit sem hefur ekki heillað mig neitt upp úr skónum. Hún er samt komin áfram og maður verður bara að sjá hvert Tyrkir ná!

Georgía: Þetta lag er eitt af uppáhalds lögum mínum í keppninni í ár, og það hefur ekkert að gera við boðskapinn. Finnst samt að viðlagið mætti vera hærra en annars fínt lag.

Ef að ég myndi ráða þá myndu úrslitin enda einhvern vegin svona:
1. Armenía
2. Úkraína
3. Rússland
4. Svíþjóð
5. Ísland
6. Tyrkland
7. Króatía
8. Portúgal
9. Danmörk
10. Grikkland
11. Lettland
12. Azerbaijan
13. Serbía
14. Noregur
15. Rúmenia
16. Georgía
17. Finnland
18. Albanía
19. Spánn
20. Pólland
21. Bretland
22. Ísrael
23. Frakkland
24. Bosnia og Herzegovina
25. Þýskaland