22. maí: Skoðanir og Spá Jæja þá er ég kominn með framhald af greininni sem ég sendi inn í gær um fyrri undanriðillinn. Hérna er ég svo með bæði spá mína og skoðanir mínar fyrir seinni undanriðilinn sem fer fram á fimmtudaginn. Þetta er satt fram í sömu klessunni og hin greinin en ég vona að þið skiljið þetta og hafið gaman að.

1. Það sem mér finnst….

Eftirfarandi lönd vil ég sjá fara áfram örugglega:

Ísland – Það er erfitt að dæma okkar eigið framlag en mér finnst það samt vera eitt af þeim bestu í riðlinum og ég vil sjá þau fara áfram. Ekki bara vegna þess að þau er frá Íslandi heldur er þetta bara hið fínasta lag með flottu atriði.

Malta – Ég er viss um það eru margir mjög ósammála mér og mínum skoðunum á þessu lagi. Ég elska þetta, það er svo mikill kraftur í gangi að maður er eiginlega keyrður í kaf af gleði og orku. Þetta er lag sem ég vil hiklaust sjá aftur á laugardaginn.

Sviss – Gamaldags og gott sem Svisslendingar bjóða uppá…hægt lag sem skiptir um tempó akkurat í miðju. Ég á eiginlega bara engin orð yfir þetta lag þegar ég ætla að fara að lýsa því eða dæma það. Flott lag sem er vel sungið á ítölsku þannig ég skil ekkert um hvað er sungið en það er allt í lagi. Það fer þá allavega ekki í taugarnar á mér hvað hann er klístraður og ódýr ef hann er þá þannig. Vil sjá þetta helst oftar en tvisvar.

Svíþjóð – Mér finnst þetta lag frá Svíþjóð alveg ágætt og meira en það. Þá er ég sérstaklega hrifinn af brúnni í laginu og hvernig hún tengist inní viðlagið sem er á eftir. Eitt af mínum uppáhalds í ár.

Úkraína – Þetta er kannski ekki eitt af mínum uppáhalds lögum en þetta er klárlega eitt af mínum uppáhalds atriðum. Sæt, vel vaxin stelpa með hið fínasta lag og flotta sviðsframkomu, það bara klikkar ekki hjá mér.

Næstu lög eru á gráu svæði hjá mér og finnst að þau eigi ýmist að fara áfram eða ekki:

Albanía – Albanir bjóða uppá ballöðu sem er sungin af mjög ungri stelpu. Þetta er lag sem ég með mjög óskýra skoðun á. Ég veit ekki alveg hvort mér finnst það gott eða slæmt. Ætli það þýði ekki að mér finnist það bara þokkalegt.

Búlgaría – Ég hataði þetta lag fyrst þegar ég heyrði það en það hefur vanist rosalega vel og núna er ég bara orðinn nokkuð sáttur með það og er barasta farinn að hallast að því að ég vilji sjá það áfram.

Danmörk – Þetta er mikið good-mood lag sem Danir bjóða uppá og ef það væri ekki með svona rosalega þunnt og bláfátæklegt viðlag þá væri ég yfir mig hrifinn en hrifningin er aðeins minni en það vegna þess að viðlagið dregur lagið niður, þveröfugt við hvað viðlög eiga að gera í svona tónlist.

Króatía – Króatar senda elliheimilismat til Serbíu og er það svo sem ekki svo slæm sending. Það er reyndar tvennt í stöðunni hjá þeim. Ég sá live myndband af þeim í forkeppninni í Króatíu og þá var eins og þeir væru að grínast með þetta og það virkaði bara alls ekki. Voru bara kjánalegir og ekkert fyndnir. En svo sá ég myndbandið og þá voru þeir alveg drulluflottir. Ætla að vona að þeir taki þetta á alvörunni á sviðinni því þeir voru bara flottir svoleiðis.

Lettland - Þegar ég heyrði þetta lag fyrst þá hugsaði ég að það hefði verið soldið fyndið ef Mercedez Club hefðu farið út með sitt soralag því að þessi tvö lög minna rosalega á hvort annað þó að mér finnist “Wolves of the Sea” mun betra vegna þess að það er bara grín og show meðan hitt var vöðvar og falskur söngur. Húmor á heima þessari keppni.

Portúgal – Ég er ekki alveg eins hrifinn af þessu lagi og margir aðrir. Finnst þetta svolítið “Molitva” rip-off, hvað varðar radd útsetningar og tempó breytingar. Alls ekki slæmt lag að mínu mati og er alveg við það að komast áfram í huga mínum og gæti jafnvel skriðið


Tyrkland – Ófrumleg rokkhljómsveit sem er samt af einhverjum ástæðum alveg ágæt en ekki mikið meira en það. Þeir detta öðru hvoru megin við 10. sæti.

Svo að lokum eru það lögin sem ég vil ekki sjá að fari áfram:

Georgía – Maður er búinn undir rosa viðlag með fyrsta versinu en það kemur ekkert nema eitthvað prump. Og svo er ég orðinn þreyttur á að hlusta á friðarboðskap sem er held ég engin meining á bakvið. Meira bara vantaði að syngja um eitthvað og friður er klassík.

Hvíta Rússland - Klisjukennt lag með öllum rússapop brögðunum. Algjört drep og ekkert sem ég vil þurfa að sjá oftar en einu sinni.

Kýpur – Óvenjulegt framlag frá Kýpverjum og hún syngur vel greyjið en þetta lag er nú samt flatt og leiðinlegt. Vil það ekki áfram.

Litháen – Litháar hafa ekki verið að ríða feitum hesti í gegnum tíðina nema þegar þeir mættu með grínistana árið 2006 en það var einmitt eina framlag litháa sem ég hef haft gaman af. Það get ég ekki sagt um þetta lag því þessi annars ágæti síðhærði söngvari er með hundleiðinlegt lag.

Makedónía – Makedónskasyndrómið gæti fylgt þessi lagi eins og svo mörgum framlögum Makedóna í gegnum tíðina. Það er lagið skánar eftir því sem maður heyrir það oftar. Ég er ekki búinn að heyra þetta lag nógu oft til að fýla það en það er samt ofarlega í þessum neðsta hóp, en ekki nógu gott til að ég vilji það áfram.

Tékkland – Þetta lag finsnt mér hundleiðinlegt og svo sá ég myndband af henni syngja það live og þá var mér öllum lokið. Hún skeit uppá bak og ég vil ekki þurfa að sjá þetta nema einu sinni.

Ungverjaland – Ég gafst upp á því að hlusta á þessa ballöðu efitr 0:40 sek…segir það ekki alltsem segja þarf?

Svona er röðin í huga mér

1. Sviss
2. Svíþjóð
3. Malta
4. Úkraína
5. Ísland
6. Búlgaría
7. Danmörk
8. Lettland
9. Portúgal
10. Tyrkland
11. Króatía
12. Albanía
13. Hvíta Rússland
14. Makedónía
15. Georgía
16. Kýpur
17. Ungverjaland
18. Litháen
19. Tékkland

Þá er það komið mér finnst sem sagt að Sviss, Svíþjóð, Malta, Úkraína, Ísland, Búlgaría, Danmörk, Lettland, Portúgal og Tyrkland eigi að komast áfram.

En þrátt fyrir að ég vilji að riðillinn fari svona þá veit ég nú að hann gerir það ekki og þess vegna ætla ég líka að gera spá, þar sem kemur fram hvernig ég held að riðillinn fari.

Það eru 2 lönd sem er alveg öruggt að fara áfram, það eru:

Svíþjóð – Ég hef trú á að þetta lag sé alveg 100% öruggt áfram. Þekktur keppandi, fínasta lag, flott atriði ég held að Evrópa bregðist ekki. Svíar eru á leiðinni í Úrslit

Úkraína – Þetta atriði er líka að mínu mati alveg 100% öruggt og mjög sterkur kandídat í sigurvegara í keppninni í ár.

Svo kemur þéttur hópur sem dettur öðru hvoru megin við úrslitasæti:

Albanía – Með nægilega öflugri frammistöðu á sviðinu þá á þetta lag möguleika á að komast áfram þó að það þurfi ekki mikið að gerast til að það týnist í fjöldanum

Búlgaría – Nánast öruggt hjá búlgurunum held ég. Nógu sérstakt og rétt staðsett landfræðilega með nóg af hliðhollum nágrönnum og vinum.

Danmörk – Tel Danina eiga minnsta möguleika af norðurlöndunum vegna þess að þetta lag þeirra nær ekki nógu háum hæðum í viðlaginu og ég held að Evrópa sé ekki alveg að kaupa þetta þó að það sé nú ekki öll von úti.

Georgía – Þetta lag eða öllu heldur land á góða möguleika á að komast áfram en ég held að það verði þá aðallega vegna nágrannakosningar.

Hvíta Rússland – Hef ekki mikla trú á að þetta komist áfram en það er samt eitthvað við það sem lætur mig efast.

Ísland – Með nógu sterkum og eftirminilegum flutningi á laginu þá eru við íslendingar í ágætis málum held ég.

Króatía – Ef að gömlu karlarnir verða eins góðir og í myndbandinu þá fljúga þeir áfram en ef þeir detta í sama gír og í forkeppninni heima þá eru þeir ekki í eins góðum málum.

Lettland – 50:50 eru hlutföllin sem að örlög Letta velta á.

Makedónía – Makedóníu tekst einhvern veginn alltaf að komast áfram og ég tel það nú hæpið að einhver breyting verði á því í ár.

Malta – Held að krafturinn í Vodkanum skili Möltu langt í ár, þó svo að ég þori ekki að veðja aleigunni uppá það.

Portúgal – klárlega besta ballaðan þetta kvöld en ég veit ekki hvort það er alveg nóg fyrir svo gott sem vinalausa þjóð.

Sviss – Ég er skíthræddur um örlög þessa lags, held eiginlega að það séu meiri en minni möguleikar á því að Svisslendingar sitji eftir með sárt ennið en ég lifi í von um að þetta geri sig.

Tyrkland – Já ég er frekar bjartsýnn með gengi þessa tyrkneska bands.

Ungverjaland – Guð einn veit hvernig þetta fer þó svo að ég telji líkurnar minni en meiri fyrir velgengni þeirra.

Ég hef ekki trú á að eftirfarandi lönd fari áfram:

Kýpur – Þetta lag er bara of dautt til að eiga möguleika á því að komast áfram. Reyndar af þessum 3 sem ég set í þennan flokk á þetta lag mestan möguleika en hann er samt virkilega lítill.

Litháen – Það fer Litháum bara betur að grínast heldur en að vera alvarlegir og því miður þeirra vegna fá þeir spark í rassgatið í formi lélegs gengis.

Tékkland – Hún verður svo fölsk með þetta grútleiðinlega lag greyjið að það er engin vonarglæta fyrir Tékka frekar en í fyrra. Spái því að Tékkar verði aftur á motninum.

Svona held ég svo að þetta muni líta út:

Áfram (ætla ekki að raða þeim nema bara í stafrófsröð):

Búlgaría
Georgía
Króatía
Ísland
Malta
Makedónía
Portúgal
Svíþjóð
Tyrkland
Úkraína

Og svo restin:

11. Lettland
12. Sviss
13. Albanía
14. Ungverjaland
15. Danmörk
16. Hvíta Rússland
17. Kýpur
18. Litháen
19. Tékkland
What if this ain't the end?