Ég ætla að skrifa aðeins um lögin sem eru í forkeppninni á fimmtudaginn næstkomandi. Þessi grein er um það sem mér FINNST um þessi lög og hvaða lög mér FINNST að ættu að komasta áfram en EKKI hvaða lög ég held að komist áfram það er efni í aðra grein sem ég geri kannski.

Löndin sem ég vil bara alls ekki sjá áfram uppúr forkeppninni eru:

Albanía, Búlgaría, Georgía, Ísrael, Króatía, Lettland, Portúgal, Pólland, Slóvenía, Tékkland og Ungverjaland.

Albanía: Alveg hryllilega leiðinleg balaða frá landi sem er að keppa í fjórða skipti og eftir að hafa sent gott lag fyrsta árið hafa þeir komið með tvö hundleiðinleg lög tvö seinustu ár en nú er botninum náð. Þær 3 mínútur sem þetta lag tekur í flutningi ætla ég að verja á klósettinu.

Búlgaría: slagverk, teknó og einhver frekar furðuleg söngmelódía. Þetta lag er að mínu mati svo leiðinlegt að ég verð að fara aftur á klósettið.

Georgía: Minnir þetta á Björk? JÁ. Finnst mér það jákvætt? NEI. Misheppnað framlag hjá öðrum byrjanda ársins. Miðað við þetta getum við íslendingar verið stolt af Gleðibankanum okkar.

Ísrael: Hversu erfitt er það fyrir þessa Wannabe evrópubúa í Ísrael að skilja það að pólitík á ekki heima í Eurovision og ef þeir endilega vilja vera að mjálma eitthvað um það gætu þeir þó allavega drullast til að semja gott lag og finna einhverja flytjendur sem eitthvað vit er í en nei nei það gerðu þeir ekki og uppskera eins og þeir sáðu.

Króatía: Shit í helvíti. Er þetta ekki toppurinn á öllu glötuðu. Maður bara vorkennir karlgreyinu að halda að hann sé svona mikill rokkari en svo bara getur hann ekkert.

Lettland: Lettar að syngja á ítölsku eitthvað óperulag…æji þetta er alveg vonlaus tilraun til þess að vera öðruvísi, mjög rökrétt framhald af a’capella laginu þeirra í fyrra í furðuleg heitum og það er nú ekki svo rosalega jákvætt að koma með framhald af því rugli. Örugglega ágætt lag en á alls ekki heima í Eurovision

Portúgal: Steindautt er eina orðið sem ég á yfir þetta lag voða týpíst en alveg steindautt og þess vegna á það alls ekki skilið að fara neitt lengra en uppá svið og svo bara strax heim.

Pólland: ohhh…nei ég trúi þessu ekki. Svona vil ég ekki sjá í Eurovision. Rappari og söngkona flytja lag sem gæti vel verið úr einhverju gettói í Bandaríkjunum. Samkvæmt mínu viti er þetta 3 lagið sem er rappað í en þó fyrsta USA rapplagið og þetta lag er alveg svakalega leiðinlegt.

Slóvenía: óperusöngkona að synga lag sem er svo leiðinlegt að mig bíður við því, hef ekki fleira um það að segja.

Tékkland: ef þessi texti væri á ensku væri hann eitthvað í þessa áttina “I wanna sound like Lordi; I don’t wanna look like Lordi; I wanna win like Lordi.” Þetta er án efa alveg fín rokk hljómsveit en eru hérna með lag sem skilur ekkert eftir nema slæmar minningar og það heyrist alveg hvað þeir eru að reyna að nota sér það að Lordi unnu í fyrra, þetta gengur bara því miðuur ekki upp hjá þessum Eurovision nýliðum.

Ungverjaland: Blueslag sem maður hefur heyrt nokkuð oft það hefur bara heitað eitthvað annað og einhver annar flutt það eða með örðum orðum þetta lag er svo líkt mörgum Blues lögum að það er hálf sorglegt en ágæt söngkona en mér finnst það eiginlega ekkert gott eiga skilið.

Löndin sem mér finnst alveg vera á mörkunum að komast áfram en finnst samt að þau ættu ekki að komast áfram þrátt fyrir að vera nálægt því, þau eru:

Andorra, Belgía, Holland, Malta, Noregur, Svartfjallaland og Tyrkland

Andorra: Háskólarokk sem gæti vel verið soundtrack í einhverri unglingamynd í sumar alls ekki svo slæmt sem slíkt en hefur samt lítið að gera í úrslitin í ár.

Belgía: Ég er nú ekki mikill funk aðdáandi og þess vegna ekki mikill aðdáandi þessa lags en það er stuð í því og það minnir mig svolítið á eistneska framlagið 2003 (Eighties Comming Back) en þeta er stuð stuð og svolítið suð í eyrum.

Holland: Þetta er ágætis lag hjá Hollendingum, kannski svolítið klisjukent en það er ekkert sem er að skemma neitt fyrir því. Helst ókosturinn við þetta er að svona lög eru orðin svo mörg að þetta er bara er ekkert minnisvert þar sem þetta er bara svona miðlungs og ætti þess vegna ekki að fara áfram.

Malta: Veit ekki hvað er hægt að segja um þetta lag annað en að það fór ekki í pirrurnar á mér en ég tók samt ekki eftir því meðan ég var að hlusta á það og þess vegna fær það nú ekki háa einkun hjá mér.

Noregur: Þetta lag gæti verið frá Spáni og ég tel það nú í fyrsta stóra gallan á þessu lagi þar sem mér finnst spænsk tónlist frekar leiðinleg, finnst frekar að norðmenn hefðu átt að senda eitthvað þjóðlegra eða jafnvel bara rokk hljómsveit aftur því eins og við munum hafa þeir nú sent frá sér fínt rokk og því væri flott að fá rokk lag frá þeim á ári rokksins í Eurovision en það gerðu þeir ekki og þess vegna vil ég þá ekki áfram.

Svartfjallaland: Þetta lag hefur einn stóran galla og einn aðeins minni kost. Kosturinn er einfaldlega það að lagið er alveg ágætt en gallinn sem ég endurtek að er stærri en kosturinn er að þetta lag er alveg svakalega stolið og þá er ég ekkert að tala um að það séu einn og einn tónn heldur er þetta gegnum gangandi í öllu laginu hvað það líkist öðru eurovision lagi frá balkanskaganum það er “Ne brini” frá Bosníu árið 2003.

Tyrkland: Þetta lag er nú meira til leiðinda og ama heldur en skemmtunnar fyrir mig. Textinn finnst mér vera hlægilegur og allt bara vera eitthvað hálf kjánalegt en þó það eru alveg einhverjir ljósir punktar það er bara erfitt að finna þá.

Löndin sem mér finnst að ættu að fara áfram í ár eru:

Austurríki, Danmörk, Eistland, Hvíta Rússland, Ísland, Kýpur, Moldóvía, Makedónía,Serbía og Sviss

Austurríki: Stuð, stuð, stuð en það er ekki alveg nóg. Eigi að síður mjög frambærilegt framlag frá Austurríkis mönnum þetta árið. Veit ekki hvernig það skilar sér live því þetta er eitthvað útvarpslegt við þetta lag og það vill oft hrjá þannig lög hvað þau skila sér illa live en samt fínt lag frá mínum bæjardyrum séð sem ég vil að rétt skríði inní aðalkeppnina.

Danmörk: Frændur okkar Danir með klæðskifting sem syngur diskólag sem er því miður of einhæft fyrir minn smekk. Eftir eitt vers og viðlag var ég bara mjög sáttur við það sem ég var að hlusta á en svo eftir 3 mín var ég orðinn soldið þreyttur á þessu lagi því það er svo svakalega einhæft allan tíman en ég vil samt að hann komist áfram.

Eistland: Systir Tanel Padar sem vann Eurovision 2001 fyrir Eistland syngur lag þeirra í ár og verð ég að segja að þetta lag er miklu miklu betra lag heldur en “Everybody” sem bróðir hennar flutti það lag átti náttúrulega aldrei skilið að vinna en þetta lag “Partners in crime” finnst mér eiga fullkomlega skilið að komast áfram uppúr undankeppninni.

Hvíta Rússland: Frá því að Hvít Rússar hófu þáttöku í Eurovision 2004 hafa þeir alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá mér og ekki minkar það uppáhald núna þegar þeir senda þennan svaka smell til að keppa fyrir sína hönd. Að öðrum ólöstuðum er þetta mitt uppáhaldslag í forkeppnini í ár.

Ísland: Gamli góði rokkhundurinn hann Eiríkur að keppa fyrir hönd Íslands hvað er það annað en gott? Það hefði verið hægt að senda hann með hundlélegt lag samið af heyrnarlausum farnandverka manni og hann komist vel frá því en við gerðum það nú samt ekki heldur létum við hann fara með þetta líka fína lag sem við getum öll verið stolt a fog ég vil sjá rauða makkann á laugardagskvöldið.

Kýpur: Ekkert sérstakt vers en þrusu viðlag sem grípur mann við fyrstu hlustun eins og öll eurovision lög eiga að gera, það er ekki hægt að hafa mörg orð um þetta lag það er bara gott og fær að vera það í friði og ég vil það í úrslit

Moldóvía: Semi-ballaða sem hittir svona semi í mark hjá mér, enginn sérstakur aðdáandi en jú þetta er hörku söngkona með næstum því hörku lag og þetta er allt alveg ágætt bara og á alveg heima á úrslitakvöldinu.

Makedónía: Makedónar eru mistækir í Eurovision, það er þeir hafa átt fín lög en líka alveg hræðileg og er þetta svona mitt á milli þó nær því að vera fínt og er það helst viðlagið sem er fínt þetta lag sleppur í úrslit vegna þess hvað það eru mörg léleg í keppnini í ár..

Serbía: Eins og ég er orðinn þreyttur á balkönskum tregasöngvum þá elska ég þetta lag. Stúlkan sem syngur þetta hún syngur svo vel, lagið er svo flott en sviðsframkoman í undankeppninni í Serbíu var svo heimskuleg að það var svakalegt vona bara að það gerist ekki í Finnlandi

Sviss: Það er eitthvað við þetta lag sem er skrítið það bara grípur mann. Verð nú að segja að þetta lag er nú ekkert merkilegt en það er samt alveg æðislegt þetta vil ég sjá í úrslitin.
Svona VIL ég að löndin raðist niður í sæti:

1.- 10. Austurríki
1.- 10. Danmörk
1.- 10. Eistland
1.- 10. Hvíta Rússland
1.- 10. Ísland
1.- 10. Kýpur
1.- 10. Moldóvía
1.- 10. Makedónía
1.- 10. Serbía
1.- 10. Sviss
11. Holland
12. Svartfjallaland
13. Noregur
14. Andorra
15. Belgía
16. Tyrkland
17. Malta
18. Lettland
19. Ungverjaland
20. Tékkland
21. Ísrael
22. Búlgaría
23. Portúgal
24. Króatía
25. Slóvenía
26. Pólland
27. Georgía
28. Albanía
What if this ain't the end?