Dana International 2. Febrúar 1972 fæddist Yaron Cohen í Tel Aviv í Ísrael. Yaron var yngstur þriggja systkyna en hann átti eina systur og einn bróður. Yaron fann snemma þörf snemma fyrir þörf til að koma fram á sviði og reyndi að gera sem mest af því. Yaron var einnig snemma mikill aðdáandu Eurovision og fylgdist náið með keppninni frá unga aldri.

1993 hélt Yaron til London í kynskipti aðgerð og snéri til baka sem Sharon Cohen, sama ár kom svo út fyrsta platan hennar “Dana International” en sviðsnafn Sharon er dregið af titillagi plötunnar. Stuttu síðar kom platan út í nágrannalöndunum og ekki leið á löngu þar til hún seldist í gull í Ísrael.

1994 kom svo út önnur platan hennar “Umpatapa” sem hlaut enn meiri velgengni en “Dana International”, platan seldist í platinu í Ísrael og hafa selst meira en 50.000 eintök af þessari plötu nú í dag. Ef horft er á velgengni plötunnar þá eru fáir sem eru hissa á því að Dana var valin kvensögvari ársins í Ísrael

1995 reyndi Dana að uppfylla æskudraum sinn að keppa í Eurovision. Hún skráði sig í forval Ísraels fyrir Eurovision með lagið “Good Night Europe” og endaði í öðru sæti. Seinna sama ár sendi Dana frá sér EP diskinn “E.P. Tampa” með 3 nýjum lögum og 4
remixum af gömlum lögum hennar

1996 sendi Dana frá sér sína þriðju plötu “Maganuna”sem náði ekki nálægt vinsældum fyrri platna hennar en samt sem áður náði hún gullsölu.

1997 kom Dana fram á plötu Ísraelska artistans Eran Zur “Another Sex” og varð sú plata ef þá má orða það á þennan veg hryllilega vinsæl. Í nóvember var svo valin Dana til að keppa fyrir Ísrael í Eurovision árið eftir með lagið
“Diva” eftir Svika Pick

Í maí 1998 flutti Dana “Diva” í Eurovision og tók keppnina með trompi og endaði uppi sem sigurvegari með 172 stig. Sigurinn var mikið break out fyrir Dönu en smáskífan með laginu “Diva” komst meðal annars í 11 sæti breska smáskífulistans og í topp tíu í Svíþjóð, Finnlandi, Belgíu, Írlandi og Hollandi. Undir lok árs 1998 var Dana um það bil að skrifa undir risa plötu samning við Sony risann en eitthvað fór úrskeiðis og Sony tók samninginn til baka rétt áður en Dana undirritaði hann

Dana kom síðan aftur fram í Eurovision 1999 í Jerúsalem en þó ekki sem keppandi nú heldur söng hún eitt lag og veitti verðlaun. Hún sendi frá sér geisladiskinn Free um gjörvalla Evrópu en diskurinn floppaði big time en Dana gafst ekki upp og fór bara heim til Ísrael og gaf út Ísraelska útgáfu disksins og síðan Japanska útgáfu eftir að hafa heimsótt landið

Adamótaárið 2000 um vorið kom svo út Ísraelsk heimildarmynd um Dönu sem hét “Lady D”

Eftir ágætis hlé frá sviðsljósinu kom svo út ný plata árið 2001 “More and More” þessi plata gerði Dönu aftur vinsæla í Ísrael og seldist platan í gull
Enn önnur plata kom svo út árið 2002 og bar sú plata nafnið “The Possible Dream” sem gekk ágætlega en náði þó ekki vinsældum “More and More” frá árinu áður

Árið 2005 var “Diva” kosin í netkosningu eitt af fjórtán lögum til að taka þátt í sjónvarpskosningu um besta Eurovisionlag allra tíma í 50 ára afmælishátíð Eurovision sem haldin var í Kaupmannahöfn í Danmörku. En lagið komst þó ekki í topp 5.
Dana kom fram í afmælinu bæði sem gestakynnir og svo söng hún einnig

Dana er um það bil að leggja loka hönd á nýja plötu í Ísrael sem mun koma út í ársbyrjun 2007 en þó mun forsmekkurinn koma svolítið fyrr því fyrsta smáskífan kemur út núna í Desember og er jafnvel komin út nú þegar án þess að ég hafi fyrir því öruggar heimildi
What if this ain't the end?