Wig Wam Segja má að Wig Wam sé hálfgerð Eurovision hljómsveit í bestu merkingu þess orðs, en eins og allir vita þá keppti Wig Wam í Eurovision árið 2005 í Kiev og lennti í 9. sæti með lagið “In My Dreams” sem gítarleikari sveitarinnar Trond “Teeny” Holter samdi en það sem þó færri vita er að Wig Wam reyndu að komast líka keppnina árinu áður með lagið “Crazy Things” og áður hafði söngvari sveitarinnar Åge Sten “Glam” Nielsen reynt fyrir sér í keppninni undir nafninu G*sten en án árangurs. Og nú í ár hefur Trond “Teeny” Holter sent inn lag í MPG (Forkeppni þeirra norðmanna) og komst það inn þannig að það gæti talist 4 framlag Wig Wam meðlima til Eurovision þó svo að Teeny hafi sagt að hvorki hann sjálfur í eigin persónu eða Wig Wam muni koma að flutningi lagsins.
Í ljósi þess að saga Wig Wam er mjög svo spinnuð inní Eurovision hef ég ákveðið að skrifa grein um Wig Wam með sérstaka áherslu á Eurovision hluta þessarar frábæru hljómsveitar.

The Early days.

Árið 2001 var stofnuð hljómsveit í Eastfold í Noregi, meðlimir hljómsveitarinnar voru engir nýliðar í tónlistinni höfðu meðal annars verið í böndunum: Dream Police, Artch (með Eiríki Hauksyni), Sha-Boom, Ole Evenrud og svo sem solo artistar. Þeir höfðu aldrei verið allir saman í hljómsveit en höfðu höfðu þó unnið saman á einhverjum tímapunkti tveir og tveir en þekktust þó allir fyrir stofnun bandsins.
Stefnan var strax tekin á vinsældir í Noregi og lögðu þeir mjög hart að sér við að spila sem víðast um Noreg og skilaði það fljótlega árangri því þeir urðu fljótlega eitt vinsælasta live band Noregs en þeir vildu meira en það.

Eurovision 2004

Árið 2004 sendu þeir svo lagið “Crazy Things” inn í MPG og fékk það lag inn í keppnina og endaði í 3. sæti en þá vann einmitt Knut Anders Sorum með lagið “High”, segja má að að þessum tíma punkti hafi Wig Wam orðið “frægir” í Noregi.

666…The Neighbour of The Beast

Fljótlega sama ár sendur þeir svo frá sér sína fyrstu plötu sem fékk nafnið “667 … The Neighbour Of The Beast” sem er skopstæling á plötu Iron Maiden “666…The Number Of The Beast”. Platan innihélt meðal annars Mel C #1 hittarann “I Turn To You” í GlamRock útgáfu og svo var auðvitað Euirovisionlagið “Crazy Things” að finna á plötunni.

Eurovision 2005 og “Hard To Be A Rock N Roller…in Kiev”

Ári seinna sendu þeir svo annað lag í MPG og komst aftur inn og voru hluti af MPG 2005 með lagið “In My Dreams” sem vann keppnina og varð þar af leiðandi fulltrúi norðmanna í Eurovision 2005. Smáskífan með laginu “In My Dreams” var 19 vikur á norska smáskífulistanum og þar af 3 í fyrsta sæti.
Áður en þeir lögðust í ferðalag til Kiev í Úkraínu endur útgáfu þeir diskinn sinn undir nýjunafni hjá nýju útgáfufyrirtæki, en nýja útgáfa disksins sem hlaut nafnið “Hard To Be A Rock N’Roller…In Kiev” innihélt einnig nýja Eurovisionlagið “In My Dreams” ásamt öllum hinum lögunum sem voru á fyrri disknum.
Í Eurovision vikunni í Kiev heilluðu Wig Wam alla uppúr skónum með fagmannlegri sviðsframkomu og almennu fíflagangi sem er þó ekkert í ætt við fíflaganginn sem Silvía Nótt var svo með árið eftir, heldur voru þeir bara að GLAMROKKAST .
Í keppninni sjálfri náðu þeir í rauninni frábærum árangri miðað við það að þetta var í fyrsta skipti sem alvöru rokklag var flutt á sviði í Eurovision keppni, þeir enduðu í 9. sæti eftir að hafa komist uppúr forkeppninni og skutu þar meðal annars Selmu Björns ref fyrir rass.

Rock Is The New Schläger Tour 2005

Sumarið 2005 fóru Wig Wam í mikinn og stóran túr sem teygði sig yfir allan Noreg, yfir til Svíþjóðar, til Íslands og einnig til Þýskalands auk þess að spila náttúrulega í Úkraínu í Eurovision og var þeim hvarvetna tekið með eindæmum vel. Á Þessum túr komu þeir meðal annars fram á Junior Eurovision forkeppninni í Noregi.

DVD

Í Nóvember sama ár þá sendu þeir frá sér tvöfaldan DVD disk sem hlaut nafnið “'Rock ‘N’ Roll Revolution 2005” á öðrum disknum var að finna tónleika með Wig Wam og sinfóníuhljómsveit Eastfold og á hinum var að finna tvær heimildar myndir aðra um 2005 túrinn og hina um Eurovision æintýrið þeirra auk þess sem á honum var að finna öll tónlistar myndböndin þeirra.

Wig Wamania og Wig Wamania og Wig Wamania Tour 2006

Strax í byrjun árs 2006 fóru Wig Wam – liðar svo í studio til að taka upp nýja plötu og kom hún út í apríl. “Wig Wamania” sem er nafnið á disknum inniheldur 11 ný frumsamin auk talaðs intrós. Eftir að þeir höfðu sent diskinn frá sér lögðu þeir í aðra tónleikaferð og aftur var spilað um allan Noreg, í Svíþjóð, á Íslandi og í Þýskalandi en auk þess spiluðu þeir í Bretlandi og Grikklandi en þeir spiliuðu þar tvenna tónleika í Eurovision vikunni og var mikið fagnað af Eurovision aðdáendur þar. Á þessum túr komu þeir meðal annars fram í MPG 2006 sem sérstakir gestir og veittu meðal annars sigurvegaranum Cristinu Guldbrandsen sigurverðlaunin.

Japan

Snemma í ágúst 2006 kom Wig Wamania út í Japan með tveim aukalögum sem eru hvergi fáan leg nema á þessari útgáfu disksins og svo í lok Ágúst kom fyrri diskurinn einnig út í Japan undir nýju nafni “Hard To Be A Rock N’Roller…In Tokyo”

Framhaldið

Eftir að Wig Wamania túrnum lauk um mánaðarmótin Nóv/Des tóku Wig Wam sér smá pásu til að sinna side projectum Flash er að fara smá túr í Grikklandi með gömlu hljómsveitinni Artch, Glam er búinn að endurútgefa sóló plötuna sem hann gaf út áður en Wig Wam ævintýrið byrjaði og Teeny er kominn með lag inní MPG 2007. Þó svo að Wig Wam séu í pásu núna þýðir það ekki að þeir séu hættir, langt í frá þeir eru þegar byrjaðir að semja lög á næstu plötuna sína og byrjaðir að taka upp demo og segir Glam að þessi plata verði betri en hinar plöturnar (Gangi þeim vel), enginn útgáfudagur er kominn á plötuna en Glam segir að hún gæti komið út í vor eða jafn vel ekki fyrr en í haust á næsta ári. Einnig er verið að hugsa um að gefa út annan DVD disk frá tónleikunum sem þeir héldu í Nottingham Rock City fyrr á þessu ári og um frekari landvinninga þá er annar túr í vinnslu og hefur heyrst að talað hefur verið um að fara til Spánar, Litháen og jafnvel víðar og svo auðvitað líka um hin löndin sem þeir hafa verið að spila í.

Þá er ég kominn að deginum í dag í sögu norsku GlamRock sveitarinnar Wig Wam enginn veit hvað framtíðin ber í skauti sér en ég tel það þó víst að Wig Wam eru komnir til að vera og hlakkar mér mikið til að heyra lagið sem Teeny sendi inn í MPG og vona ég innilega að Wig Wam komi aftur í Eurovision einhver tímann, en hver veit þetta verður tíminn bara að leiða í ljós.

Ef þið viljið kynna ykkyr bandið þá mæli ég sérstaklega með:

“Hard To Be A Rock N Roller…in Kiev” (CD)
“Wig Wamania” (CD)
“Rock N Roll Revolution 2005” (DVD)


Heimildir:

Wikipedia

www.wigwam.no

Einnig bara vitneskja mín um þessa hljómsveit sem er þónokkur enda er ég mikill aðdáandi þeirra kappa og hef kynnt mér þá mjög vel frá því ég kynntist þeim í MPG 2005.
What if this ain't the end?