Lönd sem tekið hafa þátt í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva Hér á eftir ætla ég að rifja upp hvaða lönd hafa tekið þátt í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, í stafrófsröð.

Ég tel með þátttökuár þó að landið hafi dottið út í undanúrslitunum eftir 2003.

Albanía hafa keppt síðan 2004 og náðu sínum besta árangri þá; 7. sæti.

Andorra hafa keppt síðan 2004 og hafa aldrei komist í úrslit keppninnar.

Armenía hóf þátttöku í söngvakeppninni 2006 og náðu 8. sæti í fyrstu tilraun.

Austurríki keppti frá 1957 til 2005 (að undanskyldum árunum 1969-70, 1973-75, 1998 og 2001). Þeirra besti árangur var 1966, þegar þeir sigruðu keppnina.

Belgía hefur tekið þátt í söngvakeppninni frá upphafi (að undanskyldum árunum 1994, 1997 og 2001). Þeirra besti árangur er 1 sigur árið 1986, og 2. sæti 1978 og 2003.

Bosnía-Herzegovína hefur tekið þátt síðan 1993 (að undanskyldum árunum 1998 og 2000). Þeirra besti árangur var 3. sæti í keppninni 2006.

Breska samveldið (United Kingdom) hefur tekið þátt síðan 1957 (nema 1958). Eitt af Big4 löndunum. Besti árangur: 5 sigrar (1967, 1969 (1/4), 1976, 1981 og 1997), 2. sæti (1959, 1960, 1961, 1964, 1965, 1968, 1970, 1972, 1975, 1977, 1988, 1989, 1992, 1993 og 1998), 3. sæti (1973, 1980 og 2002).

Búlgaría hefur tekið þátt síðan 2005, en hefur í hvorugt skiptið tekist að komast í gegn.

Danmörk hefur keppt frá 1957 (að undanskyldum árunum 1967-77, 1994, 1996, 1998 og 2003). Besti árangur þeirra eru 2 sigrar (1963, 2000), 2. sæti (2001) og 3. sæti (1957, 1988 og 1989).

Eistland hefur tekið þátt síðan 1994 (nema 1995). Besti árangur: 1 sigur (2001), 3. sæti (2002) og 4. sæti (2000).

Finnland hefur tekið þátt frá árinu 1961 (nema 1970, 1995, 1997, 1999, 2001, 2003). Þeirra besti árangur er 1 sigur (2006), 6. sæti (1973) og 7. sæti (1962, 1964, 1975 og 1989).

Frakkland hefur tekið þátt frá upphafi (að undanskyldum árunum 1974 og 1982). Þeirra besti árangur er 5 sigrar (1958, 1960, 1962, 1969 (1/4) og 1977, 2. sæti (1957, 1976, 1990 og 1991) og 3. sæti (1959, 1965, 1967, 1968, 1978, 1979 og 1981). Eitt af Big4 löndunum.

Grikkland hefur tekið þátt síðan 1977 (nema 1975, 1982, 1984, 1986, 1999 og 2000). Besti árangur: 1 sigur (2005), 3. sæti (2001 og 2004) og 5. sæti (1977 og 1992).

Holland hefur tekið þátt frá upphafi (nema 1985, 1991, 1995 og 2002). Besti árangur: 4 sigrar (1957, 1959, 1969 (1/4), 1975), 3. sæti (1974) og 4. sæti (1972 og 1998).

Hvíta-Rússland hefur tekið þátt í söngvakeppninni frá 2004, en hafa enn ekki komist í gegnum undanúrslit, þó lítið hafi vantað þar á 2005.

Írland hefur tekið þátt síðan 1965 (nema 1983 og 2002). Besti árangur: 7 sigrar (1970, 1980, 1987, 1992, 1993, 1994 og 1996), 2. sæti (1967, 1984, 1990 og 1997) og 3. sæti (1977).

Ísland hefur tekið þátt í söngvakeppninni síðan 1986 (nema 1998 og 2002). Þeirra besti árangur er: 2. sæti (1999), 4. sæti (1990) og 7. sæti (1992).

Ísrael hefur tekið þátt síðan 1973 (nema 1980, 1984, 1994, 1996 og 1997). Besti árangur: 3 sigrar (1978, 1979 og 1998), 2. sæti (1982 og 1983) og 3. sæti (1991).

Ítalía keppti í söngvakeppninni frá 1956-80, 1983-85, 1987-93 og 1997. Þeirra besti árangur var: 2 sigrar (1964 og 1990), 2. sæti (1974) og 3. sæti (1958, 1963, 1975 og 1987).

Júgóslavía keppti í söngvakeppninni 1961-76 og 1981-91 (nema 1985). Besti árangur: 1 sigur (1989), 4. sæti (1962, 1983 og 1987), 6. sæti (1988).

Króatía hefur tekið þátt síðan 1993. Besti árangur er 4. sæti (1996 og 1999) og 5. sæti (1998).

Kýpur hefur tekið þátt frá 1981 (nema árin 1988 og 2001). Þeirra besti árangur í keppninni er 5. sæti (1982, 1997 og 2004), 6. sæti (1981 og 2002) og 7. sæti (1987).

Lettland hefur tekið þátt í keppninni síðan 2000. Besti árangur: 1 sigur (2002), 3. sæti (2000), 5. sæti (2005).

Litháen tóku þátt 1994, 1999, 2001-02 og frá 2003. Þeirra besti árangur er 6. sæti (2006).

Líbanon ætlaði að taka þátt í keppninni 2005, en hættu við þátttöku vegna deilna við Ísraelsmenn.

Lúxemborg tóku þátt í keppninni frá 1956 til 1993 (nema 1959). Besti árangur: 5 sigrar (1961, 1965, 1972, 1973 og 1983), 3. sæti (1962 og 1986) og 4. sæti (1957, 1964, 1967, 1974 og 1988).

(Fyrrum júgóslavneska lýðveldið) Makedónía hefur tekið 7 sinnum þátt í söngvakeppninni; 1998, 2000, 2002 og frá 2004. Besti árangur: 12. sæti (2006).

Malta hefur tekið þátt í söngvakeppninni alveg síðan 1991, en keppti einnig árin 1971-72 og 1975. Besti árangur: 2. sæti (2002 og 2005), 3. sæti (1992 og 1998) og 5. sæti (1994).

Moldavía hóf þátttöku í keppninni 2005. Þeir náðu 6. sæti 2006.

Mónakó keppti í söngvakeppninni á árunum 1959-79, og hófu aftur þátttöku 2004. Besti árangur: 1 sigur (1971), 2. sæti (1962) og 3. sæti (1960, 1964 og 1976).

Marokkó tók þátt í söngvakeppninni 1980, með litlum árangri; 18. sæti.

Noregur hefur tekið þátt í keppninni síðan 1960 (að undanskyldum árunum 1970 og 2002). Besti árangur: 2 sigrar (1985 og 1995), 2. sæti (1996) og 3. sæti (1966).

Portúgal hefur tekið þátt síðan 1964 (nema 1970 , 2000 og 2002). Besti árangur: 6. sæti (1996), 7. sæti (1972 og 1980) og 8. sæti (1991 og 1994). Það land sem lengst hefur keppt í keppninni án sigurs.

Pólland hefur tekið þátt síðan 1994 (nema 2000 og 2002). Besti árangur: 2. sæti (1994), 7. sæti (2003).

Rúmenía hefur keppt í keppninni síðan 1993 (nema árin 1995-97, 1999 og 2001). Besti árangur: 3. sæti (2005), 4. sæti (2006) og 9. sæti (2002).

Rússland hefur tekið þátt síðan 1994 (nema 1996, 1998 og 1999). Besti árangur: 2. sæti (2000 og 2006), 3. sæti (2003), 9. sæti (1994).

Serbía – Svartfjallaland (Júgóslavía yngri) tók þátt sem Júgóslavía 1992, og sem Serbía/Svartfjallaland frá 2004 (nema 2006). Besti árangur: 2. sæti (2004) og 7. sæti (2005).

Slóvakía tók þátt í keppninni 1994, 1996 og 1998. Besti árangur: 18. sæti (1996).

Slóvenía hefur tekið þátt síðan 1993 (nema 1994 og 2000). Besti árangur: 7. sæti (1995 og 2001), 10. sæti (1997).

Spánn hefur keppt óslitið síðan 1961. Eitt af Big4 löndunum. Besti árangur: 2 sigrar (1968 og 1969 (1/4)), 2. sæti (1971, 1973, 1979 og 1995) og 3. sæti (1984).

Svíþjóð hefur keppt síðan 1958 (nema 1964, 1970 og 1976). Besti árangur: 4 sigrar (1974, 1984, 1991 og 1999), 2. sæti (1966), 3. sæti (1983, 1985, 1995 og 1996).

Sviss hefur keppt frá upphafi (nema 1995, 1999, 2001 og 2003). Besti árangur: 2 sigrar (1956 og 1988), 2. sæti (1958, 1963 og 1986) og 3. sæti (1961, 1982 og 1993).

Tyrkland hefur keppt síðan 1980 (nema 1994), og keppti einnig 1975 og 1978. Besti árangur: 1 sigur (2003), 3. sæti (1997), 4. sæti (2004).

Ungverjaland tók þátt í söngvakeppninni á árunum 1994-98 (nema 1996) og 2005. Þeirra besti árangur er 4. sæti (1994).

Úkraína hefur tekið þátt síðan 2003. Besti árangur: 1 sigur (2004), 7. sæti (2005).

Þýskaland (áður Vestur-Þýskaland) hefur tekið þátt frá upphafi (nema 1996). Eitt af Big4 löndunum. Besti árangur: 1 sigur (1982), 2. sæti (1980, 1981, 1985 og 1987), 3. sæti (1970-72, 1994 og 1999).

—-
Unnið eftir upplýsingum af vefsíðunni Diggiloo.net.