Saga Lettlands í ESC Þrátt fyrir að hafa bara tekið 7 sinnum þátt í Eurovision hefur Lettland samt sem áður unnið einu sinni, lennt einu sinni í 3 sæti og einu sinni í 5 sæti það er vissulega frábær árangur og vert að fjalla aðeins um sögu þessarar ungu þjóðar í Eurovision

Lettar tóku fyrst þátt árið 2000 í Globen í Stokhólmi í Svíþjóð, fyrstu fulltrúar þeirra var hin stórkostlega hljómsveit Brainstorm og flutti hún lagið “My Star”. Lettarnir fengu mjög góðar viðtökur og enduðu í 3. sæti á eftir hinum dönsku Olsen bræðrum og hinni rússnesku Alsou.
Næsta framlag letta var lagið “Too Much” sem hinn eiturhressi Arnis Mednis flutti, náði það lag alls ekki eins góðum árangri og “My Star” enda langtum lélegra lag, lagið hafnaði í 18. sæti en þar sem nágrannar þeirra eistar unnu þá voru lettar ekki alveg hundfúlir.
Eftir slakt gengi árið áður mættu Lettar tvíefldir til leiks árið 2002 með mikið show atriði sem Marie N sá um. Marie N flutti lagið “I Wanna” og þarf ekki að fjölyrða um það lag því eins og allir vita þá vann Marie glæsilegan sigur þetta vor kvöld í höfuðborg Eistlands, Tallinn.
Árið 2003 voru Lettar á heimavelli og stóðu sig með stakri príði sem gestgjafar en eitthvað vantaði nú uppá árangurinn í keppninni sjálfri, 24. sætið var hlutskipti F.L.Y. hópsins sem flutti wannabe hittarann “Hello From Mars”.
Þar sem nýtt kerfi var sett á árið 2004 það er að segja komin var forkeppni á fimmtudagskvöldi fyrir aðalkeppnina og vegna lélegt gengis Letta árið áður þá varð það hlutskipti þeirra Fomins & Kleins að taka þá í forkeppninni. Að mörgu leiti þá var atriðið þeirra mjög athyglisvert til dæmis voru þeir með tvö trommusett og svo var þetta svolítið rokkað hjá þeim félögum en þrátt fyrir það þá komst ekki lagið þeirra “Dziesma Par Laimi” í topp 10 í forkeppninni og komst þar af leiðandi ekki áfram heldur endaði í 17. sæti forkeppninnar.
2005 sendu Lettar tvo viðbrenda ljósbekkjadrengi sem kölluðu sig Walters & Kaza með rólegu kassagítar ballöðuna “The War Is Not Over” til að taka þátt í forkeppninni og þóttu þeir nógu góðir og komust áfram í aðalkeppnina og endu þar í 5. sæti.
Núna í vor (2006) tefldu Lettar virkilega djarft með því að senda Acapella grúbbuna Cosmos með lag sitt “I Hear Your Heart”, þessi á hætta sem þeir tóku borgaði sig kannski ekki vegna þess að lettar lentu bara í 16 og verða að sætta sig við það að taka þátt í forkeppninni í Helsinki í vor.
What if this ain't the end?