Til hamingju Finnland. Þarna sjáið þið að enn og aftur hafði ég rétt fyrir mér. Ég veðjaði á Finnland og það vann. Ég er ekki eins heimskur og þið haldið alltaf. Ég er með frábæran tónlistarsmekk og þetta kvöld sannaði það enn og aftur.

Ég óska að sjálfsögðu Finnlandi innilega til hamingju með verðskuldaða sigurinn. Það átti þetta skilið. Þeir voru með flottasta atriðið, flottasta myndband sem ég dýrka ennþá og vá ég er svo ánægður núna fyrir þeirra hönd. Vonandi koma þeir til Íslands þetta árið en við gáfum þeim 12 stig.

En hvað er að ykkur annars að gefa leikskólalaginu We are the winners frá Litháen 10 stig? Voru þarna unga gsm krakkarnir sem kusu Silvíu Nótt hinir spilltu aðdáendur að verki þarna aftur? Það er eins og sumir fá aldrei nóg af því að gera grín af Eurovision. Hver veit en mér er sama.

Austur-Evrópsku löndin voru næstum því búnir að eyðileggja þetta enn einu sinni enn, en við í Norður-Evrópu sigruðum í þetta sinn með því að gefa Austur-Evrópubúm spark í rassgatið.

Ég vissi það líka að Austur-Evrópa myndi sparka líka duglega nokkrum Norður-Evrópubúum úr leik.

En hvað segir þessi úrslit okkur?

Það væri gaman að fá að vita svörin ykkar við því og vinsamlegast engin skítköst við mig enda var það ekki mér að kenna að við töpuðum.