Já nú er undankeppni Eurovison lokið og eins og flestir eiga nú að vita að þá komst hún Silvia okkar ekki áfram :/ maður vissi það svo sem þegar maður heyrði þetta baul á hana! En mér finst að þessir Grikkir hafi ekki efni á því að segja að Silvía sé dónaleg! Að baula á keppanda! hvað er það annað en dónaskapur!

En út í aðra sálma. 20.maí er aðalkeppnin og ætla ég að spá aðeins í stöðu laga sem eru í þeirri keppni:

Sviss: Æji ég veit ekki? ég er ekki að fíla þetta lag…það er svo oft búið að senda svona formúlu, eitthvað friðarlag og sungið um hamingju og frið! Nei þetta vinnur ekki.

Moldavia: Það þarf nú kraftaverk ef að þetta lag á að vinna! þetta er pirrandi lag sem er eins allan tíman. Í atriðinu á sviðinu í keppninni verður konan í mjög fáum fötum til að byrja með en svo klæðir hún sig í fleiri föt, sem er mjög óeðlilegt í þessari keppni því oftast er nú fólkið frekar að fara úr fötunum heldur en að fara í þau! En þetta vinnur ekki.

Ísrael: Ísrael syngur um frið, einu sinni enn! Ísrael syngur alltaf um frið og að heimurinn eigi að sameinast og hætta að vera svona vondur, en það er nú ekkert endilega mikið um frið í landi þeirra, frekar kaldhæðnislegt! Nei þetta vinnur ekki, það er ekkert sem heillar við þetta lag.

Lettland: Jáh þetta eru gaurarnir sem syngja án undirleiks, ég veit ekki hvar ég hef þetta lag? það er eitthvað sem heillar við það en samt ekki, það er mjög lengi að byrja en svo loksins þegar það kemst á skrið er það svo sem allt í lagi en þetta er svona lag sem þarf að hlusta oft á til að geta sagt hvað manni finnst um það. En þetta vinnur ekki held ég.

Noregur: Já hér kemur loksins eitthvað sem er varið í! þetta er mjög fallegt lag sungið á norsku, lag sem maður nennir að hlusta á. Jáh ég held að þetta verði í toppbaráttunni!

Spánn: Nei nei nei nei! Las Ketchup gellurnar mættar með lag sem er ekkert varið í! Þetta lag er mjög svipað laginu sem spánn sendi í fyrra en spánn er eitt af þessum löndum sem geta alltaf verið með. Þetta lag vinnur ekki en kemst sennilega eitthvað áfram.

Malta: Malta með stolið lag eins og svo oft áður, þetta lag sem þeir senda í ár er afskaplega líkt lagi sem Svíþjóð sendi í Eurovision þarna um árið, stelpa og strákur sem sungu e-h give me your love, give me all of your love when…og svo framveigis. En samt sem áður er þetta nú samt ekki sama lagið, en þetta er svo sem ágætt lag sem festist í hausnum á manni! Þetta vinnur ekki en kemst langt!

Þýskaland: Kántrísmellurinn frá Þýskalandi kemur öllum í stuð, ágætis lag sem maður dillir sér við en það mun þó ekki vinna, verður svona einhversstaðar fyrir miðju.

Danmörk: Já danir senda sterkt lag inn í ár, skemmtilegt lag sem maður fer í gott stuð við að heyra. Ísland mun sennilega gefa þessu mörg stig en verður það eins með hinar þjóðirnar? Ég held samt að þetta komist lang og verði ofarlega enda gott lag á ferð.

Rússland: Flott lag sungið af sætum strák. Þetta verður í toppbaráttunni það er víst enda mjög gott lag á ferð, lag sem að maður getur hlustað á aftur og aftur, já þetta fer langt!

Makedónía: Jáh þetta er ágætt lag svo sem þó að mér hafi fundist það frekar kraftlaust í fluttningi í undankeppninni en hver veit hvað gerist á laugardaginn? Hún er allvegana búin að skipta um föt í sínu atriði, en lagið er ágætt og fær sjálfsagt fullt af stigum frá austantjaldsþjóðunum!

Rúmenía: Já þetta er lag sem mun komast langt! gæti þess vegna unnið! Þetta er hresst lag og pilturinn getur sko sungið! Bíðum spennt eftir að sjá þetta, þetta fer langt!

Bosnía: Virkilega fallegt lag hér á ferð! þetta er alvöru tónlist sem hefur verið haft fyrir að semja, ekki einhver kall sem sest fyrir framan tölvu og semur lag á 10 mínútum! nei þetta er sko alvöru tónsmíð! Þetta verður í annaðhvort fyrsta eða öðru sæti! það er alveg pottþétt! Mjög fallegt lag líka.

Litháen: Grínlagið sem komst áfram í staðin fyri okkur. En veistu að þetta lag venst og ég skemmti mér konunglega yfir þessu atriði á fimmtudaginn, þegar maðurinn sem hafði staðið kurr allann tíman á sviðinu tók þessa líka rosalegu danskippi! Þetta er eins og svona hvattningar fótboltasöngur, já og svo fanst mér lagið líka vaxa mjög þegar ég heyrði að það var púað á þá þegar að þeir komust áfram alveg eins og var gert við okkur Íslendinga, þá fann maður smá samúð með þeim! það er ömurlegt að láta púa á sig! Þessir grikkir hafa einga mannasiði! Það væri mátulegt á þá ef þetta inni svo! En ég spá því að þetta komist langt! enda allt í lagi að gera grín af þessari keppni!

Bretland: Neee ekki þetta lag! það er eitthvað svo pirrandi við þetta lag! Fullorðnar konur í skólabúningum að þykjast vera tólfára og syngja með einhverrri uppgerðar barnarödd á meðan einhver kall rappar! nei bretar verða neðarlega í ár, þetta verður klósettlagið mitt!

Grikkland: Einhver fræg kona að nafni Anna Vissi?? ekki veit ég nú hver það er, en lagið sem hún syngur er heldur ekkert spes, þessu er nú spáð sigri ásamt svíþjóð en ég held nú ekki að þetta vinni, en þetta fer nú sennilega lagt en lagið er ekkert spes og söngkonan kreistir tónana allt of mikið upp úr sér. Nei þetta vinnur ekki.

Finnland: Skrýmslin okkar! Já þeir eru ágætir og munu komast langt enda eiga finnar það skilið! en mér fanst samt vanta meira líf í atriðið þeirra á fimmtudaginn en þeir voru kannski bara að spara sig fyrir laugardaginn. En lagið er kannski ekkert frábært en það er samt eitthvað við það og búningar þeirra hafa mikið að segja. Ísland mun gefa þessu landi 12 stig! en þetta vinnur ekki en verður ofarlega.

Úkraína: Já þetta er alvöru lag! virkilega góður fluttningur hjá henni á fimmtudaginn! ég hugsa að þetta vinni! það minnir mig á lagið sem Sakis söng fyrir grikkland þarna um árið shake shake eða e-h? En þetta er mikið stuðlag og manni langar bara að fara að dansa þegar maður heyrir það! þetta er lag sem gæti lifað, já þetta verður í efstu sætum ef að það vinnur ekki bara!

Frakkland: Frakkar syngja á frönsku eins og vanalega! En þetta laga er svona la la, mér finnst það ágætt en ekki vera vinningslag, þetta er lag sem þarf að hlusta á nokkrum sinnum til að melta það, það verður svona eitthvað aðeins fyrir neðan miðju.

Króatía: Úff segi ég nú bara! ég fæ hausverk af þessu lagi! Konan hefur alveg einstaklega pirrandi rödd og þetta er lag sem ég get bara ekki hlustað á! Með verri lögunum í ár en mun samt komast langt.

Írland: Já þetta laga heillar mig rosalega, söngvarinn er mjög góður, söng lagið þarna you rase me up sem allir hafa heyrt! mjög góður og hann var mjög góður á fimmtudaginn og átti það skilið að komast áfram, þetta verður annað hvort ofarlega eða svona eitthvað aðeins fyrir ofan miðju.

Svíþjóð: Carola hin fræga, jáh lagið finnst mér ekkert spes en fólk sem kýst þetta lag er líka bara að kjósa flytjandan hér. Persónulega finnst mér framkoma Carolu pirrandi, henni finnst eins og hún sé löngu búin að vinna þetta og að það séu bara formsatriði að fara og syngja lagið, hún er hvort eð er búin að vinna allt þetta pakk! En hún getur sungið það er víst en mér finnst hún vera aðeins of örugg með sig því að lagið er ekki það gott þó að hún sé góð.

Tyrkland: Ég skil ekki afhverju þetta lag fór áfram á fimmtudaginn?? þetta er hrikalegt lag! Röddin í konunni er svo djúp og leiðinleg og svo þegar hún fer að tala á tyrknesku inni í miðju lagi að þá er mælirinn fullur! þetta hræðilegt lag, mér verður óglatt þegar ég heyri það! og það sem mér finnst svo asnalegt er að hún syngur eitthvað bull á tyrknesku og svo kemur allt í einu eitthvað super star inní! er það tyrkneska eða? Og svo þessi skræki tónn sem hún endurtekur í sífellu! úff ég vona að þetta komist ekki lagt!

Armenía: Þeir voru fyrstir í undankeppninni og svo síðastir í aðalkeppninni. Lagið sjálft er svo sem allt í lagi en mér fanst samt að það ætti ekki skilið að kommast áfram á fimmtudaginn því að mér fanst það einfaldlega ekki nógu gott í fluttningnum hjá þeim, þetta verður sennilega eitthvað aðeins fyrir neðan miðju.

Jæja þá er þetta bara komið, ég vil taka það fram að þetta eru bara mínar skoðanir og hugleiðingar en þetta getur verið allt rangt hjá mér, þetta var aðalega hugsað til skemmtunar :) Njóðið laugardagskvöldsins sem best! :)