Hollensku þáttekendurnir heimsækja Ísland Hollenska sveitin Treble sem samanstendur af þrem stúlkum sem heita Niña, Djem og Caroline, kom til Íslands nú á dögunum til þess að kynna framlag sitt til Eurovision söngvakeppninar sem fram fer í Aþenu í Grikklandi í vor.

Þær fengu að hitta Silvíu Nótt í Reykjavík en eru nú á leið til Parísar. Þær hafa ferðast víða og heimsótt alls 28 lönd til að kynna framlag sitt. Þær sögu að þær hefðu fengið bestu móttökurnar í Möltu, Íslandi og Tyrklandi. Þær sögðu einnig að það hefði verið gaman að sjá hvað keppnin er vinsæl í þessum þrem löndum. Aftur á móti að á Írlandi og í Bretlandi væri keppnin ekki nærri því eins vinsæl.

Svo er bara að bíða og sjá hvort að þessi mikla kynningarferð þeirra muni skila einhverjum árangri?