Ísland áfram í aðalkeppnina??
Já ég sem glöggur lesandi Fréttablaðsins í dag rak augun í það að samkvæmt veðbankanum Paddy Power mun Silvía nokkur Nótt lenda í 9.-13. sæti. En 9.-10, sæti myndi duga okkur til að komast áfram í aðalkeppnina.

Ég rak augun í annan veðbanka á netinu og þar er okkur spáð á svipuðum stað eða í 12.sæti. Þannig að það má segja að þetta sé allt spár á svipuðu róli.

Annars hefur Grikkjum verið spáð sigur í ár en það er Anna Vissi sem er fulltúi þeirra ár. Einnig er frændum okkar Svíum spáð ágætu gegni en þar er á ferð velreyndur keppandi er Carola heitir, en hún mun áður hafa áður unnið keppnina fyrir Svíþjóð með laginu “Fanged av en stormvind”. Einnig hafa Rúmenía og Belgía verið nefnt í þessu sambandi.

Annars er voðalega erfitt að taka mark á þessum spám, t.d. var okkur Íslendingum og Hollendingum spáð mjög góðu gegni í fyrra, en vitið menn hvorugt landið fór áfram í aðalkeppnina ?. Hins vegar segja þessar spár stundum rétt til, því jú Grikkir tróndu á toppi þessar lista lengi vel fram að keppninni og uppskáru svo sigur þegar Helena söng lafið “M numer one”.


En það er bara að bíða og sjá hvort Silvía komist áfram þann 18. maí n.k. gaman hefur annars verið að sjá hvað margir hér inni eru heillaðir af finnska framlaginu í ár eða Lorda ?. Gaman af þessu.
- Er gaman af biluðu bulli? Skoppaðu þá eins og fiskur í algjöru rugli!!