Mín spá um lögin 35 Til að byrja með vil ég taka það fram að þetta eru mínar skoðanir og eru örugglega einhverjir ekki sammála mínu mati og þá er endilega bara að tjá sínar skoðanir hér fyrir neðan.

Einnig þá lít á þetta þannig að öll lögin séu í undankeppninni (nennti ekki að finna út hver væru komin áfram)

Armenía
Lagið er gott og ágætilega sungið en einhvern veginn finnst mér ég hafa heyrt það áður.
Spái því áfram

Andorra
Grípandi lag og vel sungið en höfðar líklega ekki til allra, en við fyrstu hlustun er það ágætt
Spái því að það gæti sloppið en er í hættu ef að mörg góð lög koma á móti

Armenía
Feikna gott lag og er einmitt ekta danslag, góður fílingur í því og stuð. Hins vegar er textinn og lagið sjálft soldið einhæft mér finnst ég alltaf vera að heyra sömu línuna
Spái því áfram því að þetta lag er einmitt þannig að það grípur Evrópubúa.

Hvíta-Rússland
Hörkulag það er enginn vafi á því, eins og Armeníu lagið er það gott danslag en mér finnst ég alltaf vera að heyra “Ma, ma, ma, ma, ma, mum”
Spái því áfram

Belgía
Ekta Eurovisionlag er svona góður fílingur í því og vel sungið. Það er smá Christina Aguilera fílingur í því sem gerir það ekkert verra. Þetta lag er ekki lag sem að ég myndi hlusta á aftur og aftur en það kemst örugglega áfram

Bosnia & Herzegovina
Lagið er of lengi að byrja því og er alltof rólegt maður sofnar eiginlega yfir því, það kemur reyndar inn meira stuð og þá byrjar lagið fyrst að vera gott en þá fólk verið gengið frá tækjunum.
Seinni helmingur lagsins er góður og það endar með krafti, en það er ekki nóg spái því ekki áfram.

Búlgaría
Mariana Popova fangar alla vega augu karlmanna í myndbandi sínu því að þar ræður erótíkin völdum. En lagið er gott og fer hún hátt í viðlaginu sem að gefur aukastig.
Spái því áfram

Króatía
Þegar þetta lag byrjaði langaði mig ekki til að halda áfram að hlusta en til að geta dæmt það kláraði ég lagið og ég kvaldist hverja einustu sekúndu
Þetta lag fer ekki áfram

Kýpur
Rólegt, rólegt, rólegt lag. Ég er mikið fyrir ballöður en þetta fannst mér of rólegt. Í síðasta versinu færist reyndar heldur betur kraftur í lagið en að mínu mati skiptir það ekki máli því að allir eru löngu sofnaðir þá.
Spái því ekki áfram

Danmörk
Gó Danir. Þarna kom hörkulag, flottur texti, góður taktur og bara magnað lag. Ég var löngu hættur að horfa á myndbandið, maður missir sig í fílingnum.
Að mínu mati besta lagið hingað til spái frændum vorum Dönum áfram

Eistland
Syngjum með Eistunum einn elsti brandari í Eurovision sögunni en ég gæti alveg ímyndað mér að syngja með þessum Eistum (Þó að söngkonan sé Sænsk). Gott lag og vel sungið er dáltið lítilfjörlegt í byrjuninni en í viðlaginu þá er sko málið að hækka í botn og dansa.
Get alveg séð þetta fara áfram

Finnland
Æ-æ-æ-æ-æ. Útúr hvaða vídd sluppu þessir náungar. Lagið er ekki alvont og maður getur fílað sig þarna á nokkrum stöðum en hvað er málið með ”outfittið” !!!!
Og hvað eru þeir að hugsa að fara með þetta í Eurovision
Spái þeim ekki áfram

Makedónía
Þarna er ein daðurdrós á ferðinni þegar lagið byrjaði átti ég von að þetta gæti orðið eitthvað gott og beið eftir sterku viðlagi. Ég verð að játa að ég varð býsna svekktur þegar að kom að viðlaginu.Það er ekki alvont en mér finnst vanta aðeins meiri kraft í lagið.
Fer það áfram? kannski, kannski ekki….Ég giska á ekki

Þýskaland
Texas Lightning hljómar sem hörkunafn á hljómsveit og þessu átti ég ekki von þegar að ég ýtti á play. Það er ekkert hörku við þetta kúrekalag og finnst mér þetta fullkomlega líflaust. Ef ég fer einhvern tíma að dansa línudans þá kannski gríp ég í þetta lag.
Spái því ekki áfram

Grikkland
Nú veit ég ekki hvað skal segja, ágætt lag svo sem en grípur mig ekki mjög. Hún syngur reyndar þrusuvel og ég veit varla hvernig á að dæma þetta
Ég sjálfur myndir ekki kjósa það áfram en það gæti vel komist áfram

Ísland
Ég er einn af þeim fáu sem að held ekki uppá þetta atriði okkar. En í heildina litið þá er lagið þrusugott (bara eyðilagt með texta og framkomu) og textinn er sérstakur en þetta er ekki að heilla aðrar þjóðir þannig að….
Spái okkur ekki áfram

Írland
Þetta fannst mér þrusugott lag, hugljúf ballaða vel samin, vel sungin, vel valið.
Spái því áfram

Ísrael
Lagið er gott og alls ekki ílla flutt en þrátt fyrir það sé ég það ekki fara áfram

Lettland
Mjög sérstakt lag, afar athyglisvert. Það er vel sungið þó að á nokkrum köflum eins og t.d. í byrjuninni mætti syngja það betur. Þetta er athyglisvert og mjög sérstakt en það er einn galli….ÞETTA ER BARA EKKI GOTT
Spái þeim ekki áfram

Liháen
Hahahahaha. Maður getur ekki annað en hlegið að þessu. Þetta myndi ég segja að væri ekki gott lag, gef textanum smá hrós en ekki mikið. Þeir segja í textanum ”Vote for the winners”. Veistu nei.
Spái þeim ekki áfram

Malta
Voðalega er þetta sætt. Lagið er ekki vont en er ekkert stórverk samt. Textinn er einnig ágætur fyrir utan það að frasinn ”I do” kemur fram 30 sinnum. Myndbandið er einnig dáltið skemmtilegt og mér fannst eiginlega skemmtilegra að horfa á myndbandið en að hlusta á lagið. Þetta lag getur tekið hvaða stefnu sem er en þeir segja ”I do” ég segi ”I don’t”

Moldavía
Loca heitir lagið mér finnst bara ”Loco” að senda það í þessa keppni þetta er lag sem að ég ímynda mér að hafi verið samið í algjörri vímu.
Spái því ekki áfram

Mónakó
Ég hef ekkert annað að segja heldur en það að mér fannst lagið þreytandi alveg frá byrjun.
Spái því ekki áfram

Holland
Þetta lag er alveg svakalega einhæft og þreytist mjög fljótt.
Spái ekki áfram

Noregur
Lagið er ekki alslæmt en það vantar allann kraft í þetta. Er eiginlega bara svona lalala
Sé það ekki áfram

Pólland
Jæja er Ich Troje komnir aftur, lagið er svona allt í lagi en ekki mikið meira en það. Einn söngvarinn hefur mjög hrjúfa rödd sem að virkaði 2003 í þeirra lagi en núna er hann bara að eyðileggja lagið.
Ég er búinn að vera mjög neikvæður núna vil ekki hleypa neinu lagi inn en því miður þá samt sé ég þetta ekki fara áfram

Portúgal
Portúgalar finnst mér aldrei hafa geta samið lög og hef aldrei fundist lag frá þeim flott og sorry stína þetta ár er engin breyting

Rómanía
Þetta er það sem ég kalla fingralag, maður fer að slá taktinn með fingrunum en það er ekki mikið af öðrum líkamspörtum sem hreyfast.
Spái því ekki áfram

Rússland
Jæja það er smá von hér, ég gef laginu ekki mörg stig en svona lag gæti fengið slatta af stigum því að svona lög hafa oft gert sig (sjá Makedóníu í fyrra)
Spái að það sleppi í gegn

Slóvenía
Það er stuð í þessum. Ég kann ágætilega við þetta lag, bryjar sem hugljúf ballaða og fer síðan að lifna við þegar fer að líða á það.
Spái því áfram

Spánn
Jæja Tómasósukellurnar bara mætar svæðið. Þær mættu alveg halda sig utan þess. Þær eiga ekki heima þarna, alla vega ekki með þetta lag.
Spái þeim úti

Svíþjóð
Þetta lag er alveg augljóst að var samið í Svíþjóð þú þekkir alveg sænska tóninn.
Hann hefur stundum virkað og stundum ekki. En lagið er gott þó að það skari ekkert framúr hinum
Ég spái þeim áfram núna

Sviss
Ég dýrka þetta lag! Lagið er mjög gott og vel sungið, textinn góður og mjög skemmtilegt hverngi þau skipta á milli sín textanum.
Spái þeim áfram og einnig í eitt af topp sætunum

Tyrkland
Ég er ekki viss um hvort að þetta eigi eftir að gera sig en það heillar mig ekki þannig eð ég segji að það gæti farið áfram en mér finnst það ólíklegt

Bretland
Haha snilld snilld og aftur snilld. Lagið er mjög gott og textinn algjör snilld ég styð þennan áfram þetta er málið
Spái þessu áfram

Myndir er af keppanda Bretlands