Laugardagskvöld og klukkan er korter í 7.. sem þýðir korter í Eurovision :) …. Allt er tilbúið; ídýfan, snakkið, gosið, nammið og snitturnar. Ég er skotheld. Mamma fór meira að segja til London til að geta keypt uppáhalds súkkulaðið mitt sem var uppselt á landinu, og gerði hún það bara fyrir þetta eina kvöld :).

Fjölskyldan er klár í slaginn, mamma fékk meira að segja að fara fyrr úr vinnunni. Þar sem að skemmtunin hefst klukkan 7. En hún vinnur alltaf til 8.

Við fjárfestum í nýjum sófa, bara til að toppa þetta kvöld og það sem setti punktinn yfir i-ð var flatskjárinn!!! Mikið svakalega verður þetta besta Eurovision upplifun sem ég hef á ævi minni upplifað, nýr og betri sófi og svo FLATSKJÁR - það gerist varla betra.

En martröðin var að byrja þegar pabba datt í hug að fara að kveikja á nýju græjunni, þá var tækið gallað!! Við urðum að horfa á keppnina í litla eldhússjónvarpinu sem var ÖMURLEGT, það er svo gamalt að myndin er svarthvít, við misstum líka að fullt af atriðum því pabbi ætlaði að vera svo laghentur að gera við tækið, en allt kom fyrir ekki. Við misstum meira að segja af Silvíu!

Á meðan við vorum inn í eldhúsi að horfa gleymdist allt nammið og hundurinn át allt! og varð svo æstur út af öllum sykrinum að hann nagaði göt á nýja sófasettið sem nú er ónýtt og endaði á haugunum. Hann át svo auðvitað súkkulaðið mitt frá London.

En það sem maður getur huggað sig við er að Ísland vann og náði maður að sjá það, reyndar svarthvítt en hey! ,maður fékk þó að sjá það !!

Þannig að það sem ég vill hafa á næsta ári þegar maður horfir á Eurovision, er eldgamalt sófasett, sjónvarp sem virkar og ENGANN HUND!! og vil ég bara ráðleggja ykkur að fara ekki að gera svona vitlausu eins og ég og fjölskylda mín með því að missa ykkur algjörlega yfir þessari keppni - þetta er bara Eurovision!
- Er gaman af biluðu bulli? Skoppaðu þá eins og fiskur í algjöru rugli!!