Á Rás 2 var kosning í gangi um hver kynþokkafyllsta konan á Íslandi væri í tilefni þess að Konudagurinn var. Sá sem bar sigur úr býtum var engin önnur sjónvarps- og eurovision stjarnan Silvía Nótt. Það fyndna við þetta allt er að Ágústa Eva(sá sem leikur Silvíu Nótt fyrir þá sem ekki vissu) var í 4. sætinu. Alveg hreint ótrúlegt að sama manneskjan skuli vera siguvergari og í 4. Sæti. Það eru ekki allir sem ná þessum árangri ? og er þetta að mínu mjög svo spaugilegt, ekki á hverjum degi sem maður er bæði í 1. og 4. Sæti ;D.

En talandi um Silvíu Nótt þá er lokakvöldið í Eurovision annaðkvöld og munu 15 ólkík lög keppast þar um að fá að fara til Aþenu.Skiptar skoðanir eru á hver sigurvegarinn verður og verður gaman að sjá það. Dúettin The Bobbysocks mun koma og leika fyrir gesti en þess má geta að þegar er uppselt á þennan atburð enda engin furða miðað við þær gríðarlegu viðtökurnar sem keppnin hefur fengið.

En ég vill endilega benda öllum á kosniguna sem er í gangi heimasíðurkeppnarinnar eða á www.ruv.is/eurovision en þar er hægt að kjósa sitt uppáhalds euruvision lag sem hefur keppt fyrir Ísland. Hver veit nema svo að besta lagið verði flutt annaðkvöld? Það væri virkilega skemmtilegt að sjá, reyndar fer það alveg eftir því hvaða lag það er. Hvert er þitt uppáhaldslag?

En allavega bara endilega kíkja við og kjósa sitt uppáhaldslag sem og að horfa á keppina á morgun :).
- Er gaman af biluðu bulli? Skoppaðu þá eins og fiskur í algjöru rugli!!