Já kæra fólk.. það styttist óðfluga að við munum velja okkur lag sem keppir í Grikklandi. Er ég orðin mjög spennt og get ekki annað en rifjað upp árangur okkar í keppninni í gegnunm öll þessi ár sem við höfum alltaf verið við það að vinna ( eða að minnsta kosti af okkar mati :D )..

Árið 1986 fór I.C.Y Hópurinn með Gleðibankann út og ætlaði allt að verða vitlaust hér heima. Veðbankarnir spáðu okkur góðu gegni og vorum við búin að vinna áður en við kepptum ( eins og sem oft áður) en gleðin fór strax þegar það var ljóst að við vorum í 16. sæti.

1987 fór lagið Hægt og hljótt í flutningi Höllu Margrétar. Vonir voru bundnar við hana en talan 16. endurtók sig aftur okkur til miklar mæðu.

1988 fór lagið Sókrates sem Stefán Hilmarsson söng svo fallega með undirleik Sverris Stromskers. Lagið hafnaði í 16. sæti og voru Íslendingar farnir að halda að þarna yrðum við bara næstu árin.

En allt kom fyrir ekki því 1989 fór Daníel Ágúst með lagið Það sem enginn sér og var þá botninum náð eða 22.sætið.

En það birti yfir öllu þegar Stjórin fór út til Króatíu 1990 með Eitt lag enn og hafnaði í 4. sæti. Við vorum sko aldeils búin að vinna þetta þá og gleymist þessi árangur seint, vilja sumir þakka rauða kjólnum hennar Siggu fyrir þetta, enda massa flottur kjóll, eldrauður of fínn :).

1991 fór Eurovisionlagið Nína sem Stebbi og Eyfi fluttu, og hafnaði það í 15. sæti sem var mun skrárra en óhappasætið 16.

1992 fór Nei eda já með flokknum Heart 2 Heart (Sigga og Sigrún Eva) og náðu þær frábærum árangri með flottum dansi og hreyfingum eða 7. sæti.

1993 fór hún Ingibjörg Stefánsdóttir með Þá veistu svarið, og lentum við í 13. sæti sem er alveg hreint ágætur árangur :). In

1994 voru það svo Næturnar hennar Siggu ( sem Sigrún Eva söng reyndar í forkeppninni heima) og höfnuðu þær í 12. sæti.

1995 fengu aðdáendur Björgvins Halldórssonar ósk sína uppfyllta þegar hann fór með lagið Núna og lenti í 15. sæti sem flestir voru ekki alveg nógu ánægðir með, en hey! allt er skárra sem er fyrir ofan 16!

1996 fór Anna Mjöll með lagið Sjúbidú sem lenti í 13.sæti og sagði hún sjálf að hún hefði gert sér vonir um hærra sæti en það sem bætti úr því var að hún fékk verðlaunin fyrir flottasta kjólinn, ekki amaleg verðlaun þar :),

1997 fór Eurovision stjarnan Páll Óskar með Minn hinsti dans, sem lét margar gamlar konur reka upp ramakvein vegna sérstaks attriðis sem vakti mikla athygli víða. Lagið hafnaði í 20. sæti.

1999 fyrsta lagið á ensku eða All out of luck sem Selma Björnsdóttir söng frábærlega og vitum við öll hvernig það fór, já 2. sætið. Allt ætlaði að verða vitlaust þetta kvöld,en því miður sigraði Charlotte Nilson okkur og hirti af okkur 1. sætið. Það munaði svo litlu :(.

2000 fór lagið Tell me með þeim Einari og Telmu og fengum við þann heiður að vera í 12. sæti það árið.

2001 fór grúppan Two Tricky með Angel, og kom það mörgum á óvart að vð skildum vera í 23. sæti og varð það til þess að við urðum að fara í pásu í eitt ár.

2003 fór Birgitta eða Bigga Hau með Open your heart sem vakti ágæta lukku erlendis og endaði í 9-10 sæti ásamt Spáni.

2004-Heaven- Jónsi í hvítu jakkafötunum sem söng æðarnar út úr hálsinum, en var þó ekki nóg til þess að sigra heldur var það 19. sætið.

2005 fór svo hún Selma með If I had your love, sem voru gerðar mjög miklar vonir til, en á einhvern hátt líkaði Evrópu ekki við það atriði hvort sem að það var búningunum að kenna eða ekki, þá lentum við allavega í 16.sæti í undankeppninni.

Svo er bara stóra spurningin hver fer út núna, ætlum við að vinna eina ferðina en og koma fúl heim eða hvað? Það er stóra spurningin..
- Er gaman af biluðu bulli? Skoppaðu þá eins og fiskur í algjöru rugli!!