Silvía Nótt í Eurovision MÍN SKOÐUN Ég hef verið að velta fyrir mér kostum og göllum á að senda frekjuna okkar íslendinga í Eurovision. Þetta er 20. ár íslendinga í Eurovision. Hvað höfum við oft unnið? Aldrei, en vorum þarna um árið nálagt því þó. Við höfum aldrei hafið neitt svona grín lag. Fólk við verðum ekkert útskúfuð að senda svona grínlag.
Hver man ekki eftir gaurnum sem söng um evu og adam og var með pappa hljómsveit og söng asanlegt lag á tungumáli sem aðeins hann og hans þjóð skildu.
Svo þýski sjónvarpsmaðurinn sem söng “vadde hadde duddi da” sem var stolið af spice girls.
þegar slóvenar voru með 3 menn sem allir voru klæddir eins og flugfreyjur….
Þessir menn voru að skemmta sér. Það eru oft svona grín lög og viti menn þau eru alltaf í topp 10… Það er kanski ekki málið. Ég býst sterklega við því að þau hafi skemmt sér enn betur en aðrar þjóðir sem voru svo alvarleg og með eitt í huga AÐ VINNA EUROVISION SONG CONTEST!!
Hvernig væri að við íslendingar hættum aðeins í þessari hugsun “við vinnum þetta núna” hvernig væri bara hafa gaman af þessu og hlæja með þessu. Þið getið alveg sagt ykkur sjálf ef þið viljið rooosalega að Ísland vinni þá er MIKIÐ líklegra að við vinnum ef við leyfum Silvíu Nótt að keppa heldur en með ástarballöðurnar og hin lögin!
HÖFUM GAMAN AF ÞESSU OG LEYFUM FREKJUNNI OKKAR AÐ KEPPA!!
Ofurhugi og ofurmamma