Eurovision 50 ára - skemmtilegt og leiðinlegt Þegar ég frétti að það ætti að sýna eurovision í 50 ár varð ég að sjálfsögðu mjög spenntur. Maður settist í sófan og hrofði eins og margir aðrir á þenna merkis viðburð í faðmi fjölskyldunar.
Þegar ég sá hvernig þetta vat sett upp kom það mér skemmtilega á óvart, dansarar dansa við lögin meðan þau eru spiluð á risa skjá á bakvið. Það sem mér fannst samt eyðileggja var það að myndataka fannst mer ekki nægilega góð, auðvitað er erfitt að taka um fólk á svona mikilli ferð en þetta var samt ekki nægilega gott. Skemmtilegt var þó að sjá svona mörg gömul lög sem voru sýnd, sem maður grét á köflum yfir af hlátri. Kynnarnir voru góðir og þetta gekk allt eins og í sögu fram að þessu. Síðan byrjuðu kosninganar og maður kaus að sjálfsögðu nokkur lög sem maður vildu að kæmust áfram, en þá komst eg líka að því að það hafi verið for kosning á netinu, þetta vissi eg ekki og enignn sem ég þekki (kannksi hefur þetta bara farið framhjá mér), en allavega kenni ég ruv um þetta. Þeir bara auglýstu þetta ekki nægilega vel að mínu mati. Síðan koma það að láta mann kjósa aftur, það fannst mer allveg hlægilegt, að láta mann hringja aftur og borga meira, það sem þessi símafyrirtæki gera ekki til að græða meira.Það sem mér fannst samt verst var það að gömlu liðsmenn ABBA hafi ekki komið og tekið við verðlaununum. Ég meina er ekki hægt að koma og taka við einum fjárans verðlaunum, þarf að senda sérstakan talsmann til þess að vera svararmaður hljómsveitarinnar?
Allavega, þetta var mín skioðun á þessu góða/slæma eurovision kveldi.