Góðann og blessaðann daginn, ákvað að senda inn grein til að lífga aðeins upp á þetta! :)…

á http://www.ruv.is/eurovision er hægt að hlusta á öll lögin sem taka þátt 19. og 21. maí. Á laugardögum er svo sýndur bráð skemmtilegur þáttur á ríkissjónvarpinu! Þar koma saman helstu eurovision-snillingar norðurlandanna (Íslands, Noregs, Danmörku, Finlands og Svíþjóðar!) :)… Þar hlusta þeir á lögin, ræða þau, spá gengi þeirra og gefa þeim stig! Þeir eru svo endursýndir á sunnudögum. En nóg um það!

Framlag okkar Íslandinga, eins og allir vita, er If I had your love með Selmu eurovision gyðjunni okkar!
Mér finnst það mjög fínt, en verð að segja ef það væri ekki frá Íslandi myndi ég ekki halda svona upp á það!

Hinsvegar, lagið sem ég tel vinna (og ég er ekki einu sinni búin að hlusta á öll lögin :P!) kemur frá Noregi og er með hljómsveitin Wig Wam. Lagið heitir In my dreams :)!
Lagið er með góðum takti og þetta er pott þétt lag sem maður fer út á golf að dansa við! Þetta lag kýs ég allaveganna..!
Ekki bara það að lagið sé snilld, þá eru þeir klæddir í geggjaða samfestinga! Söngvarinn verður (var það í keppninni í Noregi) 17 sm. háhæluðum skóm!

Einhversstaðar las ég að Hvíta-Rússland væri helvíti gott, en mér finnst það hreint og beint leiðinlegt og slappt!
En það kæmi mér ekki á óvart að hún myndi vinna, en ég yrði þá ofboðslega ósátt!

Selmu spái ég 6. eða 7. sæti! Vona allaveganna að henni gangi sem best :D!

Komið með ágiskanir godt folken :D!!!!! Og endilega mótsvör :)!