Sko málið er að eurovision hefur alltaf verið í alveg einstöku uppáhaldi hjá mér! Og það hefur alltaf verið mjög mikil stemming fyrir því í minni fjölskyldu. Það eru alltaf haldin stór eurovision partý þar sem allir koma til að skemmta sér, matur, fullt af nammi og snakki og öllu. En keppnin sjálf var auðvitað aðal málið og gaman að hafa svona stóra keppni sem tekur allt kvöldið að horfa á og fylgjast með og enginn er tapsár. Núna er þetta allt breytt…

Mér finnst svolítið skítt hvað þetta er orðið mikið vesen. Allar þessar undankeppnir og úrslit, klíkuskapur, öll áhersla lögð á útlit og lang minnst á lagið sjálft. Þetta er ekki lengur eitthvað sem fjölskyldan getur setið yfir á góðu laugardagskvöldi í Maí og notið. Allt í einu er þetta allt fært yfir á Fimmtudag (Hef ég heyrt einhversstaðar, getur vel verið að mér skjátlist)og allt þetta vesen sem leiðir að því að nú eru aðeins TÍU lög sem keppa til úrslita. Er ég ein um að finnast það svolítið OF lítið?? Auk þess sem það verða alltaf sömu löndin sem keppa til úrslita því að það eru alltaf sömu löndin sem gefa löndunum í kring 12 stig. Ég veit ekki með ykkur en þessi keppni er farin að fara alveg einstaklega í taugarnar á mér og ég sé ekki fram á að ég eigi eftir að halda áfram að horfa á þessa keppni í nánustu framtíð.