1986.

Við tókum í fyrsta skipti þátt í Eurovision ’86 í undankeppninni hljómuðu lög svo sem
Ég lifi í draumi, Mitt á milli Moskvu og Washington, Ef, Út vil ek og Með vaxandi þrá.
En Pálmi Gunnarsson vann með Gleðibankann eftir Magnús Eiríksson og fór til Bergen og Helga Möller og Eiríkur Hauksson bættust í hópinn þar var hópurinn ICY kominn og lenti í 16.sæti.

1987.

Við mættum aftur ’87 þá var keppnin haldin í Brussel í undankeppninni heyrðum við lögin Norðurljós, Lífið er lag, Aldrei ég gleymi og Lífsdansinn en Halla Margrét Árnadóttir vann með Hægt og Hljótt eftir Valgeir Guðjónsson þau enduðu í 16.sæti

1988.

Árið ’88 þá var keppnin haldin í Dublin en í undankeppninni heyrðum við Dag eftir dag, Sólarsamba, Ástarævintyri, Eitt vor og Aftur og aftur en Sverrir Stormsker og Stefán Hilmarsson unnu með Þú og Þeir en því var breytt í Sókrates þeir fóru til Dublin og tóku 16.sætið með sér til baka.

1989.
’89 þá var keppnin haldin í Sviss í undankeppninni þar kynntumst við lögunum Sóley, Alpatwist og Línudans en Daníel Ágúst Haraldsson vann með Það sem enginn sér eftir Valgeir Guðjónsson og skrapp til Sviss en fékk ekkert stig og lenti í 22.sæti

1990.

90’ gekk okkur mjög vel keppnin var haldin í Júgóslavíu nánar til tekið í Zagreb.Í undankeppninni heyrðum við lögin Sú ást er heit, Mánaskin, Eitt lítið lag og Eilífur dagur.
Sigurvegararnir Grétar Örvarsson og Sigga Beinteins fóru til Zagreb með Eitt lag enn og skutust uppí 4.sæti besti árangur þangað til 99 íííííhaaaa

1991.

Keppnin ’91 var haldin í róm það ár kom smellur ekki besti árangurinn en uppáhldslagið mitt sem komist hefur út en í undankeppninni kynntumst við Stjarna, Í fyrsta sinn, Lengi lifi lífi og Stefnumót en Stefán Hilmarsson og Eyjólfur Kristjánsson unnu með smellinum Draumur um Nínu þeir fóru til rómar og enduðu í 15.sæti

1992.

92 var keppnin haldin í Svíþjóð í undankeppninni hjá okkur heyrðum við eitt uppáhaldslögum þjóðarinnar Karen og við heyrðum einnig “Þú, um þig, frá þér, til þín “,Eva, Mig dreymir og Ljósdimma nótt.Hópurinn Heart 2 Heart sungu lagið Nei eða Já eftir Stefán Hilmarsson, Friðrik Karlsson og Gretar Örvarsson og fóru til svíþjóðar og lentu í 7.sæti


1993.

Keppnin 93 var haldin í Írlandi í undankeppninni hér heyrðum við Eins og skot, Samba, Hopp-abla-ha og Ó hve ljúft er að lifa Ingibjörg Stefansdóttir flutti Þá veistu svarið eftir Jón Kjell Seljeseth og Friðrik Sturluson og komst til Írlands þar sem hún endaði í 13.sæti

1994.

Keppnin var aftur haldin í Írlandi 94 aðeins þrjú lög voru í undankeppninni það voru Stopp og Indæla jörð og svo söng Sigrún Eva Armannsdóttir lagið nætur og Sigga Beinteins tók við laginu og fór með það til Írlands og hafnaði í 12.sæti.

1995.

95 var keppnin haldin í Dublin engin undankeppni var haldin en Björgvin Halldórsson söng lagið Núna eftir hann og Jón Örn Marinósson hann lenti í 15.sæti.

1996.

Keppnin var haldin í Osló árið 1996 aftur var engin undankeppni hér en feðginin Ólafur Gaukur og Anna Mjöll Ólafsdóttir sömdu lagið Sjú-bí-dú og fengu 51.stig og fóru með það í 13.sæti.

1997.

Sérstök keppni mjög sérstök kppni var haldin í Írland 97 engin undankeppni hjá okkur en okkar framlag breytti keppninni, samkynhneigður karlmaður í leðri spókaði sig um sviðið og söng Minn hinsti dans það var náttúrulega Páll Óskar Hjálmtýrsson lagið var eftir hann og Trausta Haraldsson og Páll lenti í 20.sæti með þetta lag.

1998.

Þá…….vorum við ekki með en Dana vann fyrir hönd Israel með lagið Diva

1999.

Besti árangur okkar kom í fangið á okkur Ísrael 29 maí 1999 engin undankeppni var haldin en Selma Björnsdóttir fór fyrir okkar hond með lagið All out of luck sem að þeir Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson og Sveinbjörn Baldvinsson sömdu og viti með 2.sætið glæsilegur árangur og okkar besti árangur hingað til.

2000.

Keppnin 2000 var haldin í Svíþjóð skemmtilegasta keppnin af mínu mati og engin undankeppni hafði verið haldin síðan 95 en það var gert 2000 í undankeppninni voru t.d. lögin Sta sta stam, Segðu mér, Barnagæla og Söknuður lagið Hvert sem er í flutningi Einars Ágústs Viðissonar og Telmu Ágústsdóttur vann keppnina Örlygur Jakobsson og Sigurður Örn Jónsson sömdu lagið og það var sett yfir á ensku og fékk þá nafnið Tell Me lagið fékk 12.sætið sem að allir voru sáttir við

2001.

Já…2001 eitt voru smá vonbrigði.Keppnin var haldin í Danmörku og í undankeppninni hérna heyrðum við lögin Í villtum dansi, Aftur heim(sem að birgitta haukdal söng þá var hún nánast óþekkt),röddin þín, enginn eins og þú og mín æskuást.Lagði Birta eftir Einar Bárðarson vann mjög gott lag en fólk fékk fljótt leið á því Kristján Gíslason og Gunnar Ólafsson fluttu lagið Angel eins og það hét eftir að hafa verið sett yfir á ensku mjög vel í Parken en ekki nógu og gott 3.stig og síðasta sætið við fengum ekki að koma aftur 2002

2002.
Við vorum ekki með en Marie N vann fyrir hönd Lettlands með lagið I wanna

2003.

Keppnin 2003 var haldin í Lettlandi og undankeppni var haldin á Íslandi þar komu lögin ‘ast á skítugum skóm,Sá þig,Eurovisa,Mig dreymdi lítinn draum og Þú.Birgitta Haukdal vann keppnina með laginu Segðu mér allt sem varð svo að Open your heart lagið er eftir hana sjálfa og Hallgrím Óskarsson sumir sögðu að Gitta hefði verið fölsk á sviðinu í Lettlandi en samt 9.sætið ágætur árangur hjá Húsvíkingum knáa.

2004.

Í undankeppninni 2003 sendi Sveinn Rúnar Sigurðsson inn lagið Með þér sem að gekk ekki vel en á meðan að hann sat inní græna herberginu samdi hann lagið Heaven sem að var framlag okkar 2004 Jónsi söng það í keppninni sem haldin var í Istanbúl og lenti í 19.sæti fólk er greinilega hætt að fíla róleg ög heimur versnandi fer.

2005

Þeir sem okkur langar til sjá næst eru t.d. Botnleðja.Hljómar,Quarasi,Eivör Pálsdóttir,Spaugstofan eða Ný dönsk


Það myndi ekki koma mér á óvart að þetta væri ekki fullkominn pistill en endilega bendið á mistök mín ef einhver eru