Ég er þessi dæmigerða Eurovisiontýpa að mér finnst.
Ég horfi á allar keppnirnar og horfði þetta árið líka á kynningarþættina þar sem þessir svokölluðu fagmenn eða hvað það nú heitir í lögum spáðu fyrir um lögin.
Keppnin sjálf var alltaf skemmtileg fjölskylduskemmtun og settist fjölskyldan alltaf fyrir framan sjónvarpið með snakk og nammi. Lögin voru flott og skemmtileg og fólk var bara eins og það átti að sér að vera. Spennan varð mest þegar að atkvæðagreiðslunni kom og vorum við mjög ánægð þegar við fengum stig. Nú er þetta allt öðruvísi. Maður er hættur að hlakka til þess að setjast fyrir framan sjónvarpið og horfa á Eurovision. Þetta er ekkert annað en klíkuskapur þegar komið var að stigagjöfinni og atriðin eru eintómar undirfatasýningar. Þetta átti að kallast fjölskylduskemmtun en er orðið, eins og flest núorðið, ekkert annað en hálf naktar konur dansandi og dillandi sér á sviðinu.
Eins og maður hélt alltaf upp á þetta kvöld. Lögin eru orðin öll að ballöðu en ekki þessari skemmtilegu fjörugu lög sem maður fór að dansa við og syngja. Þau fáu lög sem nú eru fjörug eru frekar ömurleg. ‘shake it shake it shake it alot’ eða eitthvað svoleiðis. Eintómar endurtekningar.
Mér fannst Jónsi standa sig vel og hann var í flottum fötum og mér finnst að Ísland eigi að halda sig við þennan stíl (fötin semsagt) en ekki fara út í það aðs enda mennina bera að ofan eða konurnar hálfnaktar. Vona að þetta sé ekki of neikvætt en ég vil bara að þetta sé lagað. Það á ekki að dæma atriðin eða útlit flytjenda heldur lagið sjálft. Maður er farinn bara að loka augunum þegar maður ætlar sér horfa á atriðin, bara svo að maður dæmi ekki bara þessa sætu stráka en ekki lagið.
Ég ætla ekki að hafa þetta lengra og ég vil helst engin skítköst. Það væri svolítið gaman að vita hvað öðrum finnst um þetta því að þetta er jú frekar vinsæll þáttur er það ekki?
Aqulera