Jahá, þá er Eurovision keppnin árið 2004 búin! Ég sem var í byrjun mj´ög óánægð með flest lögin verð nú að viðurkenna að þetta var bara mjög skemmtilegt!!
Ég verð nú samt að segja að mér fannst kynnarnir hreint ekki skemmtiegir…
Já eins og flestir væntanlega vita fór Úkraína með sigur af hólmi, enda var þetta mjög flott “show” hjá þeim. En ég fór að hugsa, haldið þið að það verði eins skemmtilegt að hlusta á þetta í útvarpinu og að horfa á alla umgjörðina, flotta búninga og flotta dansa?
Ég persónulega veðjaði á Úkraínu en mér fannst Grikkland og Bosnía með mjög fjörug og skemmtileg lög :D
En ég skildi nú barasta ekki hvað Serbía Svartfjalland komst langt, mér bara fannst ekkert varið í þetta lag!

En þá er rétt að víkja að okkar manni honum Jónsa.. Mér fannst hann standa sig frábærlega og hann fór mjög vel með lagið :D
Þó svo að ég hafi búist við hærra sæti en því 19. fannst mér þetta nú alveg skiljanleg niðurstaða, við vorum þarna í miðjunni, og ekki er nú beint hægt að segja að þetta sé grípandi lag við fyrstu heyrn, þó þetta sé alveg einstaklega flott lag :), tekur tíma að venjast. En eins og ég segi ég var ánægð með okkar framnistöðu og við getum verið stolt af Jónsa “okkar”.

En mér finnst einn galli á þessu nýja fyrirkomulagi… Þau lög sem taka þátt í forkeppninni heyrir almenningur oftar og þarafleiðandi man svona meira eftir þeim, enda flest þau lög sem voru í topp baráttunni voru með í forkeppninni..

Jæja þetta var allavegana mín skoðun, endilega segið ykkar skoðun á málinu :D