Týpískt  Eurovision kvöld? Jæja, undankeppnin þá búin og kom mér satt að segja þó nokkuð mikið á óvart. En svona í tilefni af því að nú styttist óðar í keppnina sjálfa ætla ég að segja álit mitt á ýmsu sem tengist keppninni og bara pæla almennt í henni.

Byrjum á undankeppninni í gær, sem gaf kannski aðeins forsmekkinn af því sem við fáum að heyra og sjá á laugardaginn. En ég var nú ekki að upplifa þessa einu og sönnu stemningu sem ,,við“ Íslendingar eigum að upplifa.
Ég tók sterklega eftir nokkrum tískuafbrigðum ef svo má kalla sem maður á eftir að taka vel eftir. Í fyrsta lagi finnst mér mikið um hálfgerðan (eða heilgerðan?) óperusöng í mörgum lögum. Sem dæmi má nefna Krótíska lagið sem komst áfram og það Ísraelska, sem reyndar ekki komst áfram.
Svo er það annað sem er kannski búið að vera þónokkuð ”vinsælt" síðustu ár en það er að rífa sig úr einhverjum fötum á sviðinu. Sem getur kannski komið vel út, en það er annað að rífa sig úr, eða skipta hálfpartinn um föt á sviðinu, en að strippa gjörsamlega eins og mér fannst gríski gaurinn gera.
Og svona bara til að segja ykkur það þá finnst mér bara ekkert varið í lagið, sviðsframkomuna né klæðnaðinn. Og já, reyndar á ég alveg skuggalega svipaðan og bol og belti eins og hann var með og þess má geta að ég er 14 ára stelpa en hann maður (eða bara strákur?) milli tvítugs og þrítugs ;).
En það kom mér satt að segja á óvart að danska lagið komst ekki áfram. En hluti að þeirri ástæðu er líklega sú að danska sjónvarpið sýndi ekki undankeppnina, þar snýst nefninlega allt um brúðkaupið sem fram fer á föstudaginn (morgun).
Og þá grátum við því ég held að það hafi verið nánast öruggt að við hefðum fengið einhver stig frá þeim ;).

Og svo er það bara úrslitin á laugardaginn. Dagurinn þar sem nánast hver einasti Íslendingur skellir sér í Eurovisionpartý eða heldur eitt slíkt og þá er tveggja tíma bið á pizzustöðunum, er þetta ekki alveg týpískt eurovisionkvöld?
Vil svo bara enda þetta með því að spyrja ykkur hvernig ykkar Eurovisionkvöld verður og þessi týpíska spurning: Hvernig á honum eftir ganga stráknum?
Ég held ég veðji á 10.-15.sæti en vona nú samt að við komumst inní úrslitin og er svona þokkalega bjartsýn bara.
Og já, eitt enn. Ég heyrði að í DV stæði að Jónsi yrði með leðurólar um hálsin, á maður að treysta svona sorablaði eða?

-erlam89