Jæja þá er undankeppninni lokið og eru þetta löndin sem að komust áfram:

Serbía Svartfjallaland
Malta
Holland
Albanía
Úkranía
Króa tía
Bosnía Hers.
Makedónía
Grikkland
Kípur

löndin sem komu þar á eftir voru eftir farandi:
Sæti Land Stig
11. Eistland - 65
12. Ísrael - 57
13. Danmörk - 56
14. Finland - 45
15. Portúgal - 37
16. Litháen - 26
17. Lettland - 21
18. Andorra - 12
19. Slóvenía - 11
20. Belarus - 10
21. Monaco - 10
22. Sviss - 0

en eins og margir vita þá fáum við því miður ekki að sjá hvernig röðin var á þeim löndum sem að komust áfram né hve mörg stig þau fengu, fáum ekki einu sinni að vita hvað við íslendingar gáfum, en þetta er allt gert til þess að halda spennunni í aðal keppninni.
En já, mér fannst margt af þessu ekki koma mér neitt á óvart, en sum gerðu það all verulega og sýnir það bara en og aftur að það getur nánast allt gerst í þessari keppni og finnst mér þessaveggna að enginn ætti að útiloka lag okkar Íslendinga (við sáum nú hvernig Norðmönnum gekk með ballöðuna sína í fyrra :). T.d. kom það mér mjög á óvart að lönd eins og Makedónía og Króatía komust áfram, þau lög fannst mér bara hreynlega ekki góð. Hollenska lagið fannst mér einnig ekki eiga heima þarna, en hin fannst mér flest koma alveg til greina. Það kom mér reyndar á óvart að Finnar skildu ekki komast inn veggna þess að bæði mér fannst þetta lag eiga mjög vel við þessa keppni og einnig höfðu norðlensku spekingarnir allir gefið því grænt ljós. Ég sjálfur var í vafa með nokkur lönd hvað ég ætti að kjósa, Úkraníu, Grikkland eða Kípur, en ég endaði með því að kjósa Grikkland. Maður er búinn að heyra mikið um lof á þessu lagi Serba Svartfellinga hér á huga, en mér fannst það hreynlega ekki svo gott, fannst þarna vera mörg önnur lög mun betri og þegar komið verður í Úrslitin hef ég ekki mikkla trú á því að þetta lag eigi eftir að ná langt. En hver hefur sýna skoðun, eins og sýndi sig klárlega í kvöld
En já, þá held ég að það sé ekki fleira sem ég vildi sagt hafa um þessa undankeppni, ef þið hafið einhverju að bæta við, endilega verið ekki feimin og eins ef ég fer einhverstaðar með rangt mál í þessari grein.