Já, hérna kemur en ein greinin um þetta blessaða lag okkar Íslendinga, Heaven, en flytjandinn er Jónsi úr hljómsveitinni Í svörtum fötum. En í þessari grein ættla ég aðeins að fjalla um lagið og flytjandann, ég endurtekk fjalla um, ekki drulla yfir, eins og svo margir hafa hfat fyrir iðju hér á þessu áhugamáli.
En eins og fyrirkomulagið var í ár þá var það bara ákveðin nefnd sem að valdi þetta lag, engin undankeppni var haldin eins og tíðkast hefur. Mér persónulega finnst lagið mjög fínnt svona til þess að hlusta á það dags daglega, en eins og allir Íslendingar, held ég, vill ég að við förum í þessa keppni með það að stafni að vinna, en ekki að vera eitthvað örugg bara um sæti á næsta ári. Mér finnst þetta lag ekki lag sem að gæti sigrað, þetta er lag sem að gæti svona hugsanlega lent í 5-6 sæti.
Eftir að það fyrirkomulag var tekið upp að hafa símakosningar þá gengur það ekki lengur að senda lag sem að á að vera svona nokkuð save, því að í þessum símakosningum kís fólk það lag sem að því finnst að ætti að vinna og ekkert meira, það raðast síðan bara niður, s.s. það land fær 12 stig sem að flestum fanst að ætti að vinna, það land 10 stig sem að næst flestum fannst að ætti að vinna og svona kolla af kolli og ég hef ekki mjög mikkla trú á því að mjög mörgum eigi eftir að finnast þettta lag eiga það skilið að vinna, öllum finnst lagið eftilvill geta lent á bilinu 5-10 sæti, en ekki að það vinni. En þetta gæti verið tóm þvæla í mér, en þetta hef ég svona á tilfinningunni. En eins og lagið í fyrra, það var lag sem að við völdum afþví að okkur fannst að það gæti hugsanlega unnið þessa keppni og það skilaði árangri, við náðum inní keppnina á næsta ári. En þessi keppni er svo ófyrirsjáanleg, maður veit aldrei hvað gerist.
En svo aðeins um flyjandan, þá held ég að íslendingar hefðu ekki getað fundið betri strák í verkið. Hann hefur allt það sem að þarf í þessa keppni, hann lætur 10 ára stelpur pissa í buxurnar af hrifningu (en það eru aðalega þær sem að eru að horfa og kjósa svo alveg eins og vittlesingar), hann hefur útgeislun, en það er orðinn mjög mikill partur af keppninni núna og svo hefur hann líka bara alveg maggnaða framkomu og ég tala nú ekki um söngröddina, hún er alveg hreynnt möggnuð.
En já, þetta voru svona mínar pælingar í þessum efnum, látið endilega ykkar skoðun í ljós :)