Jæja, er ekki tími til að fara að tala um eitthvað annað en Jónsa?
Á eurovision.tv (undir multimedia) er hægt að horfa á öll myndböndin, svo það er best að kynna sér lögin fyrir keppnina. Eftir að hafa hlustað á allnokkur finnast mér Úkraína, Serbía&Svarfjalland, Svíþjóð og Spánn vera með skemmtilegustu lögin. Mér finnst samt frekar leiðinleg að það séu engin rokklög né hljómsvetir með á þessu ári, né heldur nein grínlög, jahh bara eiginlega ekki neitt sem sker sig upp úr. Flest lögin eru bara frekar léleg popplög eða ballöður.
Annars gildir frekar litlu að spá um eitthvað núna, það hefur komið í ljós síðan símakosningin hófst að framkoman á sviðinu vegur mikla meira en lagið sjálft. Það er enn ein ástæða fyrir því að ballaða mun aldrei vinna þessa keppni, mun minni líkur að koma einhverjum skemmtilegum dansi inní.
Enskan virðist ætla að verða allsráðandi í keppninni, aðeins 5 lög á þessu ári eru á öðru tungumáli. Annað sem finnst mér eftirtektarvert er hvað margir keppendur eru ungir, allavegana 7 eru fæddir 1985 eða seinna. Auk þess virðist um helmingur keppenda hafa tekið þátt í Idol í heimalandinu sínu!
En jæja, segið nú álit ykkar á lögunum og hver ykkur finnast vera sigurstranglegust.