Það styttist í Eurovision keppnina og eins og langflestir vita mun hann Jónsi í Svörtum fötum syngja fyrir hönd Íslendinga. Það eru nokkrir hlutir sem fara sérstaklega í taugarnar á mér með valið á Jónsa og íslensk Eurovision lög almennt. Í fyrsta lagi, engin undankeppni?! Er þetta virkilega komið í það stand að við nennum ekki að hafa neina undankeppni, til að sá sem syngi fyrir hönd Íslendinga væri valin af ÍSLENDINGUM? Jájá, skellum bara Jónsa í þetta! Þetta útilokar möguleika þeirra sem virkilega vildu syngja en voru ekki orðnir frægir en ætluðu að syngja í undankeppninni! Mér finnst það hreint fáránlegt en ætla ekki að fara lengra út í það. Svo er það hann Jónsi sjálfur. Jónsi er svona karakter sem fer virkilega í taugarnar á mér eins og mörgum öðrum. Já alltílagi, hann heillar níu ára stelpurnar en mér finnst hann ekki hæfa keppninni, eitthvað píkupopp. Svo er það lagið: HEAVEN Ertu ekki að grínast í mér? Þegar ég heyrði þetta lag hugsaði ég með mér, enn einn skíturinn frá þeim í Svörtum fötum, svo þegar ég heyrði að þetta væri Eurovision lagið var ég agndofa. Lagið er hreint út sagt óspennandi, ófrumlegt eins og hefur verið sagt í annari grein, væmið og að mínu mati illa sungið. Mér finnst að við Íslendingar ættum að þora að koma með eitthvað ALVEG NÝTT eins og að senda lagið með Botnleðju í fyrra hefði kannski ekki dregið okkur til sigurs en það væri eitthvað spennandi, eitthvað sem hin löndin myndu taka eftir. Ef Eurovision keppnin er orðin eitthver keppni milli stórstjarna landanna er ég hætt að horfa, ekki þess virði.


Og nú er ég búin að létta á hjarta mínu í sambandi við Eurovision, ef ykkur líkar það ekki megið þið endilega skrifa ykkar álit……

Takk fyrir,
sweetbaby