Jæja, þá styttist óðum í keppnina miklu, en hún er 12. og 15. maí ef mér skjátlast ekki. Síðasta laugardag var verið að sýna 11 lög af þeim sem eiga eftir að taka þátt. Ég horfði á þetta með eindregnum áhuga. Þarna var einn maður frá hverjur norðurlandi og fyrir okkar hönd var hann Eiríkur okkar Haukson sem hefur tvisvar kepp í Eurovision (einu sinni fyrir ísland og einu sinni fyrir noreg). Þeirra hlutverk að krítísera hvert og eitt lag og gefa því einskonar einkunn, með því að ýta annaðhvort á grænt (gott), gult (sæmó) eða rautt (lélegt). Af þessum lögum sem sýnd voru þennan laugardaginn þá fannst mér í mesta lagi EITT sæmilegt af þeim… Ég segi nú bara, ef þetta heldur svona áfram, hvernig verður þessi keppni??
Svo verður haldið áfram að sýna frá næstu ellefu lögum á næsta laugardag en hver og einn þáttur er klst að lengd.
Ég ætla ekki að hafa þessa grein lengri í bili, en það verður að fara að lífga upp á þetta áhugamál!!!
Endilega segið ykkar skoðun á þessum lögum sem sýnd voru!!!
Mér fannst þetta ekki nógu gott.. og af þeim lögum sem sýnd voru, verðum við allavegana í topp 7, þó að lagið sé nú ekki beint þetta ekta eurovision lag sem grípur mann á fyrstu sekúndunum, flott lag, og Jónsi syngur það frábærlega :D
Good luck to us :D