Jæja….það fer að koma að því….eða ekki:)

Nú er komið að því að senda okkar framlag út en Jón Jósep Snæbjörnsson á að flytja það.
Lagað ber heitið Heaven og var víst samið um hund höfundsins.
Höfundur lagsins er Sveinn Rúnar Sigurðarson en textinn eftir Magnús Þór Sigmundsson. Fyrst lagið er um hund ætli textinn sé líka um hund?
Vonandi ekki…..
Þorvaldur Bjarni og Vignir úr Írafár munu sjá um upptöku og útsetningu á laginu.
Tískulöggann Svavar Örn mun svo sjá um búningana, hárið og förðunina.
Keppnin verður haldin í Istanbul á Tyrklandi í mjög glæsilegu (flennistóru) húsi.
Jónsi er í hljómsveitini Í Svörtum Fötum.
Hann lenti í 4.sæti í söngvakeppni framhaldsskólana ´96.
Hann er mjög fjörugur…það er að segja: hefur brotið 7 svið vegna þess að hann hefur hoppað….aðeins of harkalega:)
Eitt sinn braut hann tönn í sér með hljóðnema.
Hann hefur tekið þátt í Abba sjói og einnig sungið með Bubba í Íslensku Óperunni.
Ég yrði ekki hissa ef hann næði langt í keppninni….
Við allavega vonum það besta og styðjum hann áfram……
Þetta er farið að verða eins og handboltamót…………….

I have spoken….