Íslendingar og Eurovision 1/3 (1986-1991) Hér kemur smá yfirlit yfir sögu Íslands í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva (e. Eurovision Song Contest).

Þegar að fréttist af því að Ísland ætlaði að taka þátt í söngvakeppninni á 30 ára afmæli keppninnar og 20 ára afmæli

Sjónvarpsins ætlaði allt um koll að keyra. Þetta var að sjálfsögðu árið 1986, ár sem markaði djúp skil í fjölmiðlasögu

Íslendinga, en það er allt önnur saga sem að ekki verður sögð hér.

Tilgangurinn hjá mér með þessarri grein er fyrst og fremst að reyna að eyða öllum ranghugmyndum ef einhverjar eru en fyrst og

fremst að fræða lesendum um hlut Íslendinga í söngvakeppninni frá upphafi til 2003. Einnig er fjallað um allar undankeppnirnar.

Hér kemur fyrsti hluti af 3, og er sá hluti um 1986 - 1991

—1986—

Fyrsta undankeppnin fór fram 15. mars 1986 í sjónvarpssal í Sjónvarpshúsinu á Laugarvegi, og var kynnir sjálfur umboðsmaður íslenska hestsins, Jónas R. Jónasson, gamalkunnur sjónvarpsmaður.

Alls voru valin 10 lög til þátttöku, og var svipað fyrirkomulag og með fyrstu Eurovision-keppnina: kosningin var framkvæmd leynilega, þar sem að 5 manna sérfræðingsdómnefnd sá um að velja sigurlagið.

Aðalgestir undankeppninnar var norska tvíeykið Bobbysocks sem að flutti sigurlag Eurovision árið 1985, La det swinge.

Sigurlagið undankeppninnar varð Gleðibankinn eftir Magnús Eiríksson sem var flutt af Pálma Gunnarssyni. Lagið Ef varð í 2.
sæti í flutningi Björgvins Halldórssonar og 3. sætið féll í hlut lagsins Ég lifi í draumi sem var sömuleiðis í flutningi

Björgvins.

Síðan var ákveðið að leggja út í það að skapa hinn fullkomna pakka í kringum Gleðibankann til að koma Íslandi almennilega á kortið. Tríó sem var fundið nafnið ICY áttu að flytja lagið (Pálmi eftir sem áður, Eiríkur Hauksson og Helga Möller).

Lokakeppni Eurovision fór fram 3. maí í Bergen í Noregi og voru Íslendingar númer 6 í röðinni. Má segja að íslenska framlagið
hafi verið það allra frumlegasta það kvöldið bæði hvað varðar skemmtun og klæðaburð keppenda sem frægt er orðið. Það eina sem að klikkaði var atkvæðagreiðslan. 16. sætið með 19 stig varð hlutskipti Íslands í keppninni og voru það mikil vonbrigði fyrir
hina spenntu Íslendinga.

Sigurvegari það árið var hin 13 ára belgíska stúlka Sandra Kim sem að flutti lagið J'aime la vie eða Ég elska lífið, og sigraði hún með 176 stigum og 36 stiga mun, sem þá var stigamet.

Hér í lokin getur að líta textann við Gleðibankann:

Lag & texti: Magnús Eiríksson

Timinn líður hratt á gervinhnatta öld
Hraðar sérhvern dag, hraðar sérhvert kvöld
Ertu stundum hugsandi yfir öllum gulu miðunum
Þú tekur kannski of mikið út úr Gleðibankanum

Hertu upp huga þinn, hnýttu allt i hnút
Leggur ekkert inn, tekur bara út
Syndir þínar sem þú aldrei drýgðir sitja í þankanum
Óútleystur tékki í Gleðibankanum

Þú skalt syngja lítið lag
Um lífsgleðina sjálfa í brjósti þér
Og láttu heyra að þú eigir litið gleðihús
Kósi lítið lag, sem gæti gripið mig og hvern sem er
Þú leggur ekki in í Gleðibankann tóman blús

Þú skalt syngja lítið lag
Um lífsgleðina sjálfa í brjósti þér
Og láttu heyra að þú eigir litið gleðihús
Kósi lítið lag, sem gæti gripið mig og hvern sem er
Þú leggur ekki in í Gleðibankann tóman blús

Hertu upp huga þinn, hnýttu allt i hnút
Leggur ekkert inn, tekur bara út
Syndir þínar sem þú aldrei drýgðir sitja í þankanum
Óútleystur tékki í Gleðibankanum

Þú skalt syngja lítið lag
Um lífsgleðina sjálfa í brjósti þér
Og láttu heyra að þú eigir litið gleðihús
Kósi lítið lag, sem gæti gripið mig og hvern sem er
Þú leggur ekki in í Gleðibankann tóman blús

—1987—

Önnur undankeppni fór fram 23. maí 1987 fór aftur fram í sjónvarpssal í Sjónvarpshúsinu. Þetta árið fluttu keppendurnir ekki lögin í beinni heldur voru lögin tekin upp áður og flutt í útsendingunni. Síðan gáfu átta dómnefndir lögunum stig.

Sigurlagið var Hægt og hljótt eftir Valgeir Guðjónsson í flutningi Höllu Margrétar Árnadóttur. Í öðru sæti varð Lífið er lag með sönghópnum Model og í því 3. kom svo lagið Norðurljós í flutningi Eyjólfs Kristjánssonar.

Lokakeppni Eurovision var haldin í Brussel í Belgíu eftir miklar deilur um hvort að flæmsk-mælta eða frönskumælta sjónvarpsstöðin ætti að halda hana, en að lokum var ákveðið að sú fransk-mælta yrði með hana, í staðinn myndu þeir flæmsk-mæltu tefla fram framlagi ársins. Fór keppnin fram 9. maí 1987. Íslenska framlagið var númer 4 í röðinni og annað árið í röð urðu Íslendingar að sætta sig við 16. sætið, en þó með 28 stig, og munaði þar aðallega 10 stig Þjóðverja. Sigurlagið var írska lagið Hold me now í flutningi hjartabræðarans Johnny Logan sem einnig samdi lag og texta. Sigraði hann með 172 stigum og 31 stigs mun. Einnig varð hann fyrsti söngvarinn til að vinna Eurovision tvisvar og 5 árum seinna varð hann fyrsti laga- og textahöfundurinn til að eiga 2 sigurlög.

Hægt & hljótt

Lag & texti: Valgeir Guðjónsson

Kvöldið hefur flogið alltof fljótt
Fyrir utan gluggann komin nótt
Kertin er' að brenna upp
Glösin, orðin miklu meir'en tóm

Augnalokin eru eins og blý
En enginn þykist skilja neitt í þvi
Að timinn pípuhatt sinn tók
Er píanistinn sló sin lokahljóm

Við hverfum hægt og hljótt, útí hlýja nóttina
Hægt og hjlótt, göngum við heim götuna
Einu sinni… einu sinni enn

Eftir standa stólar, bekkir borð
Brotin glös, sögð og ósögð orð
Þögnin fær nú loks sinn frið
Fuglar yrka nýjum degi ljóð

Við hverfum hægt og hljótt, útí hlýja nóttina
Hægt og hjlótt, göngum við heim götuna

Hægt og hjlótt, göngum við heim götuna
Hægt og hljótt, í gegnum hlýja nóttina
Einu sinni… einu sinni enn

—1988—

Undankeppnin 1988 fór fram 21. mars í sjónvarpssal í Sjónvarpshúsinu, og var kynnir Jónas R. Jónasson. Fyrirkomulagið og kosningin fór fram á sama hátt og árið áður.

Var það lagið Þú og Þeir í flutningi Stefáns Hilmarssonar og Sverris Stormskers eftir hinn síðarnefnda sem að kom, sá og sigraði þetta árið. Ástarævintýri í flutningi Eyjólfs Kristjánssonar og Inga Gunnars Jóhannssonar varð í 2. sæti og Mánaskin í flutningi Eyjólfs og Sigrúnar Waage varð í því 3.

Ákveðið var að breyta um nafn á laginu áður en haldið yrði til Írlands. Var lagið nefnt Sókrates og ákáðu tvíeykið Stefán og Sverrir að kalla sig Beathoven.

Lokakeppnin 1988 var haldin í höfuðborg Írlands, Dublin, 30. apríl 1988. Þar voru Íslendingar fyrstir á svið. Segja má að við Íslendingar værum búnir að fá einkaleyfi á 16. sætinu, þar sem að Íslendingar lentu 3. árið í röð í 16. sæti og nú með 20 stig, og munaði þar mest um 8 stig frá Portúgölum. Sigurlagið þetta árið var svissneska framlagið Ne partes pas sans moi með engri annarri en kanadísku söngkonunni Céline Dion. Það frábrugðna við þetta ár miðað við mörg önnur ár á undan var að úrslitin hafa voru mjög tvísýn. Breska framlagið Go með Scott Fitzgerald hafði leitt stigatöfluna allt kvöldið með allt að 30 stiga forskoti en eftir síðustu atkvæðagreiðsluna var ljóst að það svissneska hafði sigrað með 137 stigum gegn 136 breskum stigum.

Sókrates (Þú og þeir)

Lag & texti: Sverrir Stormsker

Ég dái Debussy, ég dýrka Tjaekovský
Og Einar Ben og Beethoven og Gunnar Thoroddsen

Ég tilbið Harold Lloyd, ég tilbið Sigmund Freud
Og John Wayne og Mark Twain og þig og Michael Caine

Syngjum öllum Sókrates
Sálarinnar Herkúles
Um alla þá
Sem allir þrá
Og allir dýrka og dá

Ég syng um Kólumbus og Sólon Islandus
Og Mendelssohn og Paul og John
Og Jón Páll Sigmarsson

Syngjum öllum Sókrates
Sálarinnar Herkúles
Um alla þá
Sem allir þrá
Og allir dýrka og dá

Syngjum öllum Sókrates
Sálarinnar Herkúles
Um þá sem spá
En einkum þá
Sem fallnir eru frá

La la la la la la la…
La la la la la la la…
La la la la…
La la la la…
La la la la la la…

Dýrka og dá

—1989—

4. undankeppni Íslendinga í Eurovision var haldin 30. apríl 1989 og kynnt af Jónasi R. Jónassyni. Að þessu sinni kepptu aðeins 5 lög til úrslita.

Valgeir Guðjónsson átti sigurlagið, Það sem enginn sér, sem flutt var af Daníeli Ágústi Haraldssyni. 2. og 3. sætinu deildu annars vegar Línudans Mannakorna og Alpatvist Bítavinafélagsins.

Í lokakeppninni í Lausanne í Sviss 6. maí 1989 vonuðust Íslendingar til þess að lenda ekki í fjórða skiptið í röð í 16. sætið. Vissulega gerðist það ekki, en hitt er annað mál að þeir hefðu kannski frekar viljað það sætið heldur en það sæti sem

þeir lentu í, nefnilega 22. og seinasta sætið, þar sem að þeir fengu ekki eitt einasta stig af þeim 264 sem í pottinum voru.

Sigurlagið þetta árið kom frá gömlu Júgóslavíu, þar sem króatíska hljómsveitin Riva flutti lagið Rock me, og annað árið í röð missa Bretarnir af sigrinum með einu stigi.

Það sem að enginn sér

Lag og texti: Valgeir Guðjónsson

Lýstu mina leið
Lostafulli gamli máni
Þótt gatan virðist greið
Er samt ymislegt sem enginn sér
Veröldin er full
Af fólki í leit að hamingjunni
Sem glóir eins og gull
Í glætunni, ó tungl, frá þér

Horfðu aftur
Í augun á mér
Horfðu aftur
Ég bið eftir þér
Horfðu aftur
Í augun á mér
Og þú færð að sjá það sem enginn sér

Allir eiga þrá
Um eitthvað sem þeir engum segja
Ég ætla ef ég má
Að eiga leyndarmál með þér
Lýstu mina leið og þú
Lostafulli gamli máni
Þótt gatan virðist greið
Er samt ymislegt sem enginn sér

Horfðu aftur
Í augun á mér
Horfðu aftur
Ég bið eftir þér
Horfðu aftur
Í augun á mér
Og þú færð að sjá það sem enginn sér

Horfðu aftur
Í augun á mér
Horfðu aftur
Ég bið eftir þér
Horfðu aftur
Í augun á mér
Og þú færð að sjá það sem enginn sér

—1990—

Undankeppnin 1990 var haldin 15. febrúar 1990 og kom þar fram nýtt fyrirkomulag á úrslitum. Það sem sagt voru 12 lög sem var skipt um í 2 riðla og efstu 3 úr hvorum riðli komust áfram í úrslitakvöldið. Lögin voru kosin af dómnefndunum 8 og hópi sérfræðinga.

Með næstum tvöfalt fleiri stig en næsta lag á eftir var sigurlagið Eitt lag enn eftir Aðalstein Ásberg Sigurðsson og Hörð G. Ólafsson í flutningi Grétars Örvarssonar og Sigríðar Beinteinsdóttur úr Stjórninni. Í öðru sæti var Eitt lítið lag með Helgu Möller og í því þriðja varð lagið Til þín með Björgvini Halldórssyni.

Síðan var förinni heitið til Zagreb í króatíska hluta gömlu Júgóslavíu, og fór keppnin 1990 fram 5. maí og vorum við þau 8. á svið. Vissulega vonuðumst við Íslendingar eftir betri árangri en í fyrra (enda var ekkert annað hægt), en engum hefði dottið í hug að við myndum verða meðal topp 10, hvað þá topp 5 þjóða þetta árið. Íslendingar lentu í fjórða sæti með 124 stig, þar af gáfu Portúgalar og Bretar okkur full 12 stig, Belgar, Danir, Norðmenn og Austurríkismenn gáfu okkur 10 stig hver og Lúxemborgarar, Ísraelsmenn og Austurríkismenn gáfu okkur 8 stig hver. Sigurlagið þetta árið var ítalska lagið Insieme: 1992 með Toto Cotugno, sem sigraði með 149 stigum og 17 stiga mun.

Eitt lag enn

Lag: Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson
Texti: Hörður G. Ólafsson

Með þér - verð ég eins og vera ber
Alveg trylltur, kemst í takt við þig, þú tælir mig
Ég fer - eftir því sem augað sér
Þegar hugur girnist heimta ég, verð hættuleg

Eitt lag enn, ekta sveiflu og hér
Þreytist enginn, þú skalt dansa, það sem eftir er
Einn takt til! Tónar leika sér að
Því sem heillar mig og hæfir, beint í hjartastað

Hjá mér - engin spurning um það er
Þegar mætumst við á miðri leið, ég magna seið
Það er - ofsa fjör sem fylgir þér
Svo ég einhvern veginn umturnast, fæ æðiskast

Eitt lag enn, ekta sveiflu og hér
Þreytist enginn, þú skalt dansa, það sem eftir er
Einn takt til! Tónar leika sér að
Því sem heillar mig og hæfir, beint í hjartastað

Ég er frjáls í faðmi þér, við förum hvert sem er
Látum töfra lífsins tak' af okkur völd

Eitt lag enn, ekta sveiflu og hér
Þreytist enginn, þú skalt dansa, það sem eftir er
Einn takt til! Taflið snýst um það eitt
Að við höldum áfram hraðar, hikum aldrei neitt

Að við höldum áfram, hraðar nú
Hikum aldrei, ég og þú, - við neitt

—1991—

Þetta árið voru liðin 5 ár síðan Íslendingar tóku fyrst þátt í Eurovision-keppninni og var þetta því 6. undankeppnin. Kynnir var Valgeir Guðjónsson. Keppnin var haldin þann 9. febrúar og var gamla kerfið tekið upp aftur að 10 lög kepptu til úrslita, og skildu dómnefndir og hópur sérfræðinga gefa stig.

Draumurinn um Nínu varð hlutskarpast þetta árið með Stefáni Hilmarssyni og Eyjólfi Kristjánssyni, sá síðarnefndi var einnig höfundur lags og texta. Í öðru sæti varð lagið Í dag sem var flutt af hinum svokallaða Í-dag hópi (Helga Möller, Erna Þórarinsdottir, Arnar Freyr Gunnarsson og Kristján Gislason), og í þriðja sæti varð síðan Lengi lifi lífið í flutningi Jóhannesar Eiðssonar og Sigrúnar Evu Ármannsdóttur.

Að þessu sinni var keppnin haldin í Rómarborg á Ítalíu, þann 4. maí. Íslendingar voru næstfyrstir á svið, og fengu 26 stig og lentu því í 15. sæti. Hins vegar var mikil spenna milli franska lagsins (C'est le dernier qui a parlé qui a raison í flutningi Aminu) og þess sænska (Fångad av en stormvind með Carolu), og eftir síðustu atkvæðagreiðslu voru lögin hnífjöfn að stigum. Því varð að úrskurða sigurvegarann á fjölda toppstiga. Bæði löndin voru með voru með 4 tólfur, en Svíarnir voru með 5 tíur á móti 2 Frakkanna. Því var það fyrrnefnda framlagið sem sigraði.

Draumur um Nínu

Lag & texti: Eyjólfur Kristjánsson

Núna ertu hjá mér, Nina
Strykur mér um vangann, Nina
Ó… haltu í höndina á mér, Nina
Þvi þú veist að ég mun aldrei aftur
Ég mun aldrei, aldrei aftur
Aldrei aftur eiga stund með þér

Það er sárt að sakna, einhvers
Lifið heldur áfram, til hvers?
Ég vil ekki vakna, frá þér
Þvi ég veit að þú munt aldrei aftur
Þú munt aldrei, aldrei aftur
Aldrei aftur strjúka vanga minn

Þegar þú í draumum mínum þirtist allt er ljúft og gott
Og ég vildi og gæti sofið heila öld
Þvi að nóttin veitir að eins skamma stund með þér

Er ég vakna - Nina, þú ert ekki lengur hér
Opna augun - enginn strýkur blitt um vanga mér

Dagurinn er eilifð, án þin
Kvöldið kalt og tómlegt, án þin
Er nóttin kemur fer ég, til þin

Þegar þú í draumum mínum þirtist allt er ljúft og gott
Og ég vildi og gæti sofið heila öld
Þvi að nóttin veitir að eins skamma stund með þér

Er ég vakna - Nina, þú ert ekki lengur hér
Opna augun - enginn strýkur blitt um vanga mér

Er ég vakna - ó… Nina, þú ert ekki lengur hér
Opna augun - enginn strýkur blitt um vanga mér

———-

Partur 2 (1992-1997) kemur síðar.

Ef þið hafið athugasemdir við þetta látið mig vita.

Sigurj. Þ.