Það hefur alltaf verið skemmtilegast þegar það er undankeppni, jafnvel þegar við áhorfendurnir erum ekki að hafa áhrif. Og bara að vita það að lagið var betra en önnur lög sem kepptu við það gefur því ákveðna virðingu í huga manns og hjarta.

Auðvitað hefur þetta val án keppni gengið vel, sbr selmu. En líka hræðilega, sbr. palla (fannst þó hann og lagið alveg súper) sem átti ekki upp á pallborðið í Evrópu, þá allavega. svo hefur verið svona lala eitthvað gengi eins og hjá Bó (en í alvöru fannst einhverjum það gott lag?!? og hugsaði enginn með sér æji þeir hafa loksins leyft honum að fara því hann var búinn að reyna svo oft en gat ALDREI unnið undankeppnina?).

Það er náttúrulega eins með lögin sem hafa farið gegnum undankeppnir…þau eru hvorki dæmd til að brillera né misheppnast. Það er bara mun skemmtilegra að hafa undankeppni.

En kannski fyrst að lagið verður VALIÐ nær hann Mörður því í gegn að það verði sungið á ÍSLensku…ég er dyggur stuðningsmaður þess að íslenska lagið sé sungið á íslensku! og sú röksemd sem heyrist oft að enginn skilji málið og þal lagið og því fái það engin stig er bull! og sannaðist það best í síðustu keppni þar sem alls kyns lög flutt á alls kyns ÚTLenskum fengu fullt af stigum:)

En back to the point…undankeppni rúlar og ég er mjög fúl og hneyksluð út í þessa ákvörðun!