Alltaf eins Á hverju ári frá því að ég man eftir mér um eurovision er það svona:

Undankeppnin:Allir sitja fyrir framan sjónvarpið“þetta er frábært lag ég ætla að kjósa þetta”næsta lag ojjjjj þvílikt lag og næst “nei þetta er flott.
Svona gengur það þangað til það á að kjósa.þá er það svona við skulum kjósa þetta nei þetta eða nei jú,svo á endanum gefs eitthver upp og við kjósum eitthvað lag.Lagið vinnur og allir Íslendingar eru vissir um að það lag eigi eftir að mala keppnina.

Keppnin sjálf:Lögin koma fram hvert á eftir öðru”ónei þetta var flott“íslenska lagið kemur ”þetta var frábært hjá henni/honum við mölum þetta“.Keppnin heldur áfram og allir drekka yfir sig af gosi útaf spenninginum.Lögin klárast og kosninginn byrjar allir þjóta að símanum svo allt í einu við kjósum þetta lag nei þetta og á endanum kjósum við ekki neitt,heldur förum á klóið.
Stiga keppninbyrjar og í hvert skipti sem ísland fær mikil stig öskra allir af kæti en þegar við fáum ekki neitt fara allir í fílu þar til við fáum fleiri stig. Síðan koma úrslitin og ísland vinnur ekki eins og venjulega og allir eru gratfúlir ”þetta er svindl þetta lag átti ekki skilið að vinna blablablablabla tuðtuðtuð.

Eftir keppn:Lögin spiluð endalaust í útvarpinu þar til allir fá leið á þeim.


Þetta var yfirlit yfir allar eurovision keppnir sem ég man eftir,það er alveg satt svona hefur þetta verið.

Kveðja Beta
Voulez-vous coucher avec moi, ce soir?