Birgitta Haukdal er söngkona í Írafári og einnig frambjóðandi
Íslands í Evrovison og söng lagið Open your heart sem textin er
hér fyrir neðan.

Hún er trúlofuð Hanna sem einnig er í Írafár.
Hún leikur Sandy í Grase sem er nú í sýningum.


Textar!

Open your heart!

Every time you close your eyes
I can see the light that you’re hiding.
Like a shadow in the sky
Of an eagle’s wing when it’s gliding.

Don’t be afraid, I’m not gonna run away
Don’t let it wait, until it’s too late
For what you have to say.

Open your heart
Show me the pain
It’s all part of who you are.
Tell me your dreams
Your hopes and your fears
Just open your beating heart to me

Everything you share with me
Turns a little darkness into light
and that is how we’re meant to be
Truth will keep the light shining brighter

Open your heart
Show me the pain
It’s all part of who you are.
Tell me your dreams
Your hopes and your fears
Just open your heart to me

Reach out, I’m right by your side
Exactly where I want to be.
The sum, of you and me, is we

Open your heart
Show me the pain
Show me who you are.
Tell me your dreams
Your hopes and your fears
Just open your heart to me

Open your heart
Show me the pain
It’s all part of who you are.
Tell me your dreams
Your hopes and your fears
Let go and just show me who you are…

Yeahee yeah yeea
Heyeyah.. your heart

Let go and just show me who you are.

Song/lyrics
Hallgrímur Óskarsson/
Birgitta Haukdal & Sveinbjörn I. Baldvinsson


Segðu mér allt (2003) / Birgitta Haukdal


Í hugann koma'upp spurningar,
þær sem aðeins tíminn fær svarað.
Við kljúfa verðum öldurnar
og hreinsa út hvað okkur fær nagað.

Hlustaðu á mig: Ég á mér bjartan draum.
Ég vil sjá þig eins og þú ert, hver ert þú í raun?

Segðu mér allt
sýndu mér heim
allt lífið er framundan.
Augnablik eitt
öllu fær breytt
ef aðeins þú opnar fyrir mér.

Mitt hjarta ég vil gefa þér
við hlið þér ég vil ganga lífsins veg.
Í mínum draumum er ég sef
finn ilm af þér á sólbjörtum degi.

Segðu mér allt…

Það er svo furðulegt hér, tilfinningarnar að tjá!
Það er svo yndislegt, að sjá!

Segðu mér allt
sýndu mér heim
hvað er framundan?
Augnablik eitt
fær öllu breytt
ef aðeins þú treystir mér.
Segðu mér allt…
Song/lyrics

Hallgrímur Óskarsson/Birgitta Haukdal

Hér er viðtal við Birgittu Haukdal Eurovision fara fyrir Ísland í Riga árið 2003!!!


Hvers vegna ákvaðstu að taka þátt í Eurovision forkeppninni?????
Ég fékk sex lög í hendurnar og hlustaði á þau. Lagið hans Hallgríms Óskarssonar heillaði mig mikið og ég hugsaði með mér að það væri kannski svolítið líkt mér. Mér fannst líka spennandi að fá að vera með í ferlinu, en ég samdi textann sjálf og fékk þannig að vera með puttana í þessu.

Bjóstu við að vinna??????
Engan veginn. Enda bókuðum við okkur í hljómsveitinni Írafár á ball klukkan tólf, strax eftir keppnina. Ég hljóp því út strax eftir keppnina og gat ekki einu sinni verið með í partýinu á eftir og notið sigursins.

Hvernig tilfinning er það að eiga að fara út í svona stóra keppni?????
Þetta er alveg yndislegt, maður trúir þessu varla ennþá. Ég er búin að fylgjast með þessari keppni frá því ég var lítil stelpa og frá því Ísland tók fyrst þátt. Mamma sagði mér frá því að þegar ég var tíu ára var ég að tala um að ég vildi að ég væri þarna að syngja fyrir Ísland. Ég lít á þetta eins og ég sé að fara inn í ævintýri í eina viku og svo kem ég bara aftur heim. Ég er ekkert að einblína á að þetta er keppni og að ég þurfi að koma með sigurinn heim. Ég legg áherslu á að standa mig vel og koma sátt heim.

Hefurðu einhverjar væntingar um gengi íslenska lagsins í keppninni? ?????
Nei, það er náttúrulega ekki hægt. Ég er ekki búin að heyra hin lögin og get ekki borið þau saman við þetta lag. Ég er niðri á jörðinni, hingað til hefur ekkert stórkostlegt gerst í þessari keppni, nema þegar Selma fór út. Ég vona alla vega að við föllum ekki úr keppni, það er aðalmarkmiðið mitt. Annars ætla ég bara að einbeita mér að því að gera vel.


Heldurðu að þátttaka í keppninni muni hafa einhver áhrif á feril þinn, til dæmis koma þér á framfæri á erlendum markaði??????
Nei, ég ætla ekki að fara út í þeirri von eða að reyna að útvega mér einhver sambönd. Ég hef ekki áhuga á að fara og reyna að ,,meika það“. Ef eitthvað kemur upp í hendurnar á mér sé ég til en ég ætla ekki að fara að eltast við það. Ég held að slíkt eyðileggi upplifunina við að taka þátt í kepninni.



Ertu áhugamanneskja um Eurovision? Hefurðu einhverja skoðun á því hvers konar lög eru líklegust til að ná árangri þar????????
Eru ekki allir Íslendingar áhugamenn um Eurovision? Þaðan sem ég kem fylgjast allir með keppninni og mér finnst það eiga við um alla Íslendinga. Það fylgjast allir með hjá minni fjölskyldu, þar er alltaf Eurovision partý og rosa stemmning.
Ég held að ekki að það sé til uppskrift að Eurovisionlagi. Lögin sem hafa unnið í gegnum tíðina eru svo ólík. Þegar Selma var að keppa þá vann þessi sænska megabeib með Abba-sánd. Þar á undan tveir gamlir karlar með allt öðruvísi lag og þar á eftir kynskiptingur sem heillaði alla hommana. Þetta er svo mikið staður og stund, þótt þú sjáir lögin fyrir fram veistu ekki hvert Eurovisionlagið verður í ár. Framkoman á sviði hefur mikið að segja og í fyrra vann lag þar sem gert var mikið úr sviðsframkomunni. Það gerist þegar fólk er að kjósa sjálft með símakosningu.

Ætlið þið að gera mikið úr sviðsframkomunni????????
Ég er ekki að fara að dansa og verða eins og Britney Spears! Ég held líka að það yrði falskt. Við reynum að gera þetta sem eðlilegast. Nú erum við Hallgrímur bæði jarðbundið fólk og viljum hafa þetta eðlilegt.

Hvað eruð þið í Írafári að gera þessa dagana? Fara næstu vikur bara í undirbúning keppninnar í Riga eða eru fleiri verkefni í vinnslu??????????
Við þurfum náttúrulega að fara yfir lagið frá grunni og athuga hvort eitthvað þurfi að laga. Þá munum við setja enskan texta við lagið. Auðvitað fara næstu vikur í undirbúning og það verður örugglega brjálað að gera. En ég ætla áfram að einbeita mér að hljómsveitinni. Eurovision er bara eitt kvöld en hljómsveitin heldur áfram að spila. Við í Írafári erum að spila mikið, um hverja helgi, og undirbúa upptöku á næsta diski. Þá er ég líka að vinna á Popptíví þannig að mig vantar nokkrar klukkustundir í sólarhringinn. Ætli ég sé ekki þessi týpíski Íslendingur hvað það varðar.

Nú hefur verið mikil umræða um keppnina og m.a. verið sagt að hún hafi snúist um vinsældir söngvaranna frekar en gæði laganna. Hvernig svarar þú því?????
Kannski spilar það inn í og auðvitað fékk ég einhver aukastig út á það. En dómnefndin var einróma sammála um þetta lag og ef símakosningin hefði farið úrskeiðis hefði þetta lag farið áfram. Mér létti sjálfri við að heyra það. Ég hef líka heyrt það frá fólki út í bæ að þetta hafi verið lagið sem átti að fara. Auðvitað spilar flytjandinn alltaf inn í. Lag er lítið án söngvara eða flytjanda og hann verður að hafa meira en bara sönginn. En þar fyrir utan held ég að Íslendingar séu ekki svo vitlausir að kjósa bara eftir flytjanda. Ég held að þeir hlusti á lögin og reyni að meta hvernig því gangi úti.

Hlakkar þú til að fara til Lettlands????????
Já auðvitað, það verður yndislegt. Ég hlakka rosalega til að fara í þetta stóra
ævintýri. Ég er víst búinn að reka mig á nokkrar umræður og heyra það annarsstaðar frá að laginu sé stolið.


Fannst þér ekki gaman að taka þátt í þessu???????
Þetta var alveg yndisleg lífsreynsla og ein af bestu stundunum í lífi mínu. Hvernig líður þér eftir keppnina? Það er búið að vera brjálað að gera og ég er rétt búin að fatta að ég sé að fara til Riga. Ég viðurkenni að ég er með fiðring í maganum, bæði af stressi og af tilhlökkun. Núna fer ég bara á fullt að undirbúa lagið og reyna að gera
eins vel og ég get í Riga.

Þegar þú varst valin hélstu að unga fólkið hafi gefið þér fleiri stig eða eldra fólkið hafi gefið þér fleiri? Og heldurðu að þú eigir séns????????????
Æ, ég veit ekki. Ég er búin að hitta rosalega mikið af fólki sem hefur sagt mér að það hafi hringt og líka fullt af krökkum. Ég geri mér alveg grein fyrir að aðdáendur Írafár eru í meirihluta 25 ára og yngri en ég held að Íslendingar séu ekki eins vitlausir og fólk vill halda og hafi haft vit á því að velja lagið með flytjandanum. En hvort ég á séns í Riga verður bara að koma í ljós. Ég er með engar væntingar um stig eða sæti í keppninni. Það eina sem ég ætla að gera 100% er að standa mig vel og gefa mig alla í lagið þannig að ég standi uppi stolt sem sigurvegari í mínu hjarta frekar heldur en á blaði.

Langar þig alls ekki að fara til útlanda og meika það???????
Þú veist eins og J-Lo, Britney, Avril og þessar. Það hlýtur ad vera smá draumur. Vá! Takk kærlega fyrir hrósið. Nei veistu auðvitað værir gaman að lifa í draumi en ég er niðri á jörðinni og ætla bara að halda mig við Ísland. Annars er ómögulegt að tala um það sem er ókomið og best að leyfa bara tímanum að leiða það í ljós.

Heldur þú að allir séu sáttir með lagið ,,Segðu mér allt”??????
Nei auðvitað ekki. Eins og bara með allt annað. Það er aldrei hægt að gera öllum til geðs. En ég vona að flestir séu sáttir og séu tilbúnir að styðja okkur hvernig sem fer.


ég sjálf


Ástand hugans forritað af þeim
Hugsanirnar mótaðar um leið
Skilaboðin skýr um hver þú átt
Láttu engan segja hvað þú mátt

Ég vil ekki vera svona
ekki sitja' og bíða og vona
því ég vil bara vera ég vera ég sjálf

Í gegnum skrápinn finn ég hjartsláttinn
tímabært að hleypa fleiru inn
sjálfstæð hugsun allt breytir um lit
finn að opnast nýtt skilningarvit

(Láttu mig vera, vil vera frjáls)

Ég vil ekki vera svona
ekki sitja' og bíða og vona
því ég vil bara vera ég vera ég sjálf
Ég vil ekki vera svona
ekki sitja' og bíða og vona
því ég vil bara vera ég vera ég sjálf



og svo aftur og aftur…