Eins og margir eflaust vita þá er væntanlegt að halda Eurovision fyrir börn á aldrinum 8-15 ára. Upplýsingarnar sem ég hef fengið um keppnina hafa verið misjafnlegar en þó skilst mér að fyrsta keppnin verður haldin í Danmörku þann 15. nóvember næstkomandi, þannig að við þurfum ekki að bíða lengi :)

Það sem ég tek fram í eftirfarandi grein er nokkurnveginn eins og ég skil þetta.. :Þ Þar sem ég hef rekið mig á að upplýsingarnar eru mjög misjafnlegar hér og þar..

Keppnin tekur semsagt eigilega við að keppni sem var fyrst söngvakeppni barna í Danmörku, varð svo Skandinavísk barnasöngvakeppni en breyttist í Barna-Eurovision. Ástæðan fyrir því að keppnin verður haldin í Danmörku nú er þá út af því að Razz frá Danmörku vann 2002 keppnina með laginu Kickflipper. Og sú keppni hefur þá væntanlega verið Norðurlandakeppni…

En þau lönd sem taka þátt í ár eru: Belgía, Króatía, Danmörk, Makedónía, Þýskaland, Grikkland, Lettland, Malta, Holland, Noregur, Rúmenía, Slóvakía, Spánn, Svíþjóð og Stóra-Bretland.
Semsagt 15 lönd. En svo á þessari dönsku síðu http://www.esc-dk.dk hef stendur að Hvíta Rússland, Kýpur og Pólland taki líka þátt.. þannig að ég veit ekki.. þar er heldur ekkert minnst á Slóvakíu og Þýskaland. En ég get kannski sent inn aðra grein eða eitthvað þegar þetta skýrist betur..

Mér finnst svoldið fúlt að Ísland skuli ekki taka þátt.. ég veit nú ekki alveg ástæðuna… En þær geta jú verið margar, nenni nú ekki að koma með einhverjar uppástungur, ef einhver veit eitthvað um það má hann gjarna segja frá því.

En við höfum nú alveg Jóhönnu Guðrúnu og Kötu og svo er fullt af þessum krökkum sem hafa verið á þessum sömu námskeiðum og þær, sem ættu að geta sungið.
En svo er meinið! Krakkarnir þurfa að semja lögin sjálf - án aðstoðar, eins og ég skil þetta.
En það ætti nú ekki að vera vandamál fyrir okkur, listræna og stolta þjóð?
Og talandi um öll böndin á Músíktilraunum…
En það kemur röðin að okkur.. einhverntíma.

Undankeppnir hafa nú þegar farið fram í nokkrum landanna og upplýsingar um keppendur get ég kannski sent þegar fleiri eru komnir.

Flestir ættu nú að kannast við Ronan Keating, en hnn mun verða kynnir í keppninni. Fleiri frægir koma fram og t.d. munu poppgoðin Justin Timberlake, Britney Spears og Robbie Williams að miklum líkindum ljá raddir sínar í svona tónlistar-skemmtiatriðum sem verða inná milli.

Fyrirhugað er að úrslitin verði ákveðin með símakosningu.

Hvernig leggst þetta svo í ykkur??