Minn hinsti dans Hver man ekki eftir laginu “Minn hinsti dans” með Páli Óskari sem fór í Eurovision árið 1997? Þetta lag átti að vinna í þetta skipti því Minn hinsti dans er besta lag sem íslenska þjóðin hefur sent í Eurovision að mínu mati. En því miður lenti það í 20. sæti og við urðum ekki með árið 1998. Það er náttúrulega skandall því sviðsframkoman var gífurleg. Hver man ekki eftir því þegar Palli var klæddur í leðurgalla með 5 eða 6 yngismeyjar dansandi með sér á sviðinu? Ég man allavegana mjög vel eftir því og mér fannst það alger snilld. Að mínu mati átti þetta lag að vinna keppnina útaf sviðsframkomunni og svo var lagið bara snilld. En munið þetta er einungis mitt álit.

Jæja víst ég var að tala um þetta lag fannst mér við hæfi að setja textann með í greininni svo að allir geti stillt græjurnar í botn og sett “Minn hinsti dans” á fóninn og sungið með.

******************** MINN HINSTI DANS ********************

London, París, Róm - urðu orðin tóm
Gekk þann gyllta breiða, blindaður af ást
Falskir kunningjar, snerust um mig einan
Fékk mér kavíar, núna er allt um seinan

Því ég stíg minn hinsta dans
Og ég kveð mitt líf með glans
En ég iðrast aldrei neins, iðrast aldrei

Kristals kampavín, perlur postulín
Demantar í matinn, ást í eftirrétt
Ef ég elsk' í dag, blöðin birta á morgun
Fæ mér freyðibað, drekki mínum sorgum

Og ég stíg minn hinsta dans
Og þannig kveð mitt líf með glans
En samt iðrast ég aldrei neins, iðrast aldrei

Allt sem ég fæ í dag, farið burt á morgun

Svo ég stíg minn hinsta dans
Og þannig kveð mitt líf með glans
En samt iðrast ég aldrei neins, iðrast aldrei

————————

Ég vona að þið hafið haft gaman af þessu og syngið nú hátt og dátt með laginu ef þið eigið það. Ef þið eigið það ekki legg ég til að þið fáið það einhvers staðar því þetta er skyldueign.

Kv. Geithafu