Ruffus Sæl öllsömul.

Eins og flestir vita þá gekk Eistlandi ekkert sérlega vel í keppninni ár. Þeir lentu í 21. sæti með 14 stig. Sem er ekki þeirra besta frammistaða. Þeir hafa yfirleitt alltaf verið innan 10 fyrstu og upp á síðkastið innan fyrstu fimm.
Ég skil ekki af hverju þetta lag hlaut ekki fleiri stig. Mér fannst þetta algjör snilld, ég er alltaf að hlusta á þetta á Eurovision disknum.
Ég kaus reyndar Belgíu, eftir mikla umhugsun. Fannst þeir eiga skilið að fá stig fyrir frábært framlag og frumlegt og skemmtilegt lag, sem líktist hinum lögunum ekki neitt.
Annars hefði ég kosið Eistland. Reyndar var Jostein Hasselgard ansi nettur.. en ég var viss um að hann yrði vel kosinn hér heima (eins og gerðist).

Vinkonum mínum fannst þetta ekkert spes, en mér fannst þetta svo ódauðleg snilld. Og bara um leið og píanóið byrjar að spila kemst ég í fílíng. Söngvarinn Vaiko Eplik er algjör snillingur og kann aldeilis að syngja. Hann er líka búin að læra svoldið í söng. En hann spilar líka á gítar og kennir á gítar heima í Eistlandi.

Sumir Eistar eru hinsvegar ekki stoltir af strákunum í Ruffus eftir “tapið” og láta söngvarann ekki í friði! (Af hverju bara söngvarann?). Ég las það á esctoday.com að það sé búið að ráða öryggisverði fyrir hann því að unglingar láta hann ekki í friði eftir tapið. (Ég hefði ekki látið hann í friði vegna þess að hann er snilli). Það voru semsagt ungir krakkar fyrir utan heimili hans að hóta honum því að þeir ætli að “meiða hann líkamlega”.

Hinsvegar segja dagblöð í Eistlandi það að lagið hafi einfaldlega verið OF gott fyrir keppnina og segja að Evrópubúar hafi bara ekki nógu góðan tónlistarsmekk. En svo er einnig mikið talað um Tyrkland sem sigurvegara og þeir tala um úrslitakvöldið 2003 sem “daginn sem tónlistin dó”. Ég er einmitt mjög sammála þeim. Svo er líka mikil umræða um Tyrkland sem hluta af Evrópu. Hvað finnst ykkur um þetta lag??

Hér kemur svo textinn af þessu snilldarlagi:
Eighties Coming Back

you thought you had it coming
but now you really really just don't know
it seems you make a deal far too big outta this
you thought that you'd done it
jeah you thought that you had heard it all
but the state of things is putting you down now just because

you know they say it's just the eighties coming back
can you feel it’s just the eighties coming back
aw i know it's just the eighties coming
eighties coming eighties coming
eighties coming back

you said let's do it
let's take it out and dance all night
but those deep synthesizer sounds freak you out
now you wake up in the middle of the night
in terror all you do is cry
cold sweat a cup of tea no nothing seems to help you
thru the night
my god

it's just the eighties coming back
can you feel it’s just the eighties coming back
aw i know it's just the eighties coming
eighties coming eighties coming
eighties coming back

jeah you thought you had it coming
but now it looks like you didn't know this
everybody's wearing their hair the way you did 15 years ago
and it makes you wanna cry

it's just the eighties coming back
can you feel it’s just the eighties coming back
it's just the eighties coming
eighties coming eighties coming
eighties coming back

Kannski ætti ég bara að flytja til Eistlands :)