Já fólk skrifar margt hér þannig að mér fannst ég verða að koma þessu á framfæri!
Það voru nokkrir sorglegir hlutir við Evróvisíjón, fyrst ber að nefna Alf Poier og hans lag, ég meina kommon það er ekkert varið í þetta lag! bara als ekki spes, ef ég hefði heyrt þetta í útvarpinu þá hefði ég skipt. En afhverju fékk það þá svona mikið? Líklegast mest fólk sem fílaði boðskapinn, sem er soldið skrítið vegnaþess að ég sé ekki ástæðu fyrir því að einhver sem fílar boðskapinn sé að horfa á Evróvisíjún!
Annað sem mér fannst hörmungur var að fyrir og eftir að TATU steig á sviðið var púað! og líka þegar að TATU fékk mikið af stigum þá var púað!! Hverskonar arrgasti dónaskapur er það? Mér er nokkuð sama hvað þær eru búnar að gera af sér, þær eru nú samt bara börn ennþá, bara gelgjur! Fyrir það fyrsta er nú bara lélegt að púúa á nokkurn mann! En að púúa á unlinga, sem þrátt fyrir allt eiga eflaust bara mjög erfit.
En sonna til að þessi grein haldi ekki endalaust áfram þá ætla ég að fara að slútta þessu með smá úrslita þvælu.
Já, ég er ekki sáttur við úrslitin, mér fannst ekki mikið til koma landana í fyrsta og öðru sæti! mér fannst þetta reyndar í heildina slök keppni, en Tyrkland átti ekki að vinna og Belgía var með ömurlegt lag! Ég hefði viljað sjá Noreig og Svíþjóð ofar og líka Eistland. En hver hefur víst sinn smek :)
En að lokum þá vil ég kommentera á þetta um Evróvisíjón og pólitík!
Auðvitað kýs maður frekar þjóðir sem manni líkar vel við, eða ber persónulegar tilfiningar til. En svona er það
Takk fyrir mig og afsakið allar stafsetningarvillunar!!
iceaxis :)