Mér blöskraði alveg þegar ég var að hlusta á hann Gísla Martein að lýsa söngvakeppni Evróskra sjónvarsstöðva. Hérna ætla ég að skrifa niður allt það ranga og leiðinlega sem hann sagði orðrétt.


Í byrjun keppninnar: “Ég ætla að reyna að tala ekki of mikið ofaní talað mál hér og gef kynnunum orðið” Annað kemur í ljós!

Fyrir Austurríska lagið: “Ég veit ekki hvort Austurríkismenn getir verið þa” (stoltir af sínu lagi) Lagið lenti í 6. sæti gerði betur en Ísland.

Rétt fyrir Tyrkneska sigurlagið: “Það eru djarfir búningar spurning með gula merkið uppi í horninu”

Eftir lag möltu: “Jája ágætt bara hjá þeim” Þetta sýnir hlutdrægni að segja að lagið sé bara ágætt, það er siðferðislega rangt að sýna hlutdrægni þegar maður er að lýsa yfir þeim markhópi sem getur haft áhrif. Við eigum eftir að sjá mun meira af hlutdrægni hér á eftir.

Efitr lag Portúgals: “Já ég veit það ekki, það er erfitt að segja maður sér þetta lag einhvernveginn fyrir sér ekki gera mikla hluti.”

Fyrir lag Kýpurs sem Gísla Marteini fannst greinilega mjög lélegt “Ef menn ætla á annað borð að fá sér kaffibolla þá tel ég að þetta sé góður tími þótt að ég sé ekkert að hvetja til þess”
“Lagið er þó ekkert alvont, mun vafalaust fá stig frá einhverjum”

Fyrir lag t.A.T.u “Ágætt lag”

Fyrir lag Ísraels “Hann lýtur doldið út eins og yngri og örlítið ljótari útgáfa af Enrique Iglesias” Þarna var hann að tala um söngvara Ísraela, þessi maður býr yfir aðeins meiri austurlenskum blæ en Enrique Iglesias það er kannski þess vegna sem hann Gísli segir að hann sé ljótari en hann.

Eftir lag Úkraínu “Þetta var stórkostlega framkoma”

Fyrir lag Grikklands “Ég held að RÚV ætti að vera tilbúið með rauða merkið uppi í horninu núna”(Það sást í brjóstskoruna á henni)“Hún er ekkert sérstaklega vinsæl hérna en lagið er ágætt”

“Fyrir lag Belgíu” Þetta er nú ágætt lag en það mun nú ekki sigra þessa keppni“ (Lagið lenti í öðru sæti, var á toppnum þangað til í endann) Eftir lagið ”Já algerlega merkingarlaust lag sem hæfir tilefninu myndi kanski einhver segja enginn skilur þessar handahreyfingar og enginn skilur textann, allt alger uppspuni og tilbúningur“.(Hvað er þá sviðsframkoma og handahreyfinar annarra keppenda er það líka alger uppspuni)

Fyrir lag Rúmeníu ”Engum finnst lagið gott en samt eru allir með það á heilanum“ (Er hann þá að taka afstöðu með öllum?)Eftir lagið: ”Þetta er´nú frekar hallærislegt atferli jafnvel á Evróvisjón mælikvarða, hvað átti þessi plötusnúður að þíða og hvað átti þessi uhhhh……………. fatapóker að þýða hún reif af sér hverja flíkina af fætur annarri.

Fyrir lag Svíþjóðar “Jæja það er komið að Svíþjóð þjóð sem framleiðir örugga bíla og þegar það kemur að Evróvisjón nokkuð örugg lög líka lagið er doldið eins og Volvo það er ekkert svo spennandi en fallegt og vel uppbyggt og öruggt uppá að þau verði hvorki ofarlega eða neðarlega” Ágætt lag“

Eftir lag Slóveníu: ”Sáuð þið 80's hreyfingarnar í rólega kaflanum ég hef ekki séð svona lengi spurning hvort þetta eigi að vera húmor eða hvað“

Hann klúðraði því gjörsamlega fyrir símakosninguna. Upp í 20000 atkvæði voru ógild vegna þess að fólk hringdi of snemma nánar tiltekið áður en 5 mínúturnar byrjuðu. Gísli sagði öllum hvernig þetta gengi fyrir sig en hann minntist ekkert á það að það væri takmarkaður tími sem byrjaði ekki strax. Hver heilvita maður hefur að sjálfsögðu trúað honum nema þeir sem voru búnir að sjá fyrri keppnir og vissu hvernig þetta gengi fyrir sig.
Hann leiðrétti þetta nú samt eftir rúmlega mínútu með því að grípa fram í miðja lagakynningu og þannig eyðilagði hann tækifæri fólks til þess að hlusta almennilega á upprifjun á lagi Slóveníu.

Hann talaði yfir brandara kynnanna eftir símakosningarnar.´”Ég leyfi mér nú að tala yfir þessum brandara hérna hann er ekkert sérstaklega góður ég er búinn að heyra hann“(Vorum við búin að heyra hann)


Nú er það stigagjöfin sem hann var eins og lítill krakki yfir.

”Íslendingar með góðann tónlistarsmekk“(Hans smekkur er semsagt góður)

Austurríki ”Nei Nei Nei látið ekki svona engin á skíða til Austurríkis framar hvurs lags eiginlega er þetta“

Írland ”Koma svo, koma svo“

Tyrkland ”Tyrkir hafa ekki beinlínis verið nice við okkur bara þrisvar sinnum gefið okkur stig hvað finnst ykkur um það?“ ”Koma svo“ ”Koma svo“

Malta ”Þeir hafa einu sinni gefið okkur stig börnin góð bara einu sinni, hvað finnst ykkur um það?“(Þeir gáfu okkur 12 stig núna)”Kaupa Maltneska vöru börnin góð“

Bosnia & Herzegovina ”Ég er ekki bjartsýnn yfir þessari atkvæðagreiðslu, þeir gáfu ekki einu sinni Selmu atkvæði það var náttúrlega stóri skandall síðustu aldar“ ”Nú já þetta á ekki eftir að bæta fyrir þetta voru mistök“

Portúgal ”Ohh var þetta ekki Ísland“ ”Já þetta kom nú sosum ekki á óvart, ohh ég hélt að hún hafi gefið okkur stig þegar hún gaf Írum ég giska á að hún hafi mislesið“

Króatía ”Ekki hafa þeir verið okkur góðir“ Jájá þetta er gott salurinn vill þetta”

Kýpur “Ég tek allt til baka sem ég sagði við ykkur áðan”

Þýskaland “Hvar er gamla Íslandsástin” “Koma svo, Koma svo” “Eitthvað var það nú aumingjalegt þökkum samt fyrir okkur” “Hvar voru þýsku ferðamennirnir núna, kanski í ferðalagi”

Rússland “Hvar eru gömlu Svíatengslin, koma svo” “Nei Rúmenía, ja menn púa í salnum”

Spánn “Nei nei upp með gula merkið í horninu, má þetta?” “Og koma svo, nei nei þeir eru með húmorinn” “Þetta er út í hött þeir fara upp fyrir okkur” “ Nei, Hvurs lags er þetta”

Ísrael “Einhverstaðar er sagt að nafn Íslands sé ritað með gilltu letri í Ísrael” “Og koma svo” “Við viljum vera með í þessu” “Það er ekki hægt að gefa bara norðmönnum og svíum en ekki okkur” “Það er bara svona” “Neeeeiiiii þeir hoppa upp fyrir okkur”

Holland “Þeir hafa reynst okkur millivel”

Bretland “Koma svo Bretland” “Nei ekki til Írlands, við vildum ekki Írland heldur Írafár, Írafár.

Úkraína ”Jæja jájá þeir byrja vel“

Grikkland ”Grikkir eru milligóðir en frekar lélegir“ ”Ehehehehehehe að hugsa sér ég var að gera mér vonir“

Noregur ”Koma svo Norðmenn“

Frakkland ”Nú jæja“ ”Hvurs lags er þetta eiginlega“

Póland ”Skárra en ekkert en hefði gjarnan vilja fá meira“

Lettaland ”Já hann er svona helvíti léttur í þessu“ Muna eftir 1991 börnin gíð Jón Baldvin er í bænum” “Jæja ekki vill maður vera vanþakklátur en hefði gjarnan vilja fá meira”

Belgía “Belgar hafa reynst okkur svona sæmilega” “Jæja við fáum þrjú” “Nú hoppa þeir upp fyrir okkur”

Eisland “Jæja það er eitt stig þar(andvarp)” “Úkraína þrjú(með leiðinlegri rödd)”

Rúmenía “Rúmenía hefur aldrei gefið okkur stig, það er bara ekkert öðruvísi”Hann hvíslar “Koma svo, koma svo” “Núúúúú”

Svíþjóð “Já koddu með þetta ég verð ekki spenntur fyrir átta stigum eða meira” “Æjæj jæja sjö stig maður vill ekki vera vanþakklátur”Ég hefði þegið betri stig af Svíþjóð“

Slóvenía ”Hann er svona ljómandi léttur í þessu þessi sykurpúði ehehehehehe hann er næstum eins léttir og við Logi“ ”Já við fáum fjögur en Spánn er ennþá fyrir ofan okkur“ ”Belgía er búið að tryggja sér“ ”Nei Tyrkland er búið að tryggja sér"


Það var svo leiðinlegt að hlusta á hann, hann sýndi svo mikla hlutdrægni sem má ekki og hann var svo tapsár í endann þrátt fyrir góðann árángur Íslands.